Duwayne Kerr: Kynntist góðu íslensku fólki í Noregi Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. maí 2016 14:30 Duwayne Kerr, Jamaíkamaðurinn sem mun verja mark Stjörnunnar í sumar, lenti á Íslandi í morgun. Hann er kominn með leikheimild og er klár í slaginn gegn Víkingi á sunnudagskvöldið. Vísir ræddi í dag við Kerr sem spilaði með Sarpsborg í Noregi undanfarin tvö ár. Þar stóð hann sig mjög vel og átti stóran þátt í að koma smáliðinu í úrslitaleik norska bikarsins síðasta haust. „Stjarnan hafði samband við mig og umboðsmanninn og ég ákvað að koma og sjá hvernig Ísland er. Ég hef verið í Noregi og kynnst þar góðu íslensku fólki. Ég heyrði að þetta er góður staður og Stjarnan er gott lið þannig vonandi get ég hjálpað liðinu,“ segir Kerr sem var samherji Guðmundar Þórarinssonar og fleiri Íslendinga hjá Sarpsborg. En hvers vegna er markvörður sem var að standa sig vel í Noregi í fyrra kominn til Íslands? „Fótboltinn ber mann á marga staði og maður veit aldrei hvar maður endar. Þetta er næsta tækifæri fyrir mig til að spila og ég ákvað að taka það,“ segir hann. „Ég hef gert mikið og lagt mikið á mig. Það er ekki auðvelt að vera markvörður. Maður hefur mestu ábyrgðina, að halda markinu hreinu. Það gerði ég fyrir Sarpsborg. Ég stóð mig vel þar og ég held að fólkið hafi kunnað að meta það. Ég hlakka til þessa nýja tækifæris.“Fastamaður hjá Jamaíku Kerr er fæddur í Westmoreland á Jamaíka og ólst upp við sumar og sól. Hann viðurkennir að hann var svolítið hræddur við veðrið þegar hann ákvað að fara til Noregs fyrst 2011. „Ég var svolítið hræddur við veðrið þegar ég kom til Noregs. En ég dvaldi þar og veit hvernig þetta er. Svona er þetta bara en í lok dags þarf maður bara að sinna sinni vinnu og fá þrjú stig,“ segir hann. Kerr er fastamaður í landsliðshópi Jamaíka og stóð vaktina í tveimur leikjum af þremur hjá liðinu í riðlakeppni Copa America í fyrra. Suður-Ameríkukeppnin fer aftur fram í sumar. „Ég hef alltaf verið í hópnum. Því miður var ég ekki kallaður inn í síðasta hóp fyrir leiki í undankeppni HM þar sem ég var ekki í neinu liði. Ég er enn í myndinni. Þetta er bara spurning um hvenær ég byrja að spila aftur,“ segir Kerr. Sem betur fer verður gert hlé á deildinni í júní vegna EM. Verði hann valinn í hópinn hjá Jamaíku fyrir Copa America missir hann af leik gegn Val 5. júní og væntanlega gegn Breiðabliki 30. maí þar sem hann yrði væntanlega farinn út til æfinga með liðinu. En vonast hann eftir að komast til Bandaríkjanna í sumar? „Það er erfitt að segja. Ég einbeiti mér ekki að framtíðinni heldur því sem gerist í dag. Nú er ég komin til Stjörnunnar og þarf að gera mitt besta fyrir liðið. Svo bara gerist það sem gerist í framhaldinu af því,“ segir Duwayne Kerr. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Sjá meira
Duwayne Kerr, Jamaíkamaðurinn sem mun verja mark Stjörnunnar í sumar, lenti á Íslandi í morgun. Hann er kominn með leikheimild og er klár í slaginn gegn Víkingi á sunnudagskvöldið. Vísir ræddi í dag við Kerr sem spilaði með Sarpsborg í Noregi undanfarin tvö ár. Þar stóð hann sig mjög vel og átti stóran þátt í að koma smáliðinu í úrslitaleik norska bikarsins síðasta haust. „Stjarnan hafði samband við mig og umboðsmanninn og ég ákvað að koma og sjá hvernig Ísland er. Ég hef verið í Noregi og kynnst þar góðu íslensku fólki. Ég heyrði að þetta er góður staður og Stjarnan er gott lið þannig vonandi get ég hjálpað liðinu,“ segir Kerr sem var samherji Guðmundar Þórarinssonar og fleiri Íslendinga hjá Sarpsborg. En hvers vegna er markvörður sem var að standa sig vel í Noregi í fyrra kominn til Íslands? „Fótboltinn ber mann á marga staði og maður veit aldrei hvar maður endar. Þetta er næsta tækifæri fyrir mig til að spila og ég ákvað að taka það,“ segir hann. „Ég hef gert mikið og lagt mikið á mig. Það er ekki auðvelt að vera markvörður. Maður hefur mestu ábyrgðina, að halda markinu hreinu. Það gerði ég fyrir Sarpsborg. Ég stóð mig vel þar og ég held að fólkið hafi kunnað að meta það. Ég hlakka til þessa nýja tækifæris.“Fastamaður hjá Jamaíku Kerr er fæddur í Westmoreland á Jamaíka og ólst upp við sumar og sól. Hann viðurkennir að hann var svolítið hræddur við veðrið þegar hann ákvað að fara til Noregs fyrst 2011. „Ég var svolítið hræddur við veðrið þegar ég kom til Noregs. En ég dvaldi þar og veit hvernig þetta er. Svona er þetta bara en í lok dags þarf maður bara að sinna sinni vinnu og fá þrjú stig,“ segir hann. Kerr er fastamaður í landsliðshópi Jamaíka og stóð vaktina í tveimur leikjum af þremur hjá liðinu í riðlakeppni Copa America í fyrra. Suður-Ameríkukeppnin fer aftur fram í sumar. „Ég hef alltaf verið í hópnum. Því miður var ég ekki kallaður inn í síðasta hóp fyrir leiki í undankeppni HM þar sem ég var ekki í neinu liði. Ég er enn í myndinni. Þetta er bara spurning um hvenær ég byrja að spila aftur,“ segir Kerr. Sem betur fer verður gert hlé á deildinni í júní vegna EM. Verði hann valinn í hópinn hjá Jamaíku fyrir Copa America missir hann af leik gegn Val 5. júní og væntanlega gegn Breiðabliki 30. maí þar sem hann yrði væntanlega farinn út til æfinga með liðinu. En vonast hann eftir að komast til Bandaríkjanna í sumar? „Það er erfitt að segja. Ég einbeiti mér ekki að framtíðinni heldur því sem gerist í dag. Nú er ég komin til Stjörnunnar og þarf að gera mitt besta fyrir liðið. Svo bara gerist það sem gerist í framhaldinu af því,“ segir Duwayne Kerr. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Sjá meira