Duwayne Kerr: Kynntist góðu íslensku fólki í Noregi Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. maí 2016 14:30 Duwayne Kerr, Jamaíkamaðurinn sem mun verja mark Stjörnunnar í sumar, lenti á Íslandi í morgun. Hann er kominn með leikheimild og er klár í slaginn gegn Víkingi á sunnudagskvöldið. Vísir ræddi í dag við Kerr sem spilaði með Sarpsborg í Noregi undanfarin tvö ár. Þar stóð hann sig mjög vel og átti stóran þátt í að koma smáliðinu í úrslitaleik norska bikarsins síðasta haust. „Stjarnan hafði samband við mig og umboðsmanninn og ég ákvað að koma og sjá hvernig Ísland er. Ég hef verið í Noregi og kynnst þar góðu íslensku fólki. Ég heyrði að þetta er góður staður og Stjarnan er gott lið þannig vonandi get ég hjálpað liðinu,“ segir Kerr sem var samherji Guðmundar Þórarinssonar og fleiri Íslendinga hjá Sarpsborg. En hvers vegna er markvörður sem var að standa sig vel í Noregi í fyrra kominn til Íslands? „Fótboltinn ber mann á marga staði og maður veit aldrei hvar maður endar. Þetta er næsta tækifæri fyrir mig til að spila og ég ákvað að taka það,“ segir hann. „Ég hef gert mikið og lagt mikið á mig. Það er ekki auðvelt að vera markvörður. Maður hefur mestu ábyrgðina, að halda markinu hreinu. Það gerði ég fyrir Sarpsborg. Ég stóð mig vel þar og ég held að fólkið hafi kunnað að meta það. Ég hlakka til þessa nýja tækifæris.“Fastamaður hjá Jamaíku Kerr er fæddur í Westmoreland á Jamaíka og ólst upp við sumar og sól. Hann viðurkennir að hann var svolítið hræddur við veðrið þegar hann ákvað að fara til Noregs fyrst 2011. „Ég var svolítið hræddur við veðrið þegar ég kom til Noregs. En ég dvaldi þar og veit hvernig þetta er. Svona er þetta bara en í lok dags þarf maður bara að sinna sinni vinnu og fá þrjú stig,“ segir hann. Kerr er fastamaður í landsliðshópi Jamaíka og stóð vaktina í tveimur leikjum af þremur hjá liðinu í riðlakeppni Copa America í fyrra. Suður-Ameríkukeppnin fer aftur fram í sumar. „Ég hef alltaf verið í hópnum. Því miður var ég ekki kallaður inn í síðasta hóp fyrir leiki í undankeppni HM þar sem ég var ekki í neinu liði. Ég er enn í myndinni. Þetta er bara spurning um hvenær ég byrja að spila aftur,“ segir Kerr. Sem betur fer verður gert hlé á deildinni í júní vegna EM. Verði hann valinn í hópinn hjá Jamaíku fyrir Copa America missir hann af leik gegn Val 5. júní og væntanlega gegn Breiðabliki 30. maí þar sem hann yrði væntanlega farinn út til æfinga með liðinu. En vonast hann eftir að komast til Bandaríkjanna í sumar? „Það er erfitt að segja. Ég einbeiti mér ekki að framtíðinni heldur því sem gerist í dag. Nú er ég komin til Stjörnunnar og þarf að gera mitt besta fyrir liðið. Svo bara gerist það sem gerist í framhaldinu af því,“ segir Duwayne Kerr. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Sport Fleiri fréttir Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjá meira
Duwayne Kerr, Jamaíkamaðurinn sem mun verja mark Stjörnunnar í sumar, lenti á Íslandi í morgun. Hann er kominn með leikheimild og er klár í slaginn gegn Víkingi á sunnudagskvöldið. Vísir ræddi í dag við Kerr sem spilaði með Sarpsborg í Noregi undanfarin tvö ár. Þar stóð hann sig mjög vel og átti stóran þátt í að koma smáliðinu í úrslitaleik norska bikarsins síðasta haust. „Stjarnan hafði samband við mig og umboðsmanninn og ég ákvað að koma og sjá hvernig Ísland er. Ég hef verið í Noregi og kynnst þar góðu íslensku fólki. Ég heyrði að þetta er góður staður og Stjarnan er gott lið þannig vonandi get ég hjálpað liðinu,“ segir Kerr sem var samherji Guðmundar Þórarinssonar og fleiri Íslendinga hjá Sarpsborg. En hvers vegna er markvörður sem var að standa sig vel í Noregi í fyrra kominn til Íslands? „Fótboltinn ber mann á marga staði og maður veit aldrei hvar maður endar. Þetta er næsta tækifæri fyrir mig til að spila og ég ákvað að taka það,“ segir hann. „Ég hef gert mikið og lagt mikið á mig. Það er ekki auðvelt að vera markvörður. Maður hefur mestu ábyrgðina, að halda markinu hreinu. Það gerði ég fyrir Sarpsborg. Ég stóð mig vel þar og ég held að fólkið hafi kunnað að meta það. Ég hlakka til þessa nýja tækifæris.“Fastamaður hjá Jamaíku Kerr er fæddur í Westmoreland á Jamaíka og ólst upp við sumar og sól. Hann viðurkennir að hann var svolítið hræddur við veðrið þegar hann ákvað að fara til Noregs fyrst 2011. „Ég var svolítið hræddur við veðrið þegar ég kom til Noregs. En ég dvaldi þar og veit hvernig þetta er. Svona er þetta bara en í lok dags þarf maður bara að sinna sinni vinnu og fá þrjú stig,“ segir hann. Kerr er fastamaður í landsliðshópi Jamaíka og stóð vaktina í tveimur leikjum af þremur hjá liðinu í riðlakeppni Copa America í fyrra. Suður-Ameríkukeppnin fer aftur fram í sumar. „Ég hef alltaf verið í hópnum. Því miður var ég ekki kallaður inn í síðasta hóp fyrir leiki í undankeppni HM þar sem ég var ekki í neinu liði. Ég er enn í myndinni. Þetta er bara spurning um hvenær ég byrja að spila aftur,“ segir Kerr. Sem betur fer verður gert hlé á deildinni í júní vegna EM. Verði hann valinn í hópinn hjá Jamaíku fyrir Copa America missir hann af leik gegn Val 5. júní og væntanlega gegn Breiðabliki 30. maí þar sem hann yrði væntanlega farinn út til æfinga með liðinu. En vonast hann eftir að komast til Bandaríkjanna í sumar? „Það er erfitt að segja. Ég einbeiti mér ekki að framtíðinni heldur því sem gerist í dag. Nú er ég komin til Stjörnunnar og þarf að gera mitt besta fyrir liðið. Svo bara gerist það sem gerist í framhaldinu af því,“ segir Duwayne Kerr. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Sport Fleiri fréttir Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjá meira