Erlent

Dularfullur sjúkdómur herjar á Nígeríubúa

Bjarki Ármannsson skrifar
Frá Nígeríu.
Frá Nígeríu. Vísir/EPA
Yfirvöld í Nígeríu segja „dularfullan“ sjúkdóm hafa orðið að minnsta kosti átján manns að bana í suðausturhluta landsins undanfarna daga. Sjúkdómurinn dró fólkið til dauða á innan við sólarhring eftir að það veiktist en einkenni hans eru hausverkur, meðvitundarleysi og óskýr sjón.

Faraldurinn á rætur að rekja til bæjarins Ode-Irele, að því er BBC greinir frá. Nígerískir heilbrigðisstarfsmenn eru nú staddir í bænum ásamt sérfræðingum frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) til að reyna að bera kennsl á sjúkdóminn.

Þegar er búið að útiloka að um Ebóla-vírusinn, eða nokkurn annan vírus, sé að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×