Dularfullur geimfari og litrík mótmæli Valur Grettisson skrifar 14. júní 2013 21:22 Geimfarinn vakti athygli almennings. Hann svaraði engum spurningum Stefáns Karlssonar þegar hann tók myndir af honum. Mynd Stefán Karlsson Áætlað er að á bilinu tvöhundruð til þrjúhundruð mótmælendur hafi verið fyrir framan rússneska sendiráðið í dag þar sem nýlegum lögum í Rússlandi var mótmælt. Lögin sem um ræðir fjalla um bann varðandi „áróður fyrir samkynhneigð“ og er að mati samtakanna 78´ sem skipulögðu mótmælin, hluti af víðtækari og kerfisbundinni aðgerð yfirvalda til að kúga rússneskt hinsegin samfélag og frjáls félagasamtök almennt.Hættulegur koss. Samtökin 78´ vöktu athygli á óhugnanlegri lagasetningu í Rússlandi með því að kyssast.Mynd /Stefán KarlssonMótmælin í dag voru litrík, samkynhneigð pör kysstust fyrir utan sendiráðið í mótmælaskyni auk þess sem það mátti sjá dularfullan geimfara veifa fána samkynhneigðra. Ljósmyndari fréttastofu reyndi að ná tali af geimfaranum, sem var óþekkjanlegur í búningnum. Hann svaraði engum spurningum.Þarna er snúið út úr frægum titli á James Bond kvikmynd.Mynd / Stefán Karlsson.Þá sögðu mótmælendur á vettvangi í samtali við Vísi að enginn vissi hver væri í búningnum. Einn þeirra giskaði þó á borgarstjórann sjálfan, Jón Gnarr. Mótmælandinn tók þó sérstaklega fram að það væru eingöngu vangaveltur, og hann hefði í raun enga hugmynd hver geimfarinn væri. En borgarstjórinn hefur hinsvegar látið mikið til sín taka í málaflokki samkynhneigðra á alþjóðavettvangi. Geimfarinn er einnig með Facebook-síðu, að því er virðist, en ekki er hægt að finna út hver stendur á bak við síðuna. Þar má finna myndir af geimfaranum í hversdagslegum aðstæðum, meðal annars fyrir framan ráðhús Reykjavíkur. Hægt er að skoða fleiri myndir hér fyrir ofan. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Stefna að því að fresta fundum Alþingis 12. júní 2026 „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Sjá meira
Áætlað er að á bilinu tvöhundruð til þrjúhundruð mótmælendur hafi verið fyrir framan rússneska sendiráðið í dag þar sem nýlegum lögum í Rússlandi var mótmælt. Lögin sem um ræðir fjalla um bann varðandi „áróður fyrir samkynhneigð“ og er að mati samtakanna 78´ sem skipulögðu mótmælin, hluti af víðtækari og kerfisbundinni aðgerð yfirvalda til að kúga rússneskt hinsegin samfélag og frjáls félagasamtök almennt.Hættulegur koss. Samtökin 78´ vöktu athygli á óhugnanlegri lagasetningu í Rússlandi með því að kyssast.Mynd /Stefán KarlssonMótmælin í dag voru litrík, samkynhneigð pör kysstust fyrir utan sendiráðið í mótmælaskyni auk þess sem það mátti sjá dularfullan geimfara veifa fána samkynhneigðra. Ljósmyndari fréttastofu reyndi að ná tali af geimfaranum, sem var óþekkjanlegur í búningnum. Hann svaraði engum spurningum.Þarna er snúið út úr frægum titli á James Bond kvikmynd.Mynd / Stefán Karlsson.Þá sögðu mótmælendur á vettvangi í samtali við Vísi að enginn vissi hver væri í búningnum. Einn þeirra giskaði þó á borgarstjórann sjálfan, Jón Gnarr. Mótmælandinn tók þó sérstaklega fram að það væru eingöngu vangaveltur, og hann hefði í raun enga hugmynd hver geimfarinn væri. En borgarstjórinn hefur hinsvegar látið mikið til sín taka í málaflokki samkynhneigðra á alþjóðavettvangi. Geimfarinn er einnig með Facebook-síðu, að því er virðist, en ekki er hægt að finna út hver stendur á bak við síðuna. Þar má finna myndir af geimfaranum í hversdagslegum aðstæðum, meðal annars fyrir framan ráðhús Reykjavíkur. Hægt er að skoða fleiri myndir hér fyrir ofan.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Stefna að því að fresta fundum Alþingis 12. júní 2026 „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Sjá meira