Driftandi skriðdreki Finnur Thorlacius skrifar 10. apríl 2015 11:05 Það er ekki fyrir hvern sem er að eiga skriðdreka, en fyrirtækið Howe & Howe framleiðir skriðdreka sem almenningur getur keypt. Hér sést nýjasta framleiðsla fyrirtækisins, Ripsaw EV2 og fer þar greinilega afar hæft farartæki sem fátt getur stoppað. Skriðdrekinn er með 6,6 lítra Duramax V8 dísilvél og aflið því nægt þar sem skriðdrekinn er ekki mjög þungur og beltin líkari því sem er undir snjósleðum. Enda er þessum skriðdreka fært að drifta að vild, ekki síst ef undirlagið er ísilagt stöðuvatn, eins og sést í þessu myndskeiði. Mjög hátt er undir lægsta punkt á þessum netta skriðdreka og því ætti fátt að geta stöðvað hann. Howe & Howe, sem er í eigu bræðranna Geoff og Michael Howe, hefur sérhæft sig í framleiðslu óvenjulegra og sérhæfðra farartækja og bandaríski herinn er stór kúnni fyrirtæksins og hefur Howe & Howe framleidd hraðskreiða skriðdreka fyrir herinn. Einnig hafa farartæki frá fyrirtækinu verið mikið notuð í kvikmyndum. Líka flottur að innan. Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent
Það er ekki fyrir hvern sem er að eiga skriðdreka, en fyrirtækið Howe & Howe framleiðir skriðdreka sem almenningur getur keypt. Hér sést nýjasta framleiðsla fyrirtækisins, Ripsaw EV2 og fer þar greinilega afar hæft farartæki sem fátt getur stoppað. Skriðdrekinn er með 6,6 lítra Duramax V8 dísilvél og aflið því nægt þar sem skriðdrekinn er ekki mjög þungur og beltin líkari því sem er undir snjósleðum. Enda er þessum skriðdreka fært að drifta að vild, ekki síst ef undirlagið er ísilagt stöðuvatn, eins og sést í þessu myndskeiði. Mjög hátt er undir lægsta punkt á þessum netta skriðdreka og því ætti fátt að geta stöðvað hann. Howe & Howe, sem er í eigu bræðranna Geoff og Michael Howe, hefur sérhæft sig í framleiðslu óvenjulegra og sérhæfðra farartækja og bandaríski herinn er stór kúnni fyrirtæksins og hefur Howe & Howe framleidd hraðskreiða skriðdreka fyrir herinn. Einnig hafa farartæki frá fyrirtækinu verið mikið notuð í kvikmyndum. Líka flottur að innan.
Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent