Draumurinn um raforkusölu til Evrópu Þorbergur Steinn Leifsson skrifar 31. mars 2012 06:00 Hinn ágæti jarðvegsfræðingur, Ólafur Arnalds, skrifar grein í Fréttablaðið 2. mars, þar sem hann finnur hugmyndinni um sölu á raforku til Evrópu flest til foráttu. Því miður eru slæmar villur, jafnvel öfugmæli í flestum töluliðum í greininni. Það er reyndar ekki skrítið þó leikmönnum skriki fótur því umræðan um orkumál er almennt mjög ómarkviss og lítt upplýsandi og engar tæknilegar forsendur liggja fyrir um þetta tiltekna mál. Ég ætla því að nýta tækifærið til að leiðrétta misskilning sem er í gangi um þessi mál með beinni tilvísun í töluliði Ólafs. 1. Með orkusölu um sæstreng verður Ísland eins og nýlenda. Nei, með sæstreng er flutt út fullunnin vara á margföldu kostnaðarverði af okkur og á okkar forsendum. Nær væri að kalla álverin nýlenduherra því þau borga einungis kostnaðarverð fyrir raforkuna, langt undir markaðsverði í Evrópu. 2. Raforkuverð til almennings mun margfaldast. Þetta er rétt, en íslenskur almenningur mun í framtíðinni aðeins nota um 5% heildarraforkunnar (1/20). Almenningur fær því hverja krónu sem hann greiðir aukalega vegna hærra verðs allt að 20 falda til baka, þ.e.a.s. ef orkuauðlindirnar verða í almenningseign, öfugt við t.d. sjávarauðlindina í dag. Það yrði stórkostlegur lífskjarabati að fá að borga t.d. hálfa milljón aukalega fyrir orkuna en fá þá jafnframt 5 til 10 milljónir til baka frá „nýlenduherrunum“, t.d. í formi lægri tekju- og virðisaukaskatts. 3. Orkutap um sæstrengi er of mikið. Tap við orkuflutning yfir hafið verður líklega 5 til 10%. Stærsti hluti orkunnar sem fluttur yrði út er hinsvegar umframorka sem annars rynni framhjá virkjunum hér á landi í flóðum og í góðum vatnsárum. Þar sem raforkumarkaðurinn hér á landi er takmarkaður að stærð og engin tiltæk varaorka er framleiðslugetan miðuð við þurrustu vatnsárin. Í um níu af hverjum tíu árum er því til umframorka sem hægt er að nýta með því að tengjast raforkukerfum sem reiða sig ekki að öllu leyti á jarðgufu eða vatnsafl. Orkutap við flutning um sæstreng er miklu minna en sú umframorka sem vinnst með betri nýtingu kerfisins hér á landi. Þannig myndi t.d. manngerði fossinn mikli í Hafrahvammagljúfri, sem myndast öll haust þegar Hálslón fyllist, nær hverfa og sú „orkusóun“ í staðinn nýtast í að lýsa upp stræti Evrópu. Þessi aukna nýting vatnsins í Hálslóni myndi auk þess hjálpa mjög til við að gera Jökulsá á Dal að einni stærstu og bestu laxveiðiá landsins. 4. Orka til útflutnings um streng er ekki til. Það er miklu meiri vatnsorka til en gert er ráð fyrir í t.d. Rammaáætlun. Fjölmargar endurbætur og viðbætur við núverandi kerfi eru ekki inni í neinum áætlunum, auk fjölda umhverfisvænna virkjanakosta sem enn hafa ekki verið skoðaðir, en verða hagkvæmir við hærra orkuverð. Þá mun sveigjanleiki útflutningsins valda því að núverandi kerfi getur framleitt mun meiri orku en það gerir nú inn á lokað takmarkað kerfi. Ef þetta dugar ekki, þá getum við eftir um 20 ár byrjað að loka einhverjum álverunum, þ.e.a.s. ef þau geta þá ekki geta borgað samkeppnishæft orkuverð. Ég held reyndar að sæstrengurinn muni valda því að raforkuverð álveranna margfaldist á næstu 20 til 40 árum, eftir að núverandi samningar renna út. 5. Þurfum að eiga til orku fyrir samgöngur og skipastól. Sjálfsagt er að eiga orku til þessa en þetta er mjög lítill hluti vatnsorkunnar og sæstrengur breytir þar engu um. 6. Nýta orkuna frekar hér á landi. Með lagningu sæstrengs yrði strax til mikil viðbótarorka og þar að auki yrði rafmagnið sennilega að mestu flutt út á daginn þegar þörfin er mest og orkuverðið margfalt hærra en um nætur, þegar jafnvel væri hagstætt að flytja inn rafmagn til Íslands. Nefna má að í mörgum árum flytja Norðmenn inn meiri raforku en þeir flytja út, en verðmunurinn er margfaldur. Í Evrópu er raforka að mestu framleidd með kjarnorku, kola og olíustöðum, auk vindmylla. Engin þessara orkuvera geta aukið eða minnkað framleiðslu sína eftir þörfum markaðarins. Því er sveiflum, t.d. milli dags og nætur, mætt með því að byggja dæluvirkjanir (e. pumped storage) sem framleiða rafmagn á daginn en nota rafmagn til að dæla vatni upp í lón á nóttunni. Þarna er tapið a.m.k. 20%, þ.e.a.s virkjanirnar skila 20% minni raforku en þær nota. Íslensku vatnsaflsvirkjanirnar gætu hugsanlega komið í stað þessara „orkueyðingarstöðva“ í Evrópu. Eingöngu þarf þá að auka uppsett afl í núverandi virkjunum hér, en það er í flestum tilfellum mun ódýrara á hverja afleiningu (MW) en að byggja dælustöðvar í Evrópu. Aukið uppsett afl, sem hefur hverfandi umhverfisáhrif, myndi auk þess stórauka umframorkuna með því að gera kleift að nýta enn meira af því vatni sem nú rennur framhjá. Strengur með flutningsgetu upp á 500 til 1.000 MW hefur því líklegast óveruleg áhrif á mögulega framleiðslu til annarra nota, verði afl núverandi virkjana jafnframt aukið. Í Noregi er að jafnaði flutt út minna en 10% af þeirri orku sem hægt væri að flytja um strengina þaðan. Ólafur nefnir réttilega að íslenska vatnsorkan sé ekki stór hluti raforkuþarfar Evrópu, en allir hlutir samanstanda af mörgum smáum. Allir jarðarbúar verða að leggja sitt lóð á vogarskálarnar, sérstaklega þegar það er þeim líka hagstætt efnahagslega, og bætir nýtingu takmarkaðra endurnýjanlegra orkulinda heimsins. Auðvitað kunna að vera annmarkar á útflutningi um sæstreng, tæknilega, stofnkostnaður mikill, rekstur ótryggur og orkuverð óvissu háð. Það eru hins vegar líklega svo miklir hagsmunir fólgnir í þessum möguleikum fyrir almenning að rétt og skylt er að kanna þetta mjög vel. Þegar niðurstaða liggur fyrir tökum við ákvörðun út frá réttum forsendum. Það sem gerir þetta fyrst og fremst áhugavert er hið sérstaka eðli íslenska raforkukerfisins sem myndi hafa mikil jákvæð samlegðaráhrif, yrði það tengt við hið gjörólíka kerfi Evrópu. Þetta virðist Ólafur, eins og svo margir aðrir, því miður ekki hafa áttað sig á, enda liggja nær engar upplýsingar um þetta fyrir. Það er allt í lagi að láta sig dreyma stóra drauma um framtíðina, þó allir draumar rætist ekki, annars værum við sennilega enn á steinöld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir Skoðun Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson Skoðun Halldór 28.06.2025 Halldór Frá Írak til Gaza: Hvað höfum við lært af lygunum og stríðsbröltinu? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson skrifar Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þjónusta sem gleður – skilar sér beint í kassann Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn – Rödd skynseminnar í borginni Ómar Már Jónsson skrifar Skoðun Virði barna og ungmenna Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Sættir þú þig við þetta? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Alþingi gleymir aftur fötluðum börnum Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Hinn ágæti jarðvegsfræðingur, Ólafur Arnalds, skrifar grein í Fréttablaðið 2. mars, þar sem hann finnur hugmyndinni um sölu á raforku til Evrópu flest til foráttu. Því miður eru slæmar villur, jafnvel öfugmæli í flestum töluliðum í greininni. Það er reyndar ekki skrítið þó leikmönnum skriki fótur því umræðan um orkumál er almennt mjög ómarkviss og lítt upplýsandi og engar tæknilegar forsendur liggja fyrir um þetta tiltekna mál. Ég ætla því að nýta tækifærið til að leiðrétta misskilning sem er í gangi um þessi mál með beinni tilvísun í töluliði Ólafs. 1. Með orkusölu um sæstreng verður Ísland eins og nýlenda. Nei, með sæstreng er flutt út fullunnin vara á margföldu kostnaðarverði af okkur og á okkar forsendum. Nær væri að kalla álverin nýlenduherra því þau borga einungis kostnaðarverð fyrir raforkuna, langt undir markaðsverði í Evrópu. 2. Raforkuverð til almennings mun margfaldast. Þetta er rétt, en íslenskur almenningur mun í framtíðinni aðeins nota um 5% heildarraforkunnar (1/20). Almenningur fær því hverja krónu sem hann greiðir aukalega vegna hærra verðs allt að 20 falda til baka, þ.e.a.s. ef orkuauðlindirnar verða í almenningseign, öfugt við t.d. sjávarauðlindina í dag. Það yrði stórkostlegur lífskjarabati að fá að borga t.d. hálfa milljón aukalega fyrir orkuna en fá þá jafnframt 5 til 10 milljónir til baka frá „nýlenduherrunum“, t.d. í formi lægri tekju- og virðisaukaskatts. 3. Orkutap um sæstrengi er of mikið. Tap við orkuflutning yfir hafið verður líklega 5 til 10%. Stærsti hluti orkunnar sem fluttur yrði út er hinsvegar umframorka sem annars rynni framhjá virkjunum hér á landi í flóðum og í góðum vatnsárum. Þar sem raforkumarkaðurinn hér á landi er takmarkaður að stærð og engin tiltæk varaorka er framleiðslugetan miðuð við þurrustu vatnsárin. Í um níu af hverjum tíu árum er því til umframorka sem hægt er að nýta með því að tengjast raforkukerfum sem reiða sig ekki að öllu leyti á jarðgufu eða vatnsafl. Orkutap við flutning um sæstreng er miklu minna en sú umframorka sem vinnst með betri nýtingu kerfisins hér á landi. Þannig myndi t.d. manngerði fossinn mikli í Hafrahvammagljúfri, sem myndast öll haust þegar Hálslón fyllist, nær hverfa og sú „orkusóun“ í staðinn nýtast í að lýsa upp stræti Evrópu. Þessi aukna nýting vatnsins í Hálslóni myndi auk þess hjálpa mjög til við að gera Jökulsá á Dal að einni stærstu og bestu laxveiðiá landsins. 4. Orka til útflutnings um streng er ekki til. Það er miklu meiri vatnsorka til en gert er ráð fyrir í t.d. Rammaáætlun. Fjölmargar endurbætur og viðbætur við núverandi kerfi eru ekki inni í neinum áætlunum, auk fjölda umhverfisvænna virkjanakosta sem enn hafa ekki verið skoðaðir, en verða hagkvæmir við hærra orkuverð. Þá mun sveigjanleiki útflutningsins valda því að núverandi kerfi getur framleitt mun meiri orku en það gerir nú inn á lokað takmarkað kerfi. Ef þetta dugar ekki, þá getum við eftir um 20 ár byrjað að loka einhverjum álverunum, þ.e.a.s. ef þau geta þá ekki geta borgað samkeppnishæft orkuverð. Ég held reyndar að sæstrengurinn muni valda því að raforkuverð álveranna margfaldist á næstu 20 til 40 árum, eftir að núverandi samningar renna út. 5. Þurfum að eiga til orku fyrir samgöngur og skipastól. Sjálfsagt er að eiga orku til þessa en þetta er mjög lítill hluti vatnsorkunnar og sæstrengur breytir þar engu um. 6. Nýta orkuna frekar hér á landi. Með lagningu sæstrengs yrði strax til mikil viðbótarorka og þar að auki yrði rafmagnið sennilega að mestu flutt út á daginn þegar þörfin er mest og orkuverðið margfalt hærra en um nætur, þegar jafnvel væri hagstætt að flytja inn rafmagn til Íslands. Nefna má að í mörgum árum flytja Norðmenn inn meiri raforku en þeir flytja út, en verðmunurinn er margfaldur. Í Evrópu er raforka að mestu framleidd með kjarnorku, kola og olíustöðum, auk vindmylla. Engin þessara orkuvera geta aukið eða minnkað framleiðslu sína eftir þörfum markaðarins. Því er sveiflum, t.d. milli dags og nætur, mætt með því að byggja dæluvirkjanir (e. pumped storage) sem framleiða rafmagn á daginn en nota rafmagn til að dæla vatni upp í lón á nóttunni. Þarna er tapið a.m.k. 20%, þ.e.a.s virkjanirnar skila 20% minni raforku en þær nota. Íslensku vatnsaflsvirkjanirnar gætu hugsanlega komið í stað þessara „orkueyðingarstöðva“ í Evrópu. Eingöngu þarf þá að auka uppsett afl í núverandi virkjunum hér, en það er í flestum tilfellum mun ódýrara á hverja afleiningu (MW) en að byggja dælustöðvar í Evrópu. Aukið uppsett afl, sem hefur hverfandi umhverfisáhrif, myndi auk þess stórauka umframorkuna með því að gera kleift að nýta enn meira af því vatni sem nú rennur framhjá. Strengur með flutningsgetu upp á 500 til 1.000 MW hefur því líklegast óveruleg áhrif á mögulega framleiðslu til annarra nota, verði afl núverandi virkjana jafnframt aukið. Í Noregi er að jafnaði flutt út minna en 10% af þeirri orku sem hægt væri að flytja um strengina þaðan. Ólafur nefnir réttilega að íslenska vatnsorkan sé ekki stór hluti raforkuþarfar Evrópu, en allir hlutir samanstanda af mörgum smáum. Allir jarðarbúar verða að leggja sitt lóð á vogarskálarnar, sérstaklega þegar það er þeim líka hagstætt efnahagslega, og bætir nýtingu takmarkaðra endurnýjanlegra orkulinda heimsins. Auðvitað kunna að vera annmarkar á útflutningi um sæstreng, tæknilega, stofnkostnaður mikill, rekstur ótryggur og orkuverð óvissu háð. Það eru hins vegar líklega svo miklir hagsmunir fólgnir í þessum möguleikum fyrir almenning að rétt og skylt er að kanna þetta mjög vel. Þegar niðurstaða liggur fyrir tökum við ákvörðun út frá réttum forsendum. Það sem gerir þetta fyrst og fremst áhugavert er hið sérstaka eðli íslenska raforkukerfisins sem myndi hafa mikil jákvæð samlegðaráhrif, yrði það tengt við hið gjörólíka kerfi Evrópu. Þetta virðist Ólafur, eins og svo margir aðrir, því miður ekki hafa áttað sig á, enda liggja nær engar upplýsingar um þetta fyrir. Það er allt í lagi að láta sig dreyma stóra drauma um framtíðina, þó allir draumar rætist ekki, annars værum við sennilega enn á steinöld.
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar