Dottaði undir stýri og keyrði útaf: "Við vorum rosalega heppnir" Kjartan Atli Kjartansson skrifar 8. ágúst 2014 07:00 Ágúst þakkar fyrir að hann og vinir hans voru í belti. „Við vorum rosalega heppnir," segir Ágúst Friðjónsson sem dottaði undir stýri þegar hann ók heim á Sauðárkrók frá Akureyri aðfaranótt laugardags. Bíllinn sem Ágúst ók fór útaf veginum og kastaðist til. Bíllinn, sem er í eigu vinar hans, er nú gjörónýtur og þakka Ágúst og vinir hans fyrir að ekki hafi farið verr. Ágúst segist hugsa mikið um hvað hefði getað gerst. Hann rifjar bílferðina frá Akureyri upp með blaðamanni: „Við vorum á leiðinni heim frá Akureyri. Ég fann að ég var þreyttur og var búinn að stoppa einu sinni til þess að fá frískt loft og koma blóðinu á hreyfingu. Við vorum búnir að ákveða að stoppa í Varmahlíð, þar sem ég ætlaði að fá mér hressingu og fríska mig við." En félagarnir komust aldrei í Varmahlíð. Sjá líka: Fjórir hafa látið lífið á Íslandi í kjölfar þess að ökumaður sofnaði undir stýri frá árinu 2006.Hér má sjá innan bílinn að innan. Greinilegt að strákarnir voru heppnir að ekki fór verr. Tveir voru í aftursætinu og einn í farþegasætinu.„Við vorum um tíu til tuttugu kílómetra frá Varmahlíð þegar ég dottaði. Við komum að beygju en bíllinn fór bara beint áfram. Ég vaknaði við að vinur minn sem sat í farþegasætinu kallaði nafnið mitt. Þá var það orðið of seint," segir hann og heldur áfram: „Bíllinn fór beint í kannt á skurði sem var þarna við veginn. Þaðan kastaðist hann hátt upp í loftið, yfir grindverk sem þarna var og snerist í loftinu. Við lentum svo, sem betur fer, á hjólunum. Þetta hefði getað farið svo miklu verr." Allir fjórir voru í belti og segir Ágúst það hafa bjargað þeim. „Ég er alveg viss um það,“ bætir hann við. Ágúst segir að hann og vinir hans þrír hafi sloppið með teljandi meiðsl. Einn vinur hans braut tennur og bein í andliti, annar fékk skurð. „En svo fengum við allir hnykk á hálsinn,“ bætir hann viðVonast til að aðrir geti lært af sínum mistökum Ágúst vonast til þess að geta miðlað reynslu sinni til annarra ökumanna. „Mistökin sem ég gerði voru bara þau að stoppa ekki strax og ég fann fyrir þreytunni. Við áttum ekki mikið eftir í Varmahlíð, þar sem við hefðum stoppað. En það skiptir engu máli. Maður á bara að stoppa strax. Þegar maður er að keyra lengi er mikilvægt að stoppa reglulega," segir hann og bætir við: „Ég vona bara að allir geti lært af þessu. Ég get ekki lagt næga áherslu á þetta; það er gríðarlega mikilvægt að stoppa. Þetta getur komið fyrir alla. Allir verða að fara varlega.“ Hann segist hugsa mikið um slysið og hvernig hlutirnir hefðu getað þróast öðruvísi. „Þetta er búið að hafa rosalega mikil áhrif á okkur. Við vorum náttúrulega ofboðslega heppnir að lenda á dekkjunum. Annars hefði þetta getað farið miklu, miklu verr."Bíllinn er gjörónýtur. Á þessum myndum má sjá hvernig húddið á bílnum flettist upp.Ellefu ráð frá SamgöngustofuÞórhildur Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Samgöngustofu, tiltekur ellefu ráð fyrir ökumenn, til þess að koma í veg fyrir að þeir dotti undir stýri:1.Fáið góðan nætursvefn fyrir akstur, helst 8 klst.2.Takið hlé frá akstri á hverjum 160 km eða á tveggja stunda fresti í langferðum3.Látið blása köldu í miðstöðinni4.Hafið með ykkur ferðafélaga sem getur fylgst með ykkur og gætt að þreytueinkennum5.Forðist áfengi og sljóvgandi lyf6.Ef þið eruð þreytt takið ykkur þá lúr eða drekkið drykk sem inniheldur koffín áður en þið farið af stað 7.Ráðfærið ykkur við lækni ef þið eruð oft syfjuð á daginn eða eigið erfitt með að sofa um nætur8.Ef syfja leitar á stöðvið aksturinn, farið útaf veginum á öruggum stað og sofnið augnablik, 15 mín ætti að nægja9.Látið farþega taka við akstrinum10.Drekkið drykk sem inniheldur koffín11.Treystið ekki á ,,ráð gegn syfjuakstriÁ vef forvarnarhússins má einnig finna ráðleggingar til að koma í veg fyrir að maður sofni undir stýri. Þar segir meðal annars:„* Ekki aka of lengi í einu. Hvíldu þig öðru hverju við aksturinn, teygðu fæturna og andaðu að þér fersku lofti.* Finnir þú til þreytu skaltu stöðva bílinn þar sem hann veldur ekki hættu og leggja þig í 15-20 mínútur.„ Hér að neðan má sjá myndband með fleiri ráðleggingum. Tengdar fréttir Svefn undir stýri: Fjórir látist og 53 slasast alvarlega Alls slösuðust 331 í slysum vegna þess að ökumaður dottaði undir stýri frá árunum 2006 til 2013. 8. ágúst 2014 07:00 „Alveg glatað að þurfa að lenda í slysi til þess að opna augun fyrir þessu" Óli Geir segir frá bílveltu sem hann lenti í fyrir nokkrum árum eftir að hann sofnaði undir stýri. Hann hvetur fólk til þess að keyra ekki syfjað. 5. ágúst 2014 14:59 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
„Við vorum rosalega heppnir," segir Ágúst Friðjónsson sem dottaði undir stýri þegar hann ók heim á Sauðárkrók frá Akureyri aðfaranótt laugardags. Bíllinn sem Ágúst ók fór útaf veginum og kastaðist til. Bíllinn, sem er í eigu vinar hans, er nú gjörónýtur og þakka Ágúst og vinir hans fyrir að ekki hafi farið verr. Ágúst segist hugsa mikið um hvað hefði getað gerst. Hann rifjar bílferðina frá Akureyri upp með blaðamanni: „Við vorum á leiðinni heim frá Akureyri. Ég fann að ég var þreyttur og var búinn að stoppa einu sinni til þess að fá frískt loft og koma blóðinu á hreyfingu. Við vorum búnir að ákveða að stoppa í Varmahlíð, þar sem ég ætlaði að fá mér hressingu og fríska mig við." En félagarnir komust aldrei í Varmahlíð. Sjá líka: Fjórir hafa látið lífið á Íslandi í kjölfar þess að ökumaður sofnaði undir stýri frá árinu 2006.Hér má sjá innan bílinn að innan. Greinilegt að strákarnir voru heppnir að ekki fór verr. Tveir voru í aftursætinu og einn í farþegasætinu.„Við vorum um tíu til tuttugu kílómetra frá Varmahlíð þegar ég dottaði. Við komum að beygju en bíllinn fór bara beint áfram. Ég vaknaði við að vinur minn sem sat í farþegasætinu kallaði nafnið mitt. Þá var það orðið of seint," segir hann og heldur áfram: „Bíllinn fór beint í kannt á skurði sem var þarna við veginn. Þaðan kastaðist hann hátt upp í loftið, yfir grindverk sem þarna var og snerist í loftinu. Við lentum svo, sem betur fer, á hjólunum. Þetta hefði getað farið svo miklu verr." Allir fjórir voru í belti og segir Ágúst það hafa bjargað þeim. „Ég er alveg viss um það,“ bætir hann við. Ágúst segir að hann og vinir hans þrír hafi sloppið með teljandi meiðsl. Einn vinur hans braut tennur og bein í andliti, annar fékk skurð. „En svo fengum við allir hnykk á hálsinn,“ bætir hann viðVonast til að aðrir geti lært af sínum mistökum Ágúst vonast til þess að geta miðlað reynslu sinni til annarra ökumanna. „Mistökin sem ég gerði voru bara þau að stoppa ekki strax og ég fann fyrir þreytunni. Við áttum ekki mikið eftir í Varmahlíð, þar sem við hefðum stoppað. En það skiptir engu máli. Maður á bara að stoppa strax. Þegar maður er að keyra lengi er mikilvægt að stoppa reglulega," segir hann og bætir við: „Ég vona bara að allir geti lært af þessu. Ég get ekki lagt næga áherslu á þetta; það er gríðarlega mikilvægt að stoppa. Þetta getur komið fyrir alla. Allir verða að fara varlega.“ Hann segist hugsa mikið um slysið og hvernig hlutirnir hefðu getað þróast öðruvísi. „Þetta er búið að hafa rosalega mikil áhrif á okkur. Við vorum náttúrulega ofboðslega heppnir að lenda á dekkjunum. Annars hefði þetta getað farið miklu, miklu verr."Bíllinn er gjörónýtur. Á þessum myndum má sjá hvernig húddið á bílnum flettist upp.Ellefu ráð frá SamgöngustofuÞórhildur Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Samgöngustofu, tiltekur ellefu ráð fyrir ökumenn, til þess að koma í veg fyrir að þeir dotti undir stýri:1.Fáið góðan nætursvefn fyrir akstur, helst 8 klst.2.Takið hlé frá akstri á hverjum 160 km eða á tveggja stunda fresti í langferðum3.Látið blása köldu í miðstöðinni4.Hafið með ykkur ferðafélaga sem getur fylgst með ykkur og gætt að þreytueinkennum5.Forðist áfengi og sljóvgandi lyf6.Ef þið eruð þreytt takið ykkur þá lúr eða drekkið drykk sem inniheldur koffín áður en þið farið af stað 7.Ráðfærið ykkur við lækni ef þið eruð oft syfjuð á daginn eða eigið erfitt með að sofa um nætur8.Ef syfja leitar á stöðvið aksturinn, farið útaf veginum á öruggum stað og sofnið augnablik, 15 mín ætti að nægja9.Látið farþega taka við akstrinum10.Drekkið drykk sem inniheldur koffín11.Treystið ekki á ,,ráð gegn syfjuakstriÁ vef forvarnarhússins má einnig finna ráðleggingar til að koma í veg fyrir að maður sofni undir stýri. Þar segir meðal annars:„* Ekki aka of lengi í einu. Hvíldu þig öðru hverju við aksturinn, teygðu fæturna og andaðu að þér fersku lofti.* Finnir þú til þreytu skaltu stöðva bílinn þar sem hann veldur ekki hættu og leggja þig í 15-20 mínútur.„ Hér að neðan má sjá myndband með fleiri ráðleggingum.
Tengdar fréttir Svefn undir stýri: Fjórir látist og 53 slasast alvarlega Alls slösuðust 331 í slysum vegna þess að ökumaður dottaði undir stýri frá árunum 2006 til 2013. 8. ágúst 2014 07:00 „Alveg glatað að þurfa að lenda í slysi til þess að opna augun fyrir þessu" Óli Geir segir frá bílveltu sem hann lenti í fyrir nokkrum árum eftir að hann sofnaði undir stýri. Hann hvetur fólk til þess að keyra ekki syfjað. 5. ágúst 2014 14:59 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Svefn undir stýri: Fjórir látist og 53 slasast alvarlega Alls slösuðust 331 í slysum vegna þess að ökumaður dottaði undir stýri frá árunum 2006 til 2013. 8. ágúst 2014 07:00
„Alveg glatað að þurfa að lenda í slysi til þess að opna augun fyrir þessu" Óli Geir segir frá bílveltu sem hann lenti í fyrir nokkrum árum eftir að hann sofnaði undir stýri. Hann hvetur fólk til þess að keyra ekki syfjað. 5. ágúst 2014 14:59