Erlent

Dönsk list of fordómafull fyrir Svía

Atli Ísleifsson skrifar
Moren Nielsen, forsvarsmaður sýningarinnar, segir sýninguna þó fagna fjölbreytninni.
Moren Nielsen, forsvarsmaður sýningarinnar, segir sýninguna þó fagna fjölbreytninni. Mynd/medandreojne.com
Hætt hefur verið opnun danskrar listasýningar í Malmö í Svíþjóð eftir mótmæli fjölda fólks sem þótti sýningin vera of fordómafull.  

Til stóð að opna sýninguna í tengslum við árlega borgarhátíð sem nú stendur yfir, en á henni má sjá myndir af fólki og notast við farða í þeim tilgangi að „breyta“ uppruna fólksins.

Forsvarsmenn sýningarinnar, sem gengur undir nafninu „Með öðrum augum“, bjóða fólki upp á að láta förðunarmeistara að breyta útlit þess svo að það geti svo gengið um og séð heiminn með annarra manna augum.

Um 200 rituðu þó nafn sitt á undarskrifarlista þar sem sýningunni var mótmælt og var í kjölfarið hætt við opnun hennar. Moren Nielsen, forsvarsmaður sýningarinnar, segir sýninguna þó fagna fjölbreytninni.

Talsmenn hátíðarinnar í Malmö hafa hins vegar beðist afsökunar ef fólki hafi miðboðið. „Við tökum gagnrýnina mjög alvarlega. Þessi hluti dagskrárinnar tók óvænta stefnu og höfum við ákveðið að hætta við sýninguna,“ er haft eftir Pellu Ström á heimasíðu hátíðarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×