Erlent

Dómstóll í Köln bannar umskurð drengja

Gyðingar í Þýskalandi eru æfir af reiði eftir að dómstóll í Köln komst að þeirri niðurstöðu að banna bæri umskurð á ungum drengjum. Gyðingatrú krefst þess að drengir séu umskornir.

Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að réttur barns væri æðri rétti foreldra þegar um umskurð væri að ræða en Gyðingar segja á móti að niðurstaða dómsins sé inngrip í trú þeirra og frelsi til að velja.

Talið er að þessi niðurstaða í Köln hafi fordæmisgildi fyrir allt Þýskaland.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×