Viðskipti innlent

Dóms­for­maður víkur sæti í markaðs­mis­notkunar­máli Glitnis

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Sigríður Hjaltested víkur sæti vegna persónulegra tengsla.
Sigríður Hjaltested víkur sæti vegna persónulegra tengsla. vísir/valli
Sigríður Hjaltested, dómsformaður í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis, mun víkja sæti í málinu vegna persónulegra tengsla. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Mbl.is greindi fyrst frá.

Sigríður lagði sjálf til að hún viki sæti, en fyrrverandi eiginmaður hennar var starfsmaður Glitnis þegar meint brot áttu sér stað. Nafn hans kemur jafnframt fyrir í gögnum málsins og því gæti hann þurft að bera vitni.

Verjendur sakborninganna höfðu jafnframt gert athugasemdir við tengsl Sigríðar, en hún tók við málinu af Arngrími Ísberg.

Ekki er búið að skipa nýjan dómsformann í málinu.


Tengdar fréttir

Lárus hafi ákveðið að bjóða starfsmönnum bankans að kaupa hlutabréf í Glitni með lánum frá bankanum sjálfum

Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, er ákærður fyrir umboðssvik vegna milljarða lánveitinga til fjórtán einkahlutafélaga í eigu jafnmargra starfsmanna bankans. Lánveitingarnar eru hluti af ákæru héraðssaksóknara í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem þingfest verður í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 15. apríl næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×