Erlent

Dómsdagsspámaður dvelur heima í dag

Bandaríski útvarpsprédikarinn Harold Camping sem lýst hefur því yfir að dómsdagur renni upp á morgun ætlar að verja síðasta degi sínum með eiginkonunni á heimili þeirra í Kaliforníu.

Camping sem er forstöðumaður safnaðar sem rekur 66 útvarpsstöðvar segist hafa reiknað það nákvæmlega út að jörðinni verði tortímt á morgun. Þessir útreikningar hans byggja á Sköpunarsögunni og Opinberunarbók Nýja testamentisins.

Camping hefur áður spáð heimsendi. Það var árið 1994 en þá átti endurkoma Krists að verða og lokauppgjörið við djöfulinn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×