Tónlist

Dómari vitnaði í lög Swift í úrskurðarorðum sínum

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Swift hristi þennan mann af sér líkt og svo margt annað.
Swift hristi þennan mann af sér líkt og svo margt annað. vísir/getty
Dómari í Bandaríkjunum hefur hafnað kröfu R&B tónlistarmannsins Jesse Graham þess efnis að Taylor Swift greiði honum 42 milljónir dollara fyrir að stela línu úr lagi hans. Línan, „haters gonna hate“ kemur fyrir í lagi Swift, Shake it Off.

Kröfunni var hafnað á þeim grundvelli að Graham hefði bara alls ekki fundið upp á frasanum „haters gonna hate“. Málssóknin þótti hin undarlegasta frá upphafi en áður hafði Graham farið fram á að hann yrði gerður einn af meðhöfundum lagsins og fengi að taka „selfie“ af sér og Swift saman.



Dómarinn sem kvað upp úrskurð í málinu virðist hins vegar hafa haft skopskyn fyrir því öllu saman því í úrskurðarorðinu má finna fjöldan allan af vísunum í texta Swift. Má þar á meðal nefna lög á borð við Blank Space, Shake it Off og Bad Blood en það má ábyggilega finna fleiri.

Úrskurðarorðin má finna hér að ofan og nú er bara spurning hvað lesendur Vísis geta fundið margar vísanir í Swift í þeim.


Tengdar fréttir

Stíliseraði Taylor Swift fyrir Blank Space

Edda Guðmundsdóttir hefur starfað sem stílisti erlendis í fjölda ára. Hún stíliseraði Taylor Swift fyrir myndbandið Blank Space, sem vann til tveggja verðlauna á VMA-verðlaunahátíðinni á dögunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×