Deilt um úthutun hjúkrunarrýma á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. maí 2014 18:25 Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar segir það óskiljanlega ákvörðun að ákveðið hafi verið flytja ný hjúkrunarrými frá Árnessýslu á önnur svæði á Suðurlandi því í sýslunni bíði þrettán manns, allt veikt fólk í brýnni þörf að komast inn á hjúkrunarheimili. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar er ekki hress þessa dagana þegar litið er á stöðu hjúkrunarrýma í Árnessýslu því plássunum fækkar og fækkar á meðan biðlistarnir lengjast. Um miðjan apríl voru tekin 4 hjúkrunarrými af Kumbaravogi á Stokkseyri fyrir tilstuðlan sveitarstjórnarmanna í Árnessýslu sem vildu koma þessum rýmum í notkun fyrir íbúa sýslunnar. Óskað var eftir því við ráðuneyti heilbrigðismála að tvö rými yrðu flutt á Sólvelli á Eyrarbakka og tvö að Ási í Hveragerði þar sem að ónotuð herbergi voru tilbúin og því hægt að taka strax inn í þessi rými. Af einhverju ástæðum ákveður svo heilbrigðisráðuneytið að nýta einungis tvö af þessu rýmum í Árnessýslu nánar tiltekið á Sólvöllum á Eyrarbakka en ganga fram hjá Ási í Hveragerði. Á sama tíma var fjölgað um 6 hjúkrunarrými í Rangárþingi en 1 dvalarrými tekið í staðinn. En hvað er nýjast í málinu í dag ? „Það gáfust möguleikar á að auka fjölda hjúkrunarrýma hér í Árnessýslu um fjögur en þess í stað þá eru tvö sett hingað og tvö sett annað. Okkur finnst þetta mjög sérstakt, sérstaklega í ljós þess að hér eru langir biðlistar og brýnt að brugðist sé við þeim,“ segir Aldís. Hún segir að sveitarstjórnarmenn í Árnessýslu sætti sig ekki við biðlistann. „Nei, alls ekki og við óskum skýringa, við viljum fá skýringar frá þeim sem þarna hafa ákveðið þetta, hvers vegna eru tekin hjúkrunarrými frá því svæði þar sem þörfin er hvað brýnust og sett annað,“ bætir hún við. En af hverju heldur hún að svona gerist ? „Ég get ekki svarað því, ég hreint skil það ekki, þetta er að mínu mati óskiljanleg ákvörðun.“ Aldís gagnrýnir þingmenn Suðurkjördæmis og á þessi skilaboð til þeirra. „Fyrst og fremst óskum við svara, hvers vegna var þetta gert svona og með hvaða hætti á þá að bregðast við þeim vanda sem eftir stendur,“ segir hún. Eru þingmenn Suðurkjördæmis að klikka í þessu máli ? „Ég vona ekki, ég vona að við fáum skýringar á þessu og að sjálfsögðu búumst við því að við fáum aukningu á hjúkrunarrými því það er svo sannarlega þörf á því,“ segir bæjarstjórinn. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Sjá meira
Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar segir það óskiljanlega ákvörðun að ákveðið hafi verið flytja ný hjúkrunarrými frá Árnessýslu á önnur svæði á Suðurlandi því í sýslunni bíði þrettán manns, allt veikt fólk í brýnni þörf að komast inn á hjúkrunarheimili. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar er ekki hress þessa dagana þegar litið er á stöðu hjúkrunarrýma í Árnessýslu því plássunum fækkar og fækkar á meðan biðlistarnir lengjast. Um miðjan apríl voru tekin 4 hjúkrunarrými af Kumbaravogi á Stokkseyri fyrir tilstuðlan sveitarstjórnarmanna í Árnessýslu sem vildu koma þessum rýmum í notkun fyrir íbúa sýslunnar. Óskað var eftir því við ráðuneyti heilbrigðismála að tvö rými yrðu flutt á Sólvelli á Eyrarbakka og tvö að Ási í Hveragerði þar sem að ónotuð herbergi voru tilbúin og því hægt að taka strax inn í þessi rými. Af einhverju ástæðum ákveður svo heilbrigðisráðuneytið að nýta einungis tvö af þessu rýmum í Árnessýslu nánar tiltekið á Sólvöllum á Eyrarbakka en ganga fram hjá Ási í Hveragerði. Á sama tíma var fjölgað um 6 hjúkrunarrými í Rangárþingi en 1 dvalarrými tekið í staðinn. En hvað er nýjast í málinu í dag ? „Það gáfust möguleikar á að auka fjölda hjúkrunarrýma hér í Árnessýslu um fjögur en þess í stað þá eru tvö sett hingað og tvö sett annað. Okkur finnst þetta mjög sérstakt, sérstaklega í ljós þess að hér eru langir biðlistar og brýnt að brugðist sé við þeim,“ segir Aldís. Hún segir að sveitarstjórnarmenn í Árnessýslu sætti sig ekki við biðlistann. „Nei, alls ekki og við óskum skýringa, við viljum fá skýringar frá þeim sem þarna hafa ákveðið þetta, hvers vegna eru tekin hjúkrunarrými frá því svæði þar sem þörfin er hvað brýnust og sett annað,“ bætir hún við. En af hverju heldur hún að svona gerist ? „Ég get ekki svarað því, ég hreint skil það ekki, þetta er að mínu mati óskiljanleg ákvörðun.“ Aldís gagnrýnir þingmenn Suðurkjördæmis og á þessi skilaboð til þeirra. „Fyrst og fremst óskum við svara, hvers vegna var þetta gert svona og með hvaða hætti á þá að bregðast við þeim vanda sem eftir stendur,“ segir hún. Eru þingmenn Suðurkjördæmis að klikka í þessu máli ? „Ég vona ekki, ég vona að við fáum skýringar á þessu og að sjálfsögðu búumst við því að við fáum aukningu á hjúkrunarrými því það er svo sannarlega þörf á því,“ segir bæjarstjórinn.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Sjá meira