Innlent

Deiliskipulag fyrir Landspítalalóð samþykkt

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mörg ár eru liðin síðan farið var að ræða byggingu nýs Landspítala.
Mörg ár eru liðin síðan farið var að ræða byggingu nýs Landspítala.
Deiliskipulag fyrir Landspítalalóðina var samþykkt í skipulagsráði í morgun. Þetta er eitthvert umfangsmesta mál sem skipulagsráð hefur fengist við að undanförnu, en fjallað hefur verið um málið á um 30 fundum samkvæmt upplýsingum frá Hjálmari Sveinssyni, varaformanni nefndarinnar.

Í bókun meirihluta skipulagsráðs frá í morgun stendur að undirbúningur að uppbyggingu við Landspítalann hafi staðið í meira en 10 ár. Að baki séu tvær alþjóðlegar samkeppnir. Auk þess hafi verið unnar fjölmargar skýrslur og úttektir um fyrirhugaða uppbyggingu: staðsetningu, byggingarmagn og umferðarmál. Fá mál hafa fengið jafnmikla kynningu meðal almennings og umfjöllun í skipulagsráði.

„Hinar fjölmörgu athugasemdir sem borist hafa eru skiljanlegar. Samhljóma athugasemdir bárust á fyrri stigum. Þær höfðu áhrif á endanlega útfærslu skipulagsins. Nákvæm og ítarleg svör við öllum athugasemdum liggja nú fyrir. Skipulagsráð telur að þar sé með sannfærandi hætti sýnt fram að staðsetning nýja spítalans er skynsamleg, að umferðarmál séu ásættanleg og þörf á byggingarmagni vel rökstudd af uppbyggingaraðila," segir í bókuninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×