Handbolti

Deildarmeistarar Arons byrja á sigri í úrslitakeppninni

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Aron Kristjánsson á hliðarlínunni með KIF.
Aron Kristjánsson á hliðarlínunni með KIF. vísir/daníel
Aron Kristjánsson og lærisveinar hans komust aftur á sigurbraut í kvöld eftir vonbrigði helgarinnar þar sem þeir töpuðu í undanúrslitum dönsku bikarkeppninnar í handbolta.

Úrslitakeppnin í dönsku úrvalsdeildinni hófst í kvöld en eins og vanalega er spilað í tveimur fjögurra liða riðlum. KIF Kolding Köbenhavn er deildarmeistari og tekur því tvö stig með sér í sinn riðil.

KIF vann öruggan sigur á Århus, 31-25, á útivelli í kvöld en meistararnir voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 16-11.

Danski landsliðsmaðurinn Bo Spelleberg og Magnus Landin Jacobsen, bróðir landsliðsmarkvarðarins Nicklas Landin, voru markahæstir í liði KIF með sex mörk.

Markvörðurinn skemmtilegi Kasper Hvidt, sem varði mark Dana áður en Nicklas Landin tók við, skoraði tvö mörk yfir allan völlinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×