Enski boltinn

De Gea: Mitt besta tímabil á ferlinum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
De Gea var valinn leikmaður ársins hjá Manchester United þriðja árið í röð.
De Gea var valinn leikmaður ársins hjá Manchester United þriðja árið í röð. vísir/getty
David De Gea, markvörður Manchester United, segir að tímabilið í ár sé það besta á hans ferli.

De Gea hélt 15 sinnum hreinu í 34 leikjum í ensku úrvalsdeildinni í vetur en aðeins Petr Cech hjá Arsenal hélt marki sínu oftar hreinu (16).

Sjá einnig: Smalling eyðilagði fyrir De Gea

„Þetta er mitt besta tímabil. Ég er í frábæru líkamlegu ásigkomulagi og mjög einbeittur,“ sagði De Gea sem var valinn leikmaður ársins hjá United þriðja árið í röð.

Spánverjinn vill klára tímabilið með titli en United mætir Crystal Palace í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar á Wembley á morgun.

„Ef við vinnum bikarinn er þetta gott tímabil. Við erum staðráðnir í að vinna svona mikilvægan titil fyrir okkur og stuðningsmennina,“ sagði De Gea sem var hársbreidd frá því að ganga til liðs við Real Madrid á lokadegi félagaskiptagluggans í fyrra.

Bikarúrslitaleikur Manchester United og Crystal Palace hefst klukkan 16:30 á morgun og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 HD.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×