Davíð: Hef ekki einhvern voðalegan metnað til að verða forseti sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 13. maí 2016 08:42 Davíð Oddsson mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun. Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi segist búinn að svala öllum sínum metnaði. Hann hafi engan sérstakan metnað til þess að verða forseti – en verði hann kjörinn muni hann standa sig vel, enda komi þekking hans og reynsla í gegnum tíðina til með að nýtast þjóðinni vel. „Ég hef ekki einhvern voðalegan metnað til þess. Ég er búinn að svala öllum mínum metnaði. Ég er búinn að koma í allar hallir heimsins. Ég er búinn að fara fimm eða sex sinnum í Hvíta húsið, hitta alla kónga og fimm forseta Bandaríkjanna og allt þetta. Þannig að ég er ekkert uppnæmur yfir því þannig að ég get ekki gert það upp að ég sé eitthvað ofboðslega spenntur fyrir því,“ sagði Davíð í Bítinu á Bylgjunni. Hann sagðist hafa farið í öll þau boð sem hann hafi langað til að fara í. Nú vilji hann helst vera með barnabörnum sínum. „Ég held ég gæti verið ágætlega þægilegur í boði og myndi gera það vel held ég. Nú eru boðin sem mig langar til að vera í með sonardætrum mínum, Ástríði og Dagnýju. [...] Ég held ég geti alveg gert þetta vel en ég get ekki leikið það að ég sé hérna alveg tifandi af þrá að fá að vera forseti. Það er ekki þannig. Þannig að ef þjóðin vill fá einhvern annan þá getur hún alveg verið róleg gagnvart mér. Ég myndi taka því afskaplega vel.“Vill opna Bessastaði Aðspurður sagði Davíð að, ef hann yrði kjörinn, að fólk myndi sjá aðra hlið á honum sem fólk þekki. „Þið mynduð sjá dálítið öðruvísi Davíð,“ sagði hann. Þá sé hans mikla reynsla meðal annars til þess fallin að ekkert gæti sett hann úr jafnvægi. „En á hinn bóginn myndi ég líka vera þess konar forseti held ég að ég myndi segja sem svo að það á að færa forsetann að fólkinu. Eða fólkið að forsetanum. Það hefur verið þannig undanfarið að forsetinn hefur verið erlendis eitt ár af hverjum fjórum á kjörtímabilinu, jafnvel meira. Ég er hins vegar þannig gerður að ég vil vera heima hjá mér,“ sagði hann. Hann myndi skera niður ferðalög og dagpeningakostnað og frekar nýta peninginn í að gefa fólkinu kost á að heimsækja forsetann á Bessastöðum.Hlusta má á viðtalið við Davíð í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Starfsmenn Morgunblaðsins hvattir til að skrifa undir framboð Davíðs Stendur tæpt með undirskriftir fyrir forsetaframboð Davíðs Oddssonar. 12. maí 2016 14:40 Davíð opnar á Grensás Davíð Oddsson opnar kosningamiðstöð. 11. maí 2016 13:41 Davíðs saga Oddssonar: Einkavæðingin, Íraksstríðið, Big Mac og Bermúdaskál Það hefur vart farið framhjá mörgum að Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins er kominn í forsetaframboð. Davíð er afar umdeildur maður enda á hann að baki langan og litríkan feril í stjórnmálum sem hófst fyrir meira en 40 árum þegar hann var fyrst kjörinn í borgarstjórn árið 1974, þá 26 ára gamall. 11. maí 2016 13:15 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi segist búinn að svala öllum sínum metnaði. Hann hafi engan sérstakan metnað til þess að verða forseti – en verði hann kjörinn muni hann standa sig vel, enda komi þekking hans og reynsla í gegnum tíðina til með að nýtast þjóðinni vel. „Ég hef ekki einhvern voðalegan metnað til þess. Ég er búinn að svala öllum mínum metnaði. Ég er búinn að koma í allar hallir heimsins. Ég er búinn að fara fimm eða sex sinnum í Hvíta húsið, hitta alla kónga og fimm forseta Bandaríkjanna og allt þetta. Þannig að ég er ekkert uppnæmur yfir því þannig að ég get ekki gert það upp að ég sé eitthvað ofboðslega spenntur fyrir því,“ sagði Davíð í Bítinu á Bylgjunni. Hann sagðist hafa farið í öll þau boð sem hann hafi langað til að fara í. Nú vilji hann helst vera með barnabörnum sínum. „Ég held ég gæti verið ágætlega þægilegur í boði og myndi gera það vel held ég. Nú eru boðin sem mig langar til að vera í með sonardætrum mínum, Ástríði og Dagnýju. [...] Ég held ég geti alveg gert þetta vel en ég get ekki leikið það að ég sé hérna alveg tifandi af þrá að fá að vera forseti. Það er ekki þannig. Þannig að ef þjóðin vill fá einhvern annan þá getur hún alveg verið róleg gagnvart mér. Ég myndi taka því afskaplega vel.“Vill opna Bessastaði Aðspurður sagði Davíð að, ef hann yrði kjörinn, að fólk myndi sjá aðra hlið á honum sem fólk þekki. „Þið mynduð sjá dálítið öðruvísi Davíð,“ sagði hann. Þá sé hans mikla reynsla meðal annars til þess fallin að ekkert gæti sett hann úr jafnvægi. „En á hinn bóginn myndi ég líka vera þess konar forseti held ég að ég myndi segja sem svo að það á að færa forsetann að fólkinu. Eða fólkið að forsetanum. Það hefur verið þannig undanfarið að forsetinn hefur verið erlendis eitt ár af hverjum fjórum á kjörtímabilinu, jafnvel meira. Ég er hins vegar þannig gerður að ég vil vera heima hjá mér,“ sagði hann. Hann myndi skera niður ferðalög og dagpeningakostnað og frekar nýta peninginn í að gefa fólkinu kost á að heimsækja forsetann á Bessastöðum.Hlusta má á viðtalið við Davíð í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Starfsmenn Morgunblaðsins hvattir til að skrifa undir framboð Davíðs Stendur tæpt með undirskriftir fyrir forsetaframboð Davíðs Oddssonar. 12. maí 2016 14:40 Davíð opnar á Grensás Davíð Oddsson opnar kosningamiðstöð. 11. maí 2016 13:41 Davíðs saga Oddssonar: Einkavæðingin, Íraksstríðið, Big Mac og Bermúdaskál Það hefur vart farið framhjá mörgum að Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins er kominn í forsetaframboð. Davíð er afar umdeildur maður enda á hann að baki langan og litríkan feril í stjórnmálum sem hófst fyrir meira en 40 árum þegar hann var fyrst kjörinn í borgarstjórn árið 1974, þá 26 ára gamall. 11. maí 2016 13:15 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Starfsmenn Morgunblaðsins hvattir til að skrifa undir framboð Davíðs Stendur tæpt með undirskriftir fyrir forsetaframboð Davíðs Oddssonar. 12. maí 2016 14:40
Davíðs saga Oddssonar: Einkavæðingin, Íraksstríðið, Big Mac og Bermúdaskál Það hefur vart farið framhjá mörgum að Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins er kominn í forsetaframboð. Davíð er afar umdeildur maður enda á hann að baki langan og litríkan feril í stjórnmálum sem hófst fyrir meira en 40 árum þegar hann var fyrst kjörinn í borgarstjórn árið 1974, þá 26 ára gamall. 11. maí 2016 13:15
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent