Davíð: Hef ekki einhvern voðalegan metnað til að verða forseti sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 13. maí 2016 08:42 Davíð Oddsson mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun. Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi segist búinn að svala öllum sínum metnaði. Hann hafi engan sérstakan metnað til þess að verða forseti – en verði hann kjörinn muni hann standa sig vel, enda komi þekking hans og reynsla í gegnum tíðina til með að nýtast þjóðinni vel. „Ég hef ekki einhvern voðalegan metnað til þess. Ég er búinn að svala öllum mínum metnaði. Ég er búinn að koma í allar hallir heimsins. Ég er búinn að fara fimm eða sex sinnum í Hvíta húsið, hitta alla kónga og fimm forseta Bandaríkjanna og allt þetta. Þannig að ég er ekkert uppnæmur yfir því þannig að ég get ekki gert það upp að ég sé eitthvað ofboðslega spenntur fyrir því,“ sagði Davíð í Bítinu á Bylgjunni. Hann sagðist hafa farið í öll þau boð sem hann hafi langað til að fara í. Nú vilji hann helst vera með barnabörnum sínum. „Ég held ég gæti verið ágætlega þægilegur í boði og myndi gera það vel held ég. Nú eru boðin sem mig langar til að vera í með sonardætrum mínum, Ástríði og Dagnýju. [...] Ég held ég geti alveg gert þetta vel en ég get ekki leikið það að ég sé hérna alveg tifandi af þrá að fá að vera forseti. Það er ekki þannig. Þannig að ef þjóðin vill fá einhvern annan þá getur hún alveg verið róleg gagnvart mér. Ég myndi taka því afskaplega vel.“Vill opna Bessastaði Aðspurður sagði Davíð að, ef hann yrði kjörinn, að fólk myndi sjá aðra hlið á honum sem fólk þekki. „Þið mynduð sjá dálítið öðruvísi Davíð,“ sagði hann. Þá sé hans mikla reynsla meðal annars til þess fallin að ekkert gæti sett hann úr jafnvægi. „En á hinn bóginn myndi ég líka vera þess konar forseti held ég að ég myndi segja sem svo að það á að færa forsetann að fólkinu. Eða fólkið að forsetanum. Það hefur verið þannig undanfarið að forsetinn hefur verið erlendis eitt ár af hverjum fjórum á kjörtímabilinu, jafnvel meira. Ég er hins vegar þannig gerður að ég vil vera heima hjá mér,“ sagði hann. Hann myndi skera niður ferðalög og dagpeningakostnað og frekar nýta peninginn í að gefa fólkinu kost á að heimsækja forsetann á Bessastöðum.Hlusta má á viðtalið við Davíð í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Starfsmenn Morgunblaðsins hvattir til að skrifa undir framboð Davíðs Stendur tæpt með undirskriftir fyrir forsetaframboð Davíðs Oddssonar. 12. maí 2016 14:40 Davíð opnar á Grensás Davíð Oddsson opnar kosningamiðstöð. 11. maí 2016 13:41 Davíðs saga Oddssonar: Einkavæðingin, Íraksstríðið, Big Mac og Bermúdaskál Það hefur vart farið framhjá mörgum að Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins er kominn í forsetaframboð. Davíð er afar umdeildur maður enda á hann að baki langan og litríkan feril í stjórnmálum sem hófst fyrir meira en 40 árum þegar hann var fyrst kjörinn í borgarstjórn árið 1974, þá 26 ára gamall. 11. maí 2016 13:15 Mest lesið Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi segist búinn að svala öllum sínum metnaði. Hann hafi engan sérstakan metnað til þess að verða forseti – en verði hann kjörinn muni hann standa sig vel, enda komi þekking hans og reynsla í gegnum tíðina til með að nýtast þjóðinni vel. „Ég hef ekki einhvern voðalegan metnað til þess. Ég er búinn að svala öllum mínum metnaði. Ég er búinn að koma í allar hallir heimsins. Ég er búinn að fara fimm eða sex sinnum í Hvíta húsið, hitta alla kónga og fimm forseta Bandaríkjanna og allt þetta. Þannig að ég er ekkert uppnæmur yfir því þannig að ég get ekki gert það upp að ég sé eitthvað ofboðslega spenntur fyrir því,“ sagði Davíð í Bítinu á Bylgjunni. Hann sagðist hafa farið í öll þau boð sem hann hafi langað til að fara í. Nú vilji hann helst vera með barnabörnum sínum. „Ég held ég gæti verið ágætlega þægilegur í boði og myndi gera það vel held ég. Nú eru boðin sem mig langar til að vera í með sonardætrum mínum, Ástríði og Dagnýju. [...] Ég held ég geti alveg gert þetta vel en ég get ekki leikið það að ég sé hérna alveg tifandi af þrá að fá að vera forseti. Það er ekki þannig. Þannig að ef þjóðin vill fá einhvern annan þá getur hún alveg verið róleg gagnvart mér. Ég myndi taka því afskaplega vel.“Vill opna Bessastaði Aðspurður sagði Davíð að, ef hann yrði kjörinn, að fólk myndi sjá aðra hlið á honum sem fólk þekki. „Þið mynduð sjá dálítið öðruvísi Davíð,“ sagði hann. Þá sé hans mikla reynsla meðal annars til þess fallin að ekkert gæti sett hann úr jafnvægi. „En á hinn bóginn myndi ég líka vera þess konar forseti held ég að ég myndi segja sem svo að það á að færa forsetann að fólkinu. Eða fólkið að forsetanum. Það hefur verið þannig undanfarið að forsetinn hefur verið erlendis eitt ár af hverjum fjórum á kjörtímabilinu, jafnvel meira. Ég er hins vegar þannig gerður að ég vil vera heima hjá mér,“ sagði hann. Hann myndi skera niður ferðalög og dagpeningakostnað og frekar nýta peninginn í að gefa fólkinu kost á að heimsækja forsetann á Bessastöðum.Hlusta má á viðtalið við Davíð í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Starfsmenn Morgunblaðsins hvattir til að skrifa undir framboð Davíðs Stendur tæpt með undirskriftir fyrir forsetaframboð Davíðs Oddssonar. 12. maí 2016 14:40 Davíð opnar á Grensás Davíð Oddsson opnar kosningamiðstöð. 11. maí 2016 13:41 Davíðs saga Oddssonar: Einkavæðingin, Íraksstríðið, Big Mac og Bermúdaskál Það hefur vart farið framhjá mörgum að Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins er kominn í forsetaframboð. Davíð er afar umdeildur maður enda á hann að baki langan og litríkan feril í stjórnmálum sem hófst fyrir meira en 40 árum þegar hann var fyrst kjörinn í borgarstjórn árið 1974, þá 26 ára gamall. 11. maí 2016 13:15 Mest lesið Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Starfsmenn Morgunblaðsins hvattir til að skrifa undir framboð Davíðs Stendur tæpt með undirskriftir fyrir forsetaframboð Davíðs Oddssonar. 12. maí 2016 14:40
Davíðs saga Oddssonar: Einkavæðingin, Íraksstríðið, Big Mac og Bermúdaskál Það hefur vart farið framhjá mörgum að Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins er kominn í forsetaframboð. Davíð er afar umdeildur maður enda á hann að baki langan og litríkan feril í stjórnmálum sem hófst fyrir meira en 40 árum þegar hann var fyrst kjörinn í borgarstjórn árið 1974, þá 26 ára gamall. 11. maí 2016 13:15