Erlent

Dauðsföll í hernaðaraðgerðum í Úkraínu

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Úkraínski herinn skaut fimm aðskilnaðarsinna til bana í morgun, þegar hermenn reyndu að rífa niður vegatálma sem hafði verið reistur í borginni Slavyans. Spenna í austurhluta Úkraínu hefur verið mikil að undanförnu, en í gærkvöldi skutu hermenn þrjá aðskilnaðarsinna í annarri borg.

Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segir hernaðaraðgerðir Úkraínu gegn aðskilnaðarsinnunum vera mjög alvarlegan glæp og að aðgerðirnar myndu draga dilk á eftir sér.

„Ef stjórnvöld í Kænugarði eru byrjuð að nota herinn gegn íbúum landsins, er það án nokkurs vafa mjög alvarlegur glæpur,“ sagði forsetinn.

Fjallað er um málið á vef CNN.

Innanríkisráðuneyti Úkraínu, segir að blöðum hafi verið dreift til íbúa þar sem þeir séu hvattir til að halda kyrru fyrir á heimilum sínum og að börnum sé haldið inni. Þá eru íbúar einnig hvattir til að bregðast ekki við ógnunum né hlýða fyrirmælum sjálfskipaðra yfirvalda í Austur-Úkraínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×