Viðskipti erlent

Danir spara sér þúsundir milljarða á að vera utan evrunnar

Danskir hagfræðingar hafa reiknað það út að Danir hafi sparað sér þúsundir milljarða króna með því að halda sig fyrir utan evruna.

Fjallað er um málið í Jyllands Posten en þar segir að ef Danir hefðu verið með evruna sem mynt undanfarin 12 ár hefði það þegar kostað þjóðarbú þeirra 338 milljarða danskra króna eða sem svarar til rúmlega 7.000 milljarða króna.

Christian Björnskov lektor í hagfræði við viðskiptaháskólann í Árósum segir að það hafi verið snjall leikur hjá Dönum að taka ekki upp evruna í upphafi og síðan enn snjallara að forðast hana eftir það.

Í fyrrgreindi upphæð er m.a. að finna 87 milljarða danskra króna sem Danir hefðu þurft að borga inn í ESM, hinn sérstaka björgunarsjóð evrusvæðisins og 156 milljarða danskra króna sem Danir hefðu þurft að ábyrgjast í Evrópska seðlabankanum fari svo að eitt af evrulöndunum verður gjaldþrota.

Björnskov segir að engin önnur lönd en evrulöndin geti borgað reikninginn vegna vandamálanna á evrusvæðinu og Danir sleppi við þann bagga með því að hafa haldið í krónuna sína.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×