Erlent

Dani dæmdur fyrir tengsl við ISIS

Atli Ísleifsson skrifar
Talið er að 125 Danir hið minnsta hafi gengið til liðs við ISIS í Sýrlandi og Írak á síðustu árum.
Talið er að 125 Danir hið minnsta hafi gengið til liðs við ISIS í Sýrlandi og Írak á síðustu árum. Vísir/AFP
Dómstóll í Kaupmannahöfn hefur fundið 24 ára eiganda pizzustaðar sekan af því að tengjast hryðjuverkasamtökunum ISIS og haft í hyggju að fremja hryðjuverk. Dómurinn er sá fyrsti sinnar tegundar í Danmörku.

Í frétt SVT segir að saksóknari fari fram á sex ára dóm og að maðurinn, sem sé danskur og tyrkneskur ríkisborgari, verði sviptur dönskum ríkisborgararétti sínum og vísað úr landi eftir að hafa afplánað dóm sinn.

Í dómnum kemur fram að maðurinn hafi tekið virkan þátt í stríðs- og vopnaþjálfun á vegum ISIS, en á meðal sönnunargagna eru ljósmyndir þar sem maðurinn situr fyrir með riffil.

Sumarið 2013 ferðaðist maðurinn í tvígang til Sýrlands, um Tyrkland, og dvaldi fyrst í tíu daga og síðar heilan mánuð áður en hann hélt aftur til Danmerkur.

Maðurinn hefur hafnað því að hafa barist með hryðjuverkahópnum en viðurkennir að hafa starfað fyrir þá sem kokkur og bakari.

Talið er að 125 Danir hið minnsta hafi gengið til liðs við ISIS í Sýrlandi og Írak á síðustu árum. Að minnsta kosti 27 þeirra hafa látið lífið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×