Damon Albarn og David Byrne á plötu Ghostigital 7. október 2011 16:45 Einar Örn Benediktsson og Curver Thoroddsen fengu góða gesti til liðs við sig við upptökur á nýju plötunni, þar á meðal David Byrne og Damon Albarn. fréttablaðið/valli Tónlistarmennirnir heimsþekktu David Byrne og Damon Albarn eru á meðal góðra gesta á væntanlegri plötu hljómsveitarinnar Ghostigital, Division of Culture and Turism. „Byrne kom hingað til lands einhvern tímann og þá spurði ég hvort hann væri ekki til í að vera með okkur á plötu og hann sagði: „Já, endilega“,“ segir Einar Örn. „Við létum hann fá lagið [Dreamland] og hann fór með það heim, kláraði og sendi.“ Sykurmolinn fyrrverandi er að sjálfsögðu ánægður með samstarfið við Byrne, sem er þekktur sem fyrrverandi forsprakki hljómsveitarinnar Talking Heads. „Þetta er þrusuflott sem hann gerir. Hann er algjört æði.“ Einar Örn og Íslandsvinurinn Damon Albarn hafa lengi verið vinir. „Ég var að spila fyrir hann grunnana og sýna honum hvað við værum að gera. Þá sagði hann: „Má ég fá eitt lag?“ Ég sendi honum þrjú lög og hann valdi eitt og spilar á píanó í því.“ Einar Örn hafði áður sungið fyrir Albarn í lagi sem átti að hljóma á plötu Gorillaz, Plastic Beach. „Þeir sáu sóma sinn í að nota mig ekki í lokaútgáfunni. Ég var inni á kynningarmyndunum, teiknaður inn sem páfagaukur, þannig að ég notaði ekki allt píanóið sem hann gerði fyrir mig, bara til að ná mér niðri á honum.“ Aðrir gestir á plötu Ghostigital eru King Buzzo úr bandarísku hljómsveitinni Melvins, Alan Vega úr hinni áhrifamiklu sveit Suicide, rapparinn Sensational og Nick Zinner, gítarleikari Yeah Yeah Yeahs. Þeim síðastnefnda kynntist Einar Örn þegar þeir fóru saman til Eþíópíu í fyrra ásamt tónlistarmönnum á borð við Alex Kapranos úr Franz Ferdinand og þeim Flea og Josh Klinghoffer úr Red Hot Chili Peppers. Verkefnið nefnist African Express og í því eru ólíkir tónlistarmenn leiddir saman. Um nokkurs konar andsvar við hátíðinni Band Aid er að ræða þar sem lögð er áhersla á að draga upp jákvæða ímynd af Eþíópíu. „Við spiluðum einn konsert saman, ég, Flea og Klinghoffer. Þetta var alveg stórkostlegt. Ég söng með þeim tveimur og Flea sagði að það hefði verið alveg magnað að hafa tekið þátt í þessu.“ freyr@frettabladid.is Mest lesið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Vetrartískan er mætt í Boozt með kósýheit Lífið samstarf Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir Fleiri fréttir Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Sjá meira
Tónlistarmennirnir heimsþekktu David Byrne og Damon Albarn eru á meðal góðra gesta á væntanlegri plötu hljómsveitarinnar Ghostigital, Division of Culture and Turism. „Byrne kom hingað til lands einhvern tímann og þá spurði ég hvort hann væri ekki til í að vera með okkur á plötu og hann sagði: „Já, endilega“,“ segir Einar Örn. „Við létum hann fá lagið [Dreamland] og hann fór með það heim, kláraði og sendi.“ Sykurmolinn fyrrverandi er að sjálfsögðu ánægður með samstarfið við Byrne, sem er þekktur sem fyrrverandi forsprakki hljómsveitarinnar Talking Heads. „Þetta er þrusuflott sem hann gerir. Hann er algjört æði.“ Einar Örn og Íslandsvinurinn Damon Albarn hafa lengi verið vinir. „Ég var að spila fyrir hann grunnana og sýna honum hvað við værum að gera. Þá sagði hann: „Má ég fá eitt lag?“ Ég sendi honum þrjú lög og hann valdi eitt og spilar á píanó í því.“ Einar Örn hafði áður sungið fyrir Albarn í lagi sem átti að hljóma á plötu Gorillaz, Plastic Beach. „Þeir sáu sóma sinn í að nota mig ekki í lokaútgáfunni. Ég var inni á kynningarmyndunum, teiknaður inn sem páfagaukur, þannig að ég notaði ekki allt píanóið sem hann gerði fyrir mig, bara til að ná mér niðri á honum.“ Aðrir gestir á plötu Ghostigital eru King Buzzo úr bandarísku hljómsveitinni Melvins, Alan Vega úr hinni áhrifamiklu sveit Suicide, rapparinn Sensational og Nick Zinner, gítarleikari Yeah Yeah Yeahs. Þeim síðastnefnda kynntist Einar Örn þegar þeir fóru saman til Eþíópíu í fyrra ásamt tónlistarmönnum á borð við Alex Kapranos úr Franz Ferdinand og þeim Flea og Josh Klinghoffer úr Red Hot Chili Peppers. Verkefnið nefnist African Express og í því eru ólíkir tónlistarmenn leiddir saman. Um nokkurs konar andsvar við hátíðinni Band Aid er að ræða þar sem lögð er áhersla á að draga upp jákvæða ímynd af Eþíópíu. „Við spiluðum einn konsert saman, ég, Flea og Klinghoffer. Þetta var alveg stórkostlegt. Ég söng með þeim tveimur og Flea sagði að það hefði verið alveg magnað að hafa tekið þátt í þessu.“ freyr@frettabladid.is
Mest lesið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Vetrartískan er mætt í Boozt með kósýheit Lífið samstarf Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir Fleiri fréttir Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Sjá meira