Dalvík – Indland norðursins Haukur R. Hauksson skrifar 21. mars 2015 07:00 Hingað til hafa bláfátækir Indverjar verið stórtækastir í því að rífa niður gömul og úrelt skip með handaflinu einu. Vegna óásættanlegra vinnuaðstæðna hefur ESB ákveðið að flytja þurfi starfsemina og þá dettur mönnum helst í hug ósnortnasta land Evrópu og taka til þess ca. 50 hektara lands við sjávarsíðuna. Sprengja kletta, steypa plön og viðlegukanta og girða af svæðið. Reisa svo eldspúandi bræðsluverksmiðju með tilheyrandi sjónmengun, hávaða og brennsluilmi er leggur yfir nágrennið. Það segir sig sjálft að þessi starfsemi fengi hvergi landvist annars staðar í Evrópu, svo vitlausir eru menn ekki. Halda svo að ekki þurfi að fara í umhverfismat – þótt einn vegspotti í Teigaskóg og nokkrar hríslur þar séu reyndar enn í slíku mati.Hvað hrífur? Lofað er 100 til 120 láglaunastörfum við niðurrif og bræðslu úreltra skipa. Svíinn vill fá full yfirráð yfir svæðinu og trúlega fara fram á að það verði tollfrítt. Annars þyrfti m.a. að tollafgreiða hvert skip. Af þessari starfsemi fengjust lítil eða engin gjöld, hvorki hafnargjöld né fasteignagjöld. Hagnaðurinn fer auðvitað til heimastöðva fyrirtækisins og þar greiðast skattar og skyldur. Spyrja má hvað TS Shipping ætlar að borga fyrir 50 hektara lands og rafmagnið. Eða má ekki spyrja að því? Af hverju er TS Shipping ekki einu sinni skráð með síma í Svíþjóð? Hvar er það yfirleitt skráð? Hvað er nákvæmlega á bak við þetta fyrirtæki?Vinnslan Gert er ráð fyrir að hingað komi árlega um það bil 60 úrelt skip til niðurrifs. Það er eins gott að þau haldist á floti meðan þau bíða niðurrifs. Hver ber ábyrgðina á hugsanlegu mengunarslysi ef slíkt gerist? Allur togarafloti Íslendinga telst um 50 skip, svo menn átti sig á magninu. Hvað fylgir þessum skipum þegar þau eru dregin að landi og opnuð? Ómælt magn af botngróðri og sjávardýrum, sveppum og jarðvegspöddum? Hvernig höndla menn það? Þá sleppa rotturnar í land, fegnar frelsinu. Við komu til landsins gerir tollurinn athugasemd við ósoðnar pulsur eða notaða veiðistöng. Hvaða matarúrgangar, mengaður fatnaður og annað slíkt skyldi leynast í yfirgefnu skipi? Skip er ekki bara stál. Hvað með öll spilliefnin, svo sem olíu, glussa, rafgeymasýrur og tugi annarra spilliefna? Í flestum eldri skipum voru innréttingarnar úr asbesti (vegna brunahættu). Hvernig á að höndla það og hvar á að urða öll þessi spilliefni sem eru í tonnum talin og á hvers kostnað?Verðfall eigna Ef Dalvíkurbyggð ætlar að bjóða gestum og gangandi upp á slíka sjónmengun, loftmengun, hávaða og reykspúandi bræðsluverksmiðju og hér um ræðir, umvafin fjallháum haugum af brotajárni og spilliefnum, með tugi ryðdalla úti fyrir ströndinni, gef ég lítið fyrir vinsældir staðarins. Eins er spurning hvort þetta fari vel við vinnslu sjávarafurða í næsta nágrenni. Ég fullyrði að verðfall yrði á öllum fasteignum á Dalvík og ódýrt yrði að kaupa sér sæluhús í Hrísey með brennsluilm í kaupbæti í réttri vindátt. Bjarni Th. Bjarnason, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar, hlýtur að hafa meiri metnað fyrir hönd síns fólks en þetta. Ekki sleppa TS Shipping við að svara öllum spurningum, hvorki hvað varðar framkvæmdina, fjármögnunina, skattamálin, arðsemina né ábyrgðina, og ekki síst hverjir þeir eru. Um þetta allt þarf að leggja fram áreiðanleg gögn, ekki orðagjálfur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Sjá meira
Hingað til hafa bláfátækir Indverjar verið stórtækastir í því að rífa niður gömul og úrelt skip með handaflinu einu. Vegna óásættanlegra vinnuaðstæðna hefur ESB ákveðið að flytja þurfi starfsemina og þá dettur mönnum helst í hug ósnortnasta land Evrópu og taka til þess ca. 50 hektara lands við sjávarsíðuna. Sprengja kletta, steypa plön og viðlegukanta og girða af svæðið. Reisa svo eldspúandi bræðsluverksmiðju með tilheyrandi sjónmengun, hávaða og brennsluilmi er leggur yfir nágrennið. Það segir sig sjálft að þessi starfsemi fengi hvergi landvist annars staðar í Evrópu, svo vitlausir eru menn ekki. Halda svo að ekki þurfi að fara í umhverfismat – þótt einn vegspotti í Teigaskóg og nokkrar hríslur þar séu reyndar enn í slíku mati.Hvað hrífur? Lofað er 100 til 120 láglaunastörfum við niðurrif og bræðslu úreltra skipa. Svíinn vill fá full yfirráð yfir svæðinu og trúlega fara fram á að það verði tollfrítt. Annars þyrfti m.a. að tollafgreiða hvert skip. Af þessari starfsemi fengjust lítil eða engin gjöld, hvorki hafnargjöld né fasteignagjöld. Hagnaðurinn fer auðvitað til heimastöðva fyrirtækisins og þar greiðast skattar og skyldur. Spyrja má hvað TS Shipping ætlar að borga fyrir 50 hektara lands og rafmagnið. Eða má ekki spyrja að því? Af hverju er TS Shipping ekki einu sinni skráð með síma í Svíþjóð? Hvar er það yfirleitt skráð? Hvað er nákvæmlega á bak við þetta fyrirtæki?Vinnslan Gert er ráð fyrir að hingað komi árlega um það bil 60 úrelt skip til niðurrifs. Það er eins gott að þau haldist á floti meðan þau bíða niðurrifs. Hver ber ábyrgðina á hugsanlegu mengunarslysi ef slíkt gerist? Allur togarafloti Íslendinga telst um 50 skip, svo menn átti sig á magninu. Hvað fylgir þessum skipum þegar þau eru dregin að landi og opnuð? Ómælt magn af botngróðri og sjávardýrum, sveppum og jarðvegspöddum? Hvernig höndla menn það? Þá sleppa rotturnar í land, fegnar frelsinu. Við komu til landsins gerir tollurinn athugasemd við ósoðnar pulsur eða notaða veiðistöng. Hvaða matarúrgangar, mengaður fatnaður og annað slíkt skyldi leynast í yfirgefnu skipi? Skip er ekki bara stál. Hvað með öll spilliefnin, svo sem olíu, glussa, rafgeymasýrur og tugi annarra spilliefna? Í flestum eldri skipum voru innréttingarnar úr asbesti (vegna brunahættu). Hvernig á að höndla það og hvar á að urða öll þessi spilliefni sem eru í tonnum talin og á hvers kostnað?Verðfall eigna Ef Dalvíkurbyggð ætlar að bjóða gestum og gangandi upp á slíka sjónmengun, loftmengun, hávaða og reykspúandi bræðsluverksmiðju og hér um ræðir, umvafin fjallháum haugum af brotajárni og spilliefnum, með tugi ryðdalla úti fyrir ströndinni, gef ég lítið fyrir vinsældir staðarins. Eins er spurning hvort þetta fari vel við vinnslu sjávarafurða í næsta nágrenni. Ég fullyrði að verðfall yrði á öllum fasteignum á Dalvík og ódýrt yrði að kaupa sér sæluhús í Hrísey með brennsluilm í kaupbæti í réttri vindátt. Bjarni Th. Bjarnason, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar, hlýtur að hafa meiri metnað fyrir hönd síns fólks en þetta. Ekki sleppa TS Shipping við að svara öllum spurningum, hvorki hvað varðar framkvæmdina, fjármögnunina, skattamálin, arðsemina né ábyrgðina, og ekki síst hverjir þeir eru. Um þetta allt þarf að leggja fram áreiðanleg gögn, ekki orðagjálfur.
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar