MÁNUDAGUR 27. MARS NÝJAST 19:25

Ţessir eru bestir í B-deildinni

SPORT

Dagur gćti hugsađ sér ađ ţjálfa fótboltaliđ í framtíđinni

 
Handbolti
10:30 02. FEBRÚAR 2016
Dagur Sigurđsson ţakkar ţýsku ţjóđinni fyrir stuđninginn á sigurhátíđinni í Berlín í gćr.
Dagur Sigurđsson ţakkar ţýsku ţjóđinni fyrir stuđninginn á sigurhátíđinni í Berlín í gćr. VÍSIR/GETTY

Dagur Sigurðsson, þjálfari Evrópumeistara Þýskalands í handbolta, gæti í framtíðinni orðið fótboltaþjálfari. Dagur stýrði ungu þýsku landsliði til sigurs á Evrópumótinu í Póllandi á sunnudaginn þegar það lagði Spán, 24-17, í úrslitaleik.

„Ég hef áður íhugað þann möguleika en aldrei hugsað þá hugsun til enda,“ segir Dagur um möguleikann að gerast fótboltaþjálfari í viðtali við þýska blaðið Bild-Zeitung í dag.

„Ég held ég gæti þjálfað fótboltalið. Þetta er allt svipað. Auðvitað er taktíkin öðruvísi en þetta er eins þegar kemur að því að leiða sveit manna. Það er alveg eins hvort sem þú ert í fyrirtækjarekstri eða með íþróttalið,“ segir Dagur.

Dagur vill gefa sér og strákunum smá tíma til að fagna Evrópumeistaratitlinum en svo þurfa allir að koma sér niður á jörðina og fara að hugsa um Ólympíuleikana eftir fjögur ár.

„Við erum bestir núna. Evrópumeistararnir eru besta lið heims á hverri stundu en við munum leggja mikið á okkur til að halda okkur á toppnum,“ segir Dagur.

„Nú verðum við að stefna saman á Ólympíuleikana 2020,“ segir Dagur, en þýska liðið er nú þegar komið inn á Ólympíuleikana í Ríó sem fara fram í ágúst á þessu ári. Dagur er með samning fram yfir ÓL 2020.

„Við verðum að leyfa okkur að fagna núna en svo þurfum við að sýna auðmýkt. Við þurfum að leggja mikið á okkur og fá einbeitinguna aftur,“ segir Dagur Sigurðsson.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Dagur gćti hugsađ sér ađ ţjálfa fótboltaliđ í framtíđinni
Fara efst