Handbolti

Dagur: Vorum að elta allan leikinn

Arnar Björnsson skrifar
Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, var að vonum svekktur eftir tapið gegn Katar.

„Vonbrigði að hafa ekki spilað okkar besta leik. Við byrjuðum illa og hefðum átt að skipta fyrr yfir í 6-0 vörnina. Við áttum í vandræðum með Borja Vidal á línunni til að byrja með og svo vorum við að elta allan leikinn og náðum aldrei þessu skrefi að jafna eða komast yfir.“

Dómararnir voru þeir eitthvað að stríða þér? „Nei þetta var bara eins og erfiður útivöllur“.

Þið fenguð ótal tækifæri en klúðruðu mörgum í leiknum?

„Já maður verður náttúrulega að taka það með í reikninginn að markvörður þeirra Daniel Saric (varði 10 skot og var með 31% markvörslu) spilaði mjög vel í dag.  Hann er auðvitað heimsklassa leikmaður og spilaði mjög vel í dag“.

Hvaða lærdóm er hægt að læra af þessum leik fyrir þig og þitt lið?

„Ég er nú ekki búinn að skoða það en þetta fer í reynslubankann hjá einhverjum af þeim alla vegana.“

Áður en mótið byrjaði var þetta eitthvað sem þú sást í spilunum að þið myndið ná þetta langt eða varstu með aðrar væntingar?

„Ég er ekki búinn að gera mér mynd af því. Við erum búnir að spila vel á þessu móti, þetta er fyrsta tapið okkar.  Nú eru tveir leikir eftir og við reynum að keyra þetta aftur í gang“.

    

Hvað geta Katarar farið langt?

„Þeir eru mjög sterkir og eiga góðan möguleika á að fara alla leið.  Í rauninni eru þeir komnir alla leið“.   




Tengdar fréttir

Gensheimer: Klúðruðum góðu tækifæri

Uwe Gensheimer var daufur í dálkinn eftir tapið gegn Katar. Hann var markahæstur í þýska liðinu, skoraði 5 mörk úr 7 tilraunum. Goran Stojanovic varði 2 vítaköst hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×