Daglegir vegfarendur fái verulegan afslátt Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. febrúar 2017 07:00 Bæjarstjóra Reykjanesbæjar líst ágætlega á vegatolla ef þeir verða til þess að flýta fyrir tvöföldun Reykjanesbrautarinnar. vísir/valli Skiptar skoðanir eru meðal sveitarstjóra sveitarfélaga í nágrenni höfuðborgarsvæðisins um ágæti hugmynda samgönguráðherra um vegatolla. Bæjarstjóri Akraness vill að daglegir vegfarendur fái verulegan afslátt. Sagt hefur verið frá því undanfarna daga að í samgönguráðuneytinu sé unnið að tillögum um stórtækar endurbætur á vegakerfinu sem fjármagnaðar yrðu með gjaldtöku á vegum frá höfuðborgarsvæðinu. Meðal hugmynda sem liggja fyrir er tvöföldun Reykjanesbrautar og austur fyrir Selfoss með nýrri brú yfir Ölfusá. Þá er einnig verið að kanna Vesturlandsveg frá Reykjavík til Borgarness.Kjartan Már Kjartansson„Þetta hefur ekki verið rætt hjá okkur síðan 2010 þegar áþekkar hugmyndir voru uppi,“ segir Ásta Stefánsdóttir, bæjarstóri Árborgar. Henni þykir líklegt að málið verði tekið fyrir í sveitarstjórninni á næstunni. Hún er ekki hrifin af hugmyndinni. „Ég held að þetta leggist ekki vel í fólk. Það er furðulegt að ekki skuli vera hægt að fara í vegabætur þar sem umferðin er langmest án þess að láta íbúa greiða fyrir það.“ Að sögn Kjartans Más Kjartanssonar, bæjarstjóra Reykjanesbæjar, hefur málið ekki verið rætt með formlegum hætti í bæjarstjórn og enn sem komið er sé það ekki á dagskrá. „Persónulega líst mér ekki illa á þessar hugmyndir. Við höfum ýtt á það að tvöföldun Reykjanesbrautar verði lokið og ef þetta verður til þess að flýta eða hjálpa til við að koma því í höfn þá held ég að það myndi skapast sátt um það,“ segir Kjartan.Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri AkranessAð mati Regínu Ásvaldsdóttur, bæjarstjóra Akraness, er hugmynd samgönguráðherra allrar athygli verð. Íbúar bæjarfélagsins hafi búið við gjaldtöku í 18 ár með Hvalfjarðargöngunum. Hún áréttar að jafnræði eigi að ríkja milli landshluta hvað gjaldtökuna varðar. „Í umræðu um gjaldtöku í tengslum við hugsanlega Sundabraut þá höfum við bent á mikilvægi þess að Vestlendingar sitji við sama borð og aðrir landsmenn. Ef vegatollar á þessum þremur leiðum verða fyrir valinu er nauðsynlegt að tryggja að þeir sem fara daglega um þjóðvegina fái verulegan afslátt,“ segir Regína. Hugmyndin um vegatolla hafði ekki verið rædd við aðra ríkisstjórnarflokka áður en sagt var frá henni enda enn á hugmyndastigi. Þetta staðfesta Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra og Þorsteinn Víglundsson, félags- og húsnæðismálaráðherra. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Fleiri fréttir Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Sjá meira
Skiptar skoðanir eru meðal sveitarstjóra sveitarfélaga í nágrenni höfuðborgarsvæðisins um ágæti hugmynda samgönguráðherra um vegatolla. Bæjarstjóri Akraness vill að daglegir vegfarendur fái verulegan afslátt. Sagt hefur verið frá því undanfarna daga að í samgönguráðuneytinu sé unnið að tillögum um stórtækar endurbætur á vegakerfinu sem fjármagnaðar yrðu með gjaldtöku á vegum frá höfuðborgarsvæðinu. Meðal hugmynda sem liggja fyrir er tvöföldun Reykjanesbrautar og austur fyrir Selfoss með nýrri brú yfir Ölfusá. Þá er einnig verið að kanna Vesturlandsveg frá Reykjavík til Borgarness.Kjartan Már Kjartansson„Þetta hefur ekki verið rætt hjá okkur síðan 2010 þegar áþekkar hugmyndir voru uppi,“ segir Ásta Stefánsdóttir, bæjarstóri Árborgar. Henni þykir líklegt að málið verði tekið fyrir í sveitarstjórninni á næstunni. Hún er ekki hrifin af hugmyndinni. „Ég held að þetta leggist ekki vel í fólk. Það er furðulegt að ekki skuli vera hægt að fara í vegabætur þar sem umferðin er langmest án þess að láta íbúa greiða fyrir það.“ Að sögn Kjartans Más Kjartanssonar, bæjarstjóra Reykjanesbæjar, hefur málið ekki verið rætt með formlegum hætti í bæjarstjórn og enn sem komið er sé það ekki á dagskrá. „Persónulega líst mér ekki illa á þessar hugmyndir. Við höfum ýtt á það að tvöföldun Reykjanesbrautar verði lokið og ef þetta verður til þess að flýta eða hjálpa til við að koma því í höfn þá held ég að það myndi skapast sátt um það,“ segir Kjartan.Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri AkranessAð mati Regínu Ásvaldsdóttur, bæjarstjóra Akraness, er hugmynd samgönguráðherra allrar athygli verð. Íbúar bæjarfélagsins hafi búið við gjaldtöku í 18 ár með Hvalfjarðargöngunum. Hún áréttar að jafnræði eigi að ríkja milli landshluta hvað gjaldtökuna varðar. „Í umræðu um gjaldtöku í tengslum við hugsanlega Sundabraut þá höfum við bent á mikilvægi þess að Vestlendingar sitji við sama borð og aðrir landsmenn. Ef vegatollar á þessum þremur leiðum verða fyrir valinu er nauðsynlegt að tryggja að þeir sem fara daglega um þjóðvegina fái verulegan afslátt,“ segir Regína. Hugmyndin um vegatolla hafði ekki verið rædd við aðra ríkisstjórnarflokka áður en sagt var frá henni enda enn á hugmyndastigi. Þetta staðfesta Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra og Þorsteinn Víglundsson, félags- og húsnæðismálaráðherra. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Fleiri fréttir Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Sjá meira