Dagdraumar um sæstreng til Bretlands Þorsteinn Þorsteinsson skrifar 26. júní 2015 07:00 Óli Grétar Blöndal Sveinsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Landsvirkjunar, ritar nýverið grein undir yfirskriftinni „Sæstrengur þyrfti ekki að kalla á stórfelldar virkjanir“. Þar nefnir hann að Norðmenn hafi lagt raforkusæstrengi undanfarin ár án þess að til nýrra stórfelldara virkjanaframkvæmda þyrfti að koma. Óli Grétar reynir svo að heimfæra þessa staðreynd yfir á íslenskar aðstæður.Rangur samanburður Hér stendur hnífurinn í kúnni því að samanburðurinn við Norðmenn er algerlega óraunhæfur. Auðvitað hafa Norðmenn ekki þurft að leggja út í nýjar virkjanaframkvæmdir vegna raforkusæstrengja. Í fyrsta lagi er norska raforkukerfið átta sinnum stærra en það íslenska og orkubúskapur Norðmanna er byggður upp í kringum allt aðra álagspunkta. Orkusala til iðnfyrirtækja er hlutfallslega mun minni en hér á landi. Framboð á orku í Noregi miðast við hámarksálag í mestu kuldaköstum því að megnið af húsnæði þar í landi er rafhitað. Meirihluta árs er því mikil framleiðslugeta í norska raforkukerfinu, sem ekki er þörf fyrir í landinu, og að sumarlagi er umframaflið í kerfinu t.d. um 70%. Þetta umframafl nýta Norðmenn m.a. til orkusölu í gegnum NorNed-sæstrenginn til Hollands. Á Íslandi er nýtingarhlutfall raforku miklu betra. Iðnfyrirtæki nota nærri 80% af orku Landsvirkjunar en almenningur og smærri fyrirtæki nota um 20%. Nýtingarhlutfall stóriðju á Íslandi er nærri 100% og því má segja að um 80% þeirrar raforku sem framleidd er á Íslandi séu fullnýtt 24 klukkustundir á sólarhring, alla daga ársins. Þetta þýðir að munurinn hér á landi á milli meðalálags og toppálags er mjög lítill en í Noregi er hann miklu meiri. Norðmenn hafa þar af leiðandi mikla umframraforku en Íslendingar ekki. Aðstæður á Íslandi eru því á engan hátt sambærilegar við þær norsku. Í öðru lagi eiga Norðmenn raforkusæstrengina sjálfir, verð á orkunni í gegnum strengina er samkeppnishæft á evrópskum markaði og skilar hagnaði. Verulegur hluti þess hagnaðar er reyndar til kominn vegna þess að norskur almenningur hefur þurft að greiða hærra raforkuverð eftir tilkomu sæstrengjanna. Sæstrengur frá Íslandi til Bretlands yrði hins vegar í eigu erlendra vogunarsjóða og orkan frá Íslandi yrði aldrei samkeppnishæf vegna mikils flutningskostnaðar og lækkandi orkuverðs á evrópska markaðnum. Bresk stjórnvöld yrðu þess vegna að niðurgreiða rafmagnið og til þess að það væri löglegt, yrði orkan að koma frá nýjum virkjunum. Þær virkjanir yrðu af stærðargráðunni ein til tvær Kárahnjúkavirkjanir, að teknu tilliti til orkutaps við flutning sem næmi allri orkuframleiðslu Búðarhálsvirkjunar. Forsvarsmenn Landsvirkjunar hafa undanfarið haldið því fram að skortur sé á orku í landinu og nýlega var sú staðhæfing notuð sem rök fyrir hækkun orkuverðs til Ölgerðarinnar og fleiri fyrirtækja. Það verður að teljast mótsagnarkennt að halda því fram einn daginn að orku skorti í landinu en fullyrða svo næsta dag að til sé næg orka fyrir sæstreng sem sæi tveimur milljónum breskra heimila fyrir rafmagni. Greinarhöfundur gefur sterklega til kynna að ná megi betri nýtingu út úr íslenska raforkukerfinu. Það er fagnaðarefni ef svo er. En væri þá ekki forgangsverkefni að svara innlendri eftirspurn og koma þeirri orku sem fyrst í verðmætaskapandi vinnu hér á landi, í stað þess að eyða orkunni í drauma um ósjálfbæra útrás? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Óli Grétar Blöndal Sveinsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Landsvirkjunar, ritar nýverið grein undir yfirskriftinni „Sæstrengur þyrfti ekki að kalla á stórfelldar virkjanir“. Þar nefnir hann að Norðmenn hafi lagt raforkusæstrengi undanfarin ár án þess að til nýrra stórfelldara virkjanaframkvæmda þyrfti að koma. Óli Grétar reynir svo að heimfæra þessa staðreynd yfir á íslenskar aðstæður.Rangur samanburður Hér stendur hnífurinn í kúnni því að samanburðurinn við Norðmenn er algerlega óraunhæfur. Auðvitað hafa Norðmenn ekki þurft að leggja út í nýjar virkjanaframkvæmdir vegna raforkusæstrengja. Í fyrsta lagi er norska raforkukerfið átta sinnum stærra en það íslenska og orkubúskapur Norðmanna er byggður upp í kringum allt aðra álagspunkta. Orkusala til iðnfyrirtækja er hlutfallslega mun minni en hér á landi. Framboð á orku í Noregi miðast við hámarksálag í mestu kuldaköstum því að megnið af húsnæði þar í landi er rafhitað. Meirihluta árs er því mikil framleiðslugeta í norska raforkukerfinu, sem ekki er þörf fyrir í landinu, og að sumarlagi er umframaflið í kerfinu t.d. um 70%. Þetta umframafl nýta Norðmenn m.a. til orkusölu í gegnum NorNed-sæstrenginn til Hollands. Á Íslandi er nýtingarhlutfall raforku miklu betra. Iðnfyrirtæki nota nærri 80% af orku Landsvirkjunar en almenningur og smærri fyrirtæki nota um 20%. Nýtingarhlutfall stóriðju á Íslandi er nærri 100% og því má segja að um 80% þeirrar raforku sem framleidd er á Íslandi séu fullnýtt 24 klukkustundir á sólarhring, alla daga ársins. Þetta þýðir að munurinn hér á landi á milli meðalálags og toppálags er mjög lítill en í Noregi er hann miklu meiri. Norðmenn hafa þar af leiðandi mikla umframraforku en Íslendingar ekki. Aðstæður á Íslandi eru því á engan hátt sambærilegar við þær norsku. Í öðru lagi eiga Norðmenn raforkusæstrengina sjálfir, verð á orkunni í gegnum strengina er samkeppnishæft á evrópskum markaði og skilar hagnaði. Verulegur hluti þess hagnaðar er reyndar til kominn vegna þess að norskur almenningur hefur þurft að greiða hærra raforkuverð eftir tilkomu sæstrengjanna. Sæstrengur frá Íslandi til Bretlands yrði hins vegar í eigu erlendra vogunarsjóða og orkan frá Íslandi yrði aldrei samkeppnishæf vegna mikils flutningskostnaðar og lækkandi orkuverðs á evrópska markaðnum. Bresk stjórnvöld yrðu þess vegna að niðurgreiða rafmagnið og til þess að það væri löglegt, yrði orkan að koma frá nýjum virkjunum. Þær virkjanir yrðu af stærðargráðunni ein til tvær Kárahnjúkavirkjanir, að teknu tilliti til orkutaps við flutning sem næmi allri orkuframleiðslu Búðarhálsvirkjunar. Forsvarsmenn Landsvirkjunar hafa undanfarið haldið því fram að skortur sé á orku í landinu og nýlega var sú staðhæfing notuð sem rök fyrir hækkun orkuverðs til Ölgerðarinnar og fleiri fyrirtækja. Það verður að teljast mótsagnarkennt að halda því fram einn daginn að orku skorti í landinu en fullyrða svo næsta dag að til sé næg orka fyrir sæstreng sem sæi tveimur milljónum breskra heimila fyrir rafmagni. Greinarhöfundur gefur sterklega til kynna að ná megi betri nýtingu út úr íslenska raforkukerfinu. Það er fagnaðarefni ef svo er. En væri þá ekki forgangsverkefni að svara innlendri eftirspurn og koma þeirri orku sem fyrst í verðmætaskapandi vinnu hér á landi, í stað þess að eyða orkunni í drauma um ósjálfbæra útrás?
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun