Innlent

Dæmdur fyrir að hrinda konu

Héraðsdómur Reykjaness.
Héraðsdómur Reykjaness.
Þrítugur karlmaður var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir að hrinda konu þannig hún slasaðist talsvert. Maðurinn hrinti konunni á heimili sínu í Hafnarfirði í júní 2009.

Samkvæmt dómsorði þreif hann í axlir konunnar og hrinti henni svo hún féll aftur fyrir sig með höfuðið í gólfið. Hún hlaut stóra kúlu á hnakkann við fallið auk heilahristings og fingurbrot á baugfingri hægri handar.

Maðurinn játaði brot sitt skýlaust. Dómur mannsins er skilorðsbundinn og fellur refsing niður haldi hann almennt skilorð í tvö ár frá birtingu dómsins. Honum er einnig gert að greiða konunni rúmlega 700 þúsund krónur í miskabætur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×