Innlent

Dældu bensíni á dísel-jeppa á Eskifirði

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
„Það var nú ekki ég, það var ferðafélagi minn," segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir fékk ábendingu um að Bjarni hafi dælt bensíni á dísel-bíl fyrir austan nú á dögunum. Hann segir það rangt, hann hafi einungis verið farþegi í bílnum en hann er á ferðalagi fyrir austan með vini sínum.

„Þetta var ekkert merkilegt, þetta var alveg skaðlaust. Hann var bara að fylla á bílinn, þetta var það lítið að það þurfti ekki að tæma tankinn," segir Bjarni og tekur fram að ekkert tjón hafi hlotist af bensíninu. Atvikið atti sér stað á N1 á Eskifirði samkvæmt heimildum Vísis.

Bjarni vildi ekki gera mikið úr atvikinu í samtali við Vísi. „Þetta var ekki minn bíll, þetta var ekki ég. Ég var bara farþegi í þessum bíl," segir Bjarni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×