Erlent

Cruz stendur á sínu

Samúel Karl Ólason skrifar
Ted Cruz.
Ted Cruz. Vísir/EPA
Ted Cruz stendur fast við þá ákvörðun sína að lýsa ekki yfir stuðningi við Donald Trump. Repúblikanar púuðu á Cruz þegar hann flutti ræðu sína í flokksþingi Repúblikana í gær. Þar sagði Cruz að fólk ætti að kjósa eftir samvisku sinni.

„Ég hef ekki vanið mig á að styðja fólk sem ræðst gegn konu minni og föður,“ sagði Cruz í dag.

Bæði Cruz og Trump sóttust eftir því að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins en í kosningabaráttunni veittist Trump reglulega persónulega gegn Cruz. Hann kallaði hann „lyin‘ Ted“ eða lygara nánast alla baráttuna. Hann gerði lítið úr útliti eiginkonu Cruz og ýjaði að því að faðir Cruz tengdist Lee Harvey Oswal, sem myrti John F. Kennedy.

Cruz hafði áður sagt að hann myndi styðja þann sem bæri sigur úr býtum og hefur hann verið gagnrýndur fyrir að ganga á bak orða sinna.

„Sú yfirlýsing var ekki var ekki ófrávíkjanleg skuldbinding. Ef þú dreifir rógi og ræðst gegn Heidi, muni ég samt koma eins og hýddur hundur og þakka þér fyrir að tala illa um konu mína og föður.“


Tengdar fréttir

Repúblikanar fylkja sér að baki Trump

Donald Trump hefur lagt undir sig bandaríska Repúblikanaflokkinn. Flestir áhrifamenn í flokknum fylkja sér að baki honum, mishikandi þó. Fulltrúar á landsþingi flokksins eru komnir saman til að útnefna Trump sem forsetaefni repúblikana í ko




Fleiri fréttir

Sjá meira


×