Formúla 1

Caterham má missa af tveimur keppnum

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Ætli Caterham hafi tekið þátt í sinni síðustu keppni?
Ætli Caterham hafi tekið þátt í sinni síðustu keppni? Vísir/Getty
Bernie Ecclestone er tilbúinn að leyfa Caterham liðinu að sleppa tveimur næstu keppnum til að einbeita sér að því að finna kaupendur.

Höfuðstöðvum Caterham var lokað í gær af yfirvöldum. Ecclestone er vongóður um að liðið nái að taka þátt í loka keppni tímabilsins í Abú Dabí í nóvember. Liðið er eins og önnur lið samningsbundið til að mæta til keppni.

Yfirlýsing frá bókhaldsstofunni Smith & Williamson sem fer með fjármál Caterham liðsins segir: „Herra Ecclestone samþykkti að veita Caterham undanþágu, ef nauðsyn krefst getur liðið misst af bandaríska og brasilíska kappakstrinum, hann vonar að nýr eigandi verði kominn í spilið svo liðið geti tekið þátt í Abú Dabí.“

Áhugasamir aðilar hafa þegar sett sig í samband við bókhaldsstofuna. Fulltrúar hennar vona að fjársterkur aðili finnist á næstu vikum.

Ecclestone vill helst ekki missa lið úr formúlu 1. Caterham leitar nýrra eigenda, vonandi fá báðir aðilar það sem þeir vilja.


Tengdar fréttir

Haas: Fyrstu fimm árin snúast um að komast af

Gene Haas segir að fyrstu fimm árin hjá nýju formúlu 1 liði hans muni snúast um að komast af. Hann ætlar að læra af mistökum annarra nýrra liða í gegnum tíðina.

Caterham skiptir Kobayashi út

Caterham liðið staðfesti í dag að André Lotterer muni aka í stað Kamui Kobayashi alla belgísku keppnishelgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×