Erlent

Cameron vill taka þátt í aðgerðum gegn IS

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands.
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands.
David Cameron forsætisráðherra Breta ætlar að kalla breska þingið saman á morgun til þess að ræða þátttöku Breta í herleiðangrinum gegn Hinu Íslamska ríki sem nú stendur yfir undir forystu Bandaríkjamanna.

Búist er við að hann fari fram á kosningu um hvort breski flugherinn taki einnig þátt í árásum á bækistöðvar samtakanna í Sýrlandi og í Írak og búist er við því að hún verði samþykkt.

Cameron hélt ræðu um málið á allsherjarþingi sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi þar sem hann sagði að hægt sé að stöðva sókn vígamannanna, að því gefnu að Bashar al Assad Sýrlandsforseta verði komið frá völdum og að Íranir hjálpi vesturveldum í baráttunni gegn öfgamönnunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×