Erlent

Cameron vill sameinuð Norðurlönd

Jóhanna Sigurðardóttir á fundinum.
Jóhanna Sigurðardóttir á fundinum.

Forsætisráðherra Bretlands, David Cameron, hvatti Norðurlöndin til þess að mynda hagsmunabandalag á leiðtogafundi Bretlands, Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna.

Hann sagði sameinuð Norðurlönd geta orðið kjörlendi fyrir hagvöxt. Cameron vildi meina að ríkin gætu hagnast um 54 milljarða punda á ári ynnu þau saman.

Sérfræðingar BBC, benti á að slíkt samband yrði illmögulegt í ljósi þess að tvö Norðulönd notast við evruna á meðan tvö önnur ríki væru ekki einu sinni í Evrópusambandinu. Hagsmunir ríkjanna væru í raun of ólíkir.

Tveggja daga leiðtogafundi Bretlands, Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna lýkur í Lundúnum í dag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×