Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Nóbelsstofnunin í Ósló hefur hafið rannsókn á mögulegum leka og innherjaviðskiptun eftir að óvenjuleg veðmál bárust á að María Corina Machado hlyti Friðarverðlaun Nóbels, nokkrum klukkutímum áður en hún hlaut þau. Erlent 10.10.2025 22:08
Hvattir til að leggja tímanlega af stað Vegna fyrirhugaðra viðhaldsframkvæmda á Reykjanesbraut á morgun verður umferð að Keflavíkurflugvelli beint um hjáleið í gegnum Reykjanesbæ. Leiðirnar verða merktar á staðnum. Innlent 10.10.2025 21:42
Beygjuvasarnir stórhættulegir Hjólreiðamaður segir beygjuvasa við stærri gatnamót vera stórhættulega. Hann segir það betra fyrir alla, sama hvaða ferðamáta þeir nýta sér, að vasarnir séu fjarlægðir. Innlent 10.10.2025 20:50
Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Gríðarstór sprenging varð í hergagnaverksmiðju í Tennessee-ríki í Bandaríkjunum. Viðbragðsaðilar á vettvangi segja að einhver fjöldi fólks sé látinn og að annarra sé saknað. Erlent 10.10.2025 16:52
Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Karlmannsnafnið Múhameð er á meðal fjögurra eiginnafna sem mannanafnanefnd samþykkti í vikunni. Kvenmannsnöfnin Latýna og Khanom hlutu hins vegar ekki náð fyrir augum nefndarinnar. Innlent 10.10.2025 15:49
Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, tilkynnti í dag að hætt hefði verið við skipagöngin við Stað. Engin framlög yrðu í fjárlagafrumvarpi næsta árs til skipaganganna. Erlent 10.10.2025 14:21
Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Samfylkingin mælist með mesta fylgi allra flokka á landsvísu samkvæmt nýrri könnun Prósents. Rúm 30 prósent segjast myndu kjósa Samfylkinguna yrði kosið til Alþingis í dag. Samkvæmt könnun er fylgið marktækt meira hjá konum og hjá þeim sem búa á höfuðborgarsvæðinu. Ríkisstjórnarflokkarnir eru samanlagt með 54 prósent fylgi. Innlent 10.10.2025 13:29
Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, hefur skipað Kristján Arnar Ingason í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosfellsbæ til fimm ára frá 1. desember næstkomandi. Innlent 10.10.2025 13:12
Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, hefur skipað Sigurbjörgu Fjölnisdóttur í embætti forstjóra Ráðgjafar- og greiningarstöðvar til fimm ára frá 1. desember næstkomandi. Innlent 10.10.2025 13:08
„Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Menntamálaráðherra segist munu taka til skoðunar hvort framhaldsskólanemar séu í minna mæli en áður látnir lesa skáldsögur eftir Halldór Laxness og Íslendingasögur. Það sé hið sorglegasta mál ef satt reynist, en hann muni ekki gefast upp á að koma menntamálum í gott horf. Innlent 10.10.2025 12:20
Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Forsætisráðherra Ísraels hótaði því að afvopna Hamas-samtökin með valdi ef þau gera það ekki í sjálf í þjóðarávarpi eftir að vopnahlé tók gildi á Gasa í dag. Þúsundir íbúa á Gasa sem hafa þurft að flýja árásir Ísraela byrjuðu að streyma til síns heima í morgun. Erlent 10.10.2025 12:19
Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Í hádegisfréttum okkar fjöllum við um friðaráætlunina á Gasa sem ísraelsk stjórnvöld féllust á í gærkvöldi. Innlent 10.10.2025 11:36
Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Nóbelsnefndin sannaði með vali sínu á friðarverðlaunahafa Nóbels að hún setur pólitík ofar friði. Þetta segir samskiptastjóri Hvíta hússins í yfirlýsingu vegna vals á friðarverðlaunahafa Nóbels en Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur horft hýru auga til verðlaunanna í þó nokkurn tíma. Erlent 10.10.2025 11:26
Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnukvóti verði að hámarki tæp 44 þúsund tonn á fiskveiðiárinu 2025 til 2026. Ráðgjöfin byggir á mælingum á loðnustofninum sem voru gerðar í síðasta mánuði. Endurmeta á ráðgjöfina eftir áramót. Innlent 10.10.2025 11:14
Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Elliði Vignisson bæjarstjóri í Ölfusi segist hafa fengið líflátshótun átján mínútum eftir að hafa grínast með það á samfélagsmiðlum að Magga Stína væri búin að tryggja frið á Gasa. Hann segir dæmið sýna að móðgunargirni hafi orðið að dyggð í því sem hann kallar „vókíska menningu vinstrimanna.“ Innlent 10.10.2025 11:01
Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Margrét Kristín Blöndal, Magga Stína, er nú laus úr haldi Ísraela og á leið til Istanbúl í Tyrklandi. Þaðan mun hún fljúga til Amsterdam í Hollandi þar sem hún mun hitta Salvöru Gullbrá Þórarinsdóttur, dóttur sína. Þar mun hún hvíla sig í nokkra daga áður en hún heldur heim til Íslands. Innlent 10.10.2025 10:20
Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Perúska þingið samþykkti að svipta Dinu Boluarte forseta landsins embætti í dag. Ástæðan er meint getuleysi ríkisstjórnar hennar í að taka á glæpaöldu sem gengur yfir landið. Þingforsetinn tekur við embætti forseta tímabundið í hennar stað. Erlent 10.10.2025 10:17
Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Árleg friðarráðstefna Höfða friðarseturs Reykjavíkurborgar, Háskóla Íslands og utanríkisráðuneytisins, í samstarfi við Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, fer fram milli klukkan 10 og 17 í dag. Innlent 10.10.2025 09:30
Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Norska Nóbelsnefndin tilkynnti rétt í þessu að María Corina Machado leiðtogi stjórnarandstöðunnar frá Venesúela hlaut friðarverðlaun Nóbels. Erlent 10.10.2025 09:03
Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Norska Nóbelsnefndin tilkynnir í dag hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels fyrir árið í ár. Erlent 10.10.2025 08:32
Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Kynningarfundur borgarstjóra um athafnaborgina - atvinnulíf og uppbyggingu innviða hefst klukkan 9 og stendur í hálfa aðra klukkustund. Fundinum er streymt hér að neðan. Innlent 10.10.2025 08:32
Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Stjórnvöld í Taívan hyggjast reisa loftvarnahjúp til að vernda landið gegn utanaðkomandi ógnum. Þetta tilkynnti William Lai, forseti Taívan, degi eftir að stjórnvöld vöruðu við því að Kínverjar ynnu að því að auka getu sína til að ráðast á landið. Erlent 10.10.2025 07:47
Harðar árásir á Kænugarð í nótt Rússar gerðu í nótt harðar árásir á Kænugarð höfuðborg Úkraínu og notuðu til verksins dróna og skotflaugar. Erlent 10.10.2025 07:32
Vindur fer smá saman minnkandi Vindur fer nú smám saman minnkandi á landinu og eftir hádegi verður víða gola eða kaldi. Veður 10.10.2025 07:08