Býr í tíu fermetra herbergi og skuldar 34 milljónir Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 3. maí 2015 19:24 Signa Hrönn Stefánsdóttir býr í 10 fermetra herbergi í foreldrahúsum ásamt manni sínum og tveimur börnum. Hún skuldar rúmar 34 milljónir, eftir að hafa keypt íbúð skömmu fyrir hrun. Fjöldi fólks sem var með lánsveð á íbúðum sínum í hruninu, gat í flestum tilfellum ekki nýtt sér úrræði sem skuldurum stóðu til boða. „Í gærkvöldi skelltum við Ljómatúni 11 í lás í hinsta sinn eftir ógeðslega erfiðar undanfarnar vikur.“ Þetta skrifaði Signa Hrönn á Facebook-síðu sína, en færslan hefur vakið mikla athygli. „Við keyptum íbúðina líklegast á allra versta tíma sem hugsast gat. Geir H. Harde sagði í sjónvarpinu „Guð blessi Ísland“ korteri eftir að við tengdum sjónvarpið okkar í nýju íbúðinni,“ segir hún. „Þremur mánuðum síðar voru 4 milljónirnar sem við áttum og lögðum í íbúðina gufaðar upp. Bankinn dró lánsloforð sitt til baka þannig að við stóðum frammi fyrir því að þurfa að ganga út á núlli. Bankinn hvatti okkur hins vegar til að fá lánað veð hjá foreldrum okkar því svona yrði þetta ekki í langan tíma. – Í dag er 19 milljón króna lánið sem við tókum orðið tæplega 34 milljónir. Við höfum borgað tæpar 12 milljónir af láninu á þessum tíma eða frá árinu 2008. Vegna þess að hjónin voru með lánsveð stóðu þeim almennt ekki til boða úrræði fyrir fólk í skuldavanda. „Við pössuðum ekki inn í 110% leiðina. Íbúðalánasjóðslánið var 109% en lánin sem hvíldu á eignum foreldra okkar féllu ekki þar undir. Foreldrarnir okkar reyndu þá að falla undir 110 prósent leiðina en fengu ekki heldur þar sem þau voru ekki greiðendur af láninu.“ Sverrir Bollason fór fyrir hópi lánsveðsfólks á sínum tíma sem barðist fyrir úrlausn sinna mála. Eftir langa baráttu var gert samkomulag við lífeyrissjóðina fyrir síðustu kosningar sem átti að gagnast. Það var síðan fellt úr gildi því núverandi ríkisstjórn taldi að leiðréttingin myndi gera nóg. Leiðréttingin var hins vegar með lægra þaki en 110 prósenta leiðin og tíminn frá hruni hafði reynst mörgum erfiður. „Ég lít svo á að þetta sé eini heildstæði hópurinn sem hefur verið alveg skilinn eftir og verið afskiptur í öllum þessum skuldaleiðréttingaraðgerðum sem farið hefur verið í á undanförnum 6 árum,“ segir hann við Stöð 2. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Sjá meira
Signa Hrönn Stefánsdóttir býr í 10 fermetra herbergi í foreldrahúsum ásamt manni sínum og tveimur börnum. Hún skuldar rúmar 34 milljónir, eftir að hafa keypt íbúð skömmu fyrir hrun. Fjöldi fólks sem var með lánsveð á íbúðum sínum í hruninu, gat í flestum tilfellum ekki nýtt sér úrræði sem skuldurum stóðu til boða. „Í gærkvöldi skelltum við Ljómatúni 11 í lás í hinsta sinn eftir ógeðslega erfiðar undanfarnar vikur.“ Þetta skrifaði Signa Hrönn á Facebook-síðu sína, en færslan hefur vakið mikla athygli. „Við keyptum íbúðina líklegast á allra versta tíma sem hugsast gat. Geir H. Harde sagði í sjónvarpinu „Guð blessi Ísland“ korteri eftir að við tengdum sjónvarpið okkar í nýju íbúðinni,“ segir hún. „Þremur mánuðum síðar voru 4 milljónirnar sem við áttum og lögðum í íbúðina gufaðar upp. Bankinn dró lánsloforð sitt til baka þannig að við stóðum frammi fyrir því að þurfa að ganga út á núlli. Bankinn hvatti okkur hins vegar til að fá lánað veð hjá foreldrum okkar því svona yrði þetta ekki í langan tíma. – Í dag er 19 milljón króna lánið sem við tókum orðið tæplega 34 milljónir. Við höfum borgað tæpar 12 milljónir af láninu á þessum tíma eða frá árinu 2008. Vegna þess að hjónin voru með lánsveð stóðu þeim almennt ekki til boða úrræði fyrir fólk í skuldavanda. „Við pössuðum ekki inn í 110% leiðina. Íbúðalánasjóðslánið var 109% en lánin sem hvíldu á eignum foreldra okkar féllu ekki þar undir. Foreldrarnir okkar reyndu þá að falla undir 110 prósent leiðina en fengu ekki heldur þar sem þau voru ekki greiðendur af láninu.“ Sverrir Bollason fór fyrir hópi lánsveðsfólks á sínum tíma sem barðist fyrir úrlausn sinna mála. Eftir langa baráttu var gert samkomulag við lífeyrissjóðina fyrir síðustu kosningar sem átti að gagnast. Það var síðan fellt úr gildi því núverandi ríkisstjórn taldi að leiðréttingin myndi gera nóg. Leiðréttingin var hins vegar með lægra þaki en 110 prósenta leiðin og tíminn frá hruni hafði reynst mörgum erfiður. „Ég lít svo á að þetta sé eini heildstæði hópurinn sem hefur verið alveg skilinn eftir og verið afskiptur í öllum þessum skuldaleiðréttingaraðgerðum sem farið hefur verið í á undanförnum 6 árum,“ segir hann við Stöð 2.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Sjá meira