Byggja fyrsta míkróhúsið á Íslandi Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 17. apríl 2016 20:00 Ungt par í Grindavík vinnur nú að því að breyta gömlum vatnstanki í bænum í þriggja hæða einbýlishús. Þannig ætla þau að byggja fyrsta svokallaða míkróhús landsins. Þau hvetja Íslendinga til að hugsa út fyrir kassann þegar kemur að húsnæðismálum. Um heim allan hefur áhugi fólks á míkróhúsum eða smáheimilum aukist verulega undanfarin ár, en míkróhús geta verið allt niður í tuttugu fermetra fullbúin heimili. Gríðarleg eftirspurn er nú eftir litlum íbúðum og húsnæði á Íslandi en nánast ekkert framboð. Þau Ingibjörg Jakobsdóttir og Arnar Freyr Jónsson vinna nú að byggingu fyrsta míkróhúss landsins. Húsið sem verður þriggja hæða, byggja þau á grunni rúmlega fimmtíu ára gamals vatnstanks í Grindavík. „Ætli hugmyndin hafi ekki kviknað þegar við vorum úti í Danmörku og sáum að maður í rauninni þyrfti ekkert að búa í 200 fermetrum,“ segir Ingibjörg. „Við viljum ekki eiga heima í þrjú hundruð fermetra einbýlishúsi og vera allan daginn að borga af því, þrífa það og allt sem því fylgir. Við viljum bara eiga heima í húsi sem er bara nóg fyrir okkur. Húsið á í rauninni að vera hannað fyrir okkar þarfir og allt sem er þar inni hefur sinn tilgang,“ bætir Arnar við. Teikning af húsi Arnars og IngibjargarÞau segja þessa leið mun hagkvæmari en að kaupa sér tilbúna íbúð. Húsið hanna þau sjálf eftir eigin þörfum en hafa notið liðsinnis verkfræðistofu með ýmis tæknileg atriði. Starfsfólk þar rak þó um stór augu þegar hugmyndin var fyrst viðruð. „Það var hlegið mikið fannst mér. En ég meina þegar maður er að koma með einhverja hugmynd um að breyta gömlum vatnstanki í þriggja hæða míkróhús þá er fólk kannski ekki alltaf að sjá það fyrir sér. En nú þegar við erum búin að teikna þetta á blað þá finnst fólki þetta mjög fallegt og skilur hvað maður er að fara. Það eru allir bara búnir að vera mjög jákvæðir fyrir þessu og það er bara mjög skemmtilegt, segir Arnar. Arnar og Ingibjörg hafa stofnað Facebooksíðu þar sem áhugafólk um míkróhús getur fylgst með gangi framkvæmdanna. „Það er alveg hægt að gera eitthvað svona, eitthvað sem lítur vel út, fyrir lítinn pening. Það er það sem við ætlum að reyna að gera. Sýna fram á að þetta sé hægt því það er örugglega fullt af fólki þarna úti sem langar að gera eitthvað svipað en þorir ekki endilega að fara af stað í það.“ Þau eru bjartsýn og stefna á að flytja inn síðar á árinu. „Ég held að þetta eigi eftir að ganga upp og að við verðum kominn inn í ágúst,“ segir Arnar. Tengdar fréttir Ungt fólk forgangsraðar ólíkt eldri kynslóðum Y-kynslóðin hefur aðrar kröfur til íbúðahúsnæðis en kynslóðirnar á undan en markaðurinn hefur ekki brugðist við þessum þörfum. Íslendingar búa almennt í mun stærra húsnæði en nágrannaþjóðirnar. 22. október 2015 19:45 Mikill vilji fyrir byggingu smáheimila: „Svona sem byltingar hefjast“ Fjölmennt var á umræðufundi um smáhýsi í dag. 12. apríl 2016 22:00 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Sjá meira
Ungt par í Grindavík vinnur nú að því að breyta gömlum vatnstanki í bænum í þriggja hæða einbýlishús. Þannig ætla þau að byggja fyrsta svokallaða míkróhús landsins. Þau hvetja Íslendinga til að hugsa út fyrir kassann þegar kemur að húsnæðismálum. Um heim allan hefur áhugi fólks á míkróhúsum eða smáheimilum aukist verulega undanfarin ár, en míkróhús geta verið allt niður í tuttugu fermetra fullbúin heimili. Gríðarleg eftirspurn er nú eftir litlum íbúðum og húsnæði á Íslandi en nánast ekkert framboð. Þau Ingibjörg Jakobsdóttir og Arnar Freyr Jónsson vinna nú að byggingu fyrsta míkróhúss landsins. Húsið sem verður þriggja hæða, byggja þau á grunni rúmlega fimmtíu ára gamals vatnstanks í Grindavík. „Ætli hugmyndin hafi ekki kviknað þegar við vorum úti í Danmörku og sáum að maður í rauninni þyrfti ekkert að búa í 200 fermetrum,“ segir Ingibjörg. „Við viljum ekki eiga heima í þrjú hundruð fermetra einbýlishúsi og vera allan daginn að borga af því, þrífa það og allt sem því fylgir. Við viljum bara eiga heima í húsi sem er bara nóg fyrir okkur. Húsið á í rauninni að vera hannað fyrir okkar þarfir og allt sem er þar inni hefur sinn tilgang,“ bætir Arnar við. Teikning af húsi Arnars og IngibjargarÞau segja þessa leið mun hagkvæmari en að kaupa sér tilbúna íbúð. Húsið hanna þau sjálf eftir eigin þörfum en hafa notið liðsinnis verkfræðistofu með ýmis tæknileg atriði. Starfsfólk þar rak þó um stór augu þegar hugmyndin var fyrst viðruð. „Það var hlegið mikið fannst mér. En ég meina þegar maður er að koma með einhverja hugmynd um að breyta gömlum vatnstanki í þriggja hæða míkróhús þá er fólk kannski ekki alltaf að sjá það fyrir sér. En nú þegar við erum búin að teikna þetta á blað þá finnst fólki þetta mjög fallegt og skilur hvað maður er að fara. Það eru allir bara búnir að vera mjög jákvæðir fyrir þessu og það er bara mjög skemmtilegt, segir Arnar. Arnar og Ingibjörg hafa stofnað Facebooksíðu þar sem áhugafólk um míkróhús getur fylgst með gangi framkvæmdanna. „Það er alveg hægt að gera eitthvað svona, eitthvað sem lítur vel út, fyrir lítinn pening. Það er það sem við ætlum að reyna að gera. Sýna fram á að þetta sé hægt því það er örugglega fullt af fólki þarna úti sem langar að gera eitthvað svipað en þorir ekki endilega að fara af stað í það.“ Þau eru bjartsýn og stefna á að flytja inn síðar á árinu. „Ég held að þetta eigi eftir að ganga upp og að við verðum kominn inn í ágúst,“ segir Arnar.
Tengdar fréttir Ungt fólk forgangsraðar ólíkt eldri kynslóðum Y-kynslóðin hefur aðrar kröfur til íbúðahúsnæðis en kynslóðirnar á undan en markaðurinn hefur ekki brugðist við þessum þörfum. Íslendingar búa almennt í mun stærra húsnæði en nágrannaþjóðirnar. 22. október 2015 19:45 Mikill vilji fyrir byggingu smáheimila: „Svona sem byltingar hefjast“ Fjölmennt var á umræðufundi um smáhýsi í dag. 12. apríl 2016 22:00 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Sjá meira
Ungt fólk forgangsraðar ólíkt eldri kynslóðum Y-kynslóðin hefur aðrar kröfur til íbúðahúsnæðis en kynslóðirnar á undan en markaðurinn hefur ekki brugðist við þessum þörfum. Íslendingar búa almennt í mun stærra húsnæði en nágrannaþjóðirnar. 22. október 2015 19:45
Mikill vilji fyrir byggingu smáheimila: „Svona sem byltingar hefjast“ Fjölmennt var á umræðufundi um smáhýsi í dag. 12. apríl 2016 22:00