Byggja fyrsta míkróhúsið á Íslandi Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 17. apríl 2016 20:00 Ungt par í Grindavík vinnur nú að því að breyta gömlum vatnstanki í bænum í þriggja hæða einbýlishús. Þannig ætla þau að byggja fyrsta svokallaða míkróhús landsins. Þau hvetja Íslendinga til að hugsa út fyrir kassann þegar kemur að húsnæðismálum. Um heim allan hefur áhugi fólks á míkróhúsum eða smáheimilum aukist verulega undanfarin ár, en míkróhús geta verið allt niður í tuttugu fermetra fullbúin heimili. Gríðarleg eftirspurn er nú eftir litlum íbúðum og húsnæði á Íslandi en nánast ekkert framboð. Þau Ingibjörg Jakobsdóttir og Arnar Freyr Jónsson vinna nú að byggingu fyrsta míkróhúss landsins. Húsið sem verður þriggja hæða, byggja þau á grunni rúmlega fimmtíu ára gamals vatnstanks í Grindavík. „Ætli hugmyndin hafi ekki kviknað þegar við vorum úti í Danmörku og sáum að maður í rauninni þyrfti ekkert að búa í 200 fermetrum,“ segir Ingibjörg. „Við viljum ekki eiga heima í þrjú hundruð fermetra einbýlishúsi og vera allan daginn að borga af því, þrífa það og allt sem því fylgir. Við viljum bara eiga heima í húsi sem er bara nóg fyrir okkur. Húsið á í rauninni að vera hannað fyrir okkar þarfir og allt sem er þar inni hefur sinn tilgang,“ bætir Arnar við. Teikning af húsi Arnars og IngibjargarÞau segja þessa leið mun hagkvæmari en að kaupa sér tilbúna íbúð. Húsið hanna þau sjálf eftir eigin þörfum en hafa notið liðsinnis verkfræðistofu með ýmis tæknileg atriði. Starfsfólk þar rak þó um stór augu þegar hugmyndin var fyrst viðruð. „Það var hlegið mikið fannst mér. En ég meina þegar maður er að koma með einhverja hugmynd um að breyta gömlum vatnstanki í þriggja hæða míkróhús þá er fólk kannski ekki alltaf að sjá það fyrir sér. En nú þegar við erum búin að teikna þetta á blað þá finnst fólki þetta mjög fallegt og skilur hvað maður er að fara. Það eru allir bara búnir að vera mjög jákvæðir fyrir þessu og það er bara mjög skemmtilegt, segir Arnar. Arnar og Ingibjörg hafa stofnað Facebooksíðu þar sem áhugafólk um míkróhús getur fylgst með gangi framkvæmdanna. „Það er alveg hægt að gera eitthvað svona, eitthvað sem lítur vel út, fyrir lítinn pening. Það er það sem við ætlum að reyna að gera. Sýna fram á að þetta sé hægt því það er örugglega fullt af fólki þarna úti sem langar að gera eitthvað svipað en þorir ekki endilega að fara af stað í það.“ Þau eru bjartsýn og stefna á að flytja inn síðar á árinu. „Ég held að þetta eigi eftir að ganga upp og að við verðum kominn inn í ágúst,“ segir Arnar. Tengdar fréttir Ungt fólk forgangsraðar ólíkt eldri kynslóðum Y-kynslóðin hefur aðrar kröfur til íbúðahúsnæðis en kynslóðirnar á undan en markaðurinn hefur ekki brugðist við þessum þörfum. Íslendingar búa almennt í mun stærra húsnæði en nágrannaþjóðirnar. 22. október 2015 19:45 Mikill vilji fyrir byggingu smáheimila: „Svona sem byltingar hefjast“ Fjölmennt var á umræðufundi um smáhýsi í dag. 12. apríl 2016 22:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Ungt par í Grindavík vinnur nú að því að breyta gömlum vatnstanki í bænum í þriggja hæða einbýlishús. Þannig ætla þau að byggja fyrsta svokallaða míkróhús landsins. Þau hvetja Íslendinga til að hugsa út fyrir kassann þegar kemur að húsnæðismálum. Um heim allan hefur áhugi fólks á míkróhúsum eða smáheimilum aukist verulega undanfarin ár, en míkróhús geta verið allt niður í tuttugu fermetra fullbúin heimili. Gríðarleg eftirspurn er nú eftir litlum íbúðum og húsnæði á Íslandi en nánast ekkert framboð. Þau Ingibjörg Jakobsdóttir og Arnar Freyr Jónsson vinna nú að byggingu fyrsta míkróhúss landsins. Húsið sem verður þriggja hæða, byggja þau á grunni rúmlega fimmtíu ára gamals vatnstanks í Grindavík. „Ætli hugmyndin hafi ekki kviknað þegar við vorum úti í Danmörku og sáum að maður í rauninni þyrfti ekkert að búa í 200 fermetrum,“ segir Ingibjörg. „Við viljum ekki eiga heima í þrjú hundruð fermetra einbýlishúsi og vera allan daginn að borga af því, þrífa það og allt sem því fylgir. Við viljum bara eiga heima í húsi sem er bara nóg fyrir okkur. Húsið á í rauninni að vera hannað fyrir okkar þarfir og allt sem er þar inni hefur sinn tilgang,“ bætir Arnar við. Teikning af húsi Arnars og IngibjargarÞau segja þessa leið mun hagkvæmari en að kaupa sér tilbúna íbúð. Húsið hanna þau sjálf eftir eigin þörfum en hafa notið liðsinnis verkfræðistofu með ýmis tæknileg atriði. Starfsfólk þar rak þó um stór augu þegar hugmyndin var fyrst viðruð. „Það var hlegið mikið fannst mér. En ég meina þegar maður er að koma með einhverja hugmynd um að breyta gömlum vatnstanki í þriggja hæða míkróhús þá er fólk kannski ekki alltaf að sjá það fyrir sér. En nú þegar við erum búin að teikna þetta á blað þá finnst fólki þetta mjög fallegt og skilur hvað maður er að fara. Það eru allir bara búnir að vera mjög jákvæðir fyrir þessu og það er bara mjög skemmtilegt, segir Arnar. Arnar og Ingibjörg hafa stofnað Facebooksíðu þar sem áhugafólk um míkróhús getur fylgst með gangi framkvæmdanna. „Það er alveg hægt að gera eitthvað svona, eitthvað sem lítur vel út, fyrir lítinn pening. Það er það sem við ætlum að reyna að gera. Sýna fram á að þetta sé hægt því það er örugglega fullt af fólki þarna úti sem langar að gera eitthvað svipað en þorir ekki endilega að fara af stað í það.“ Þau eru bjartsýn og stefna á að flytja inn síðar á árinu. „Ég held að þetta eigi eftir að ganga upp og að við verðum kominn inn í ágúst,“ segir Arnar.
Tengdar fréttir Ungt fólk forgangsraðar ólíkt eldri kynslóðum Y-kynslóðin hefur aðrar kröfur til íbúðahúsnæðis en kynslóðirnar á undan en markaðurinn hefur ekki brugðist við þessum þörfum. Íslendingar búa almennt í mun stærra húsnæði en nágrannaþjóðirnar. 22. október 2015 19:45 Mikill vilji fyrir byggingu smáheimila: „Svona sem byltingar hefjast“ Fjölmennt var á umræðufundi um smáhýsi í dag. 12. apríl 2016 22:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Ungt fólk forgangsraðar ólíkt eldri kynslóðum Y-kynslóðin hefur aðrar kröfur til íbúðahúsnæðis en kynslóðirnar á undan en markaðurinn hefur ekki brugðist við þessum þörfum. Íslendingar búa almennt í mun stærra húsnæði en nágrannaþjóðirnar. 22. október 2015 19:45
Mikill vilji fyrir byggingu smáheimila: „Svona sem byltingar hefjast“ Fjölmennt var á umræðufundi um smáhýsi í dag. 12. apríl 2016 22:00