Byggingarmagn og bótaskylda Páll Hjalti Hjaltason skrifar 25. júlí 2012 06:00 Í grein í Fréttablaðinu síðastliðinn föstudag fjallar fræðimaðurinn og arkitektinn Pétur H. Ármannsson um forsendur fyrir nýafstaðinni samkeppni um Ingólfstorg-Kvos og lagalega stöðu skipulagsmála á landinu. Pétur beinir sjónum sínum einkum að afdrifaríkri grein um bótaskyldu í íslenskum skipulagslögum. Því ber að fagna en ég finn mig samt knúinn til að gera athugasemdir við nokkur atriði í grein Péturs. Pétur segir að forsenda samkeppninnar hafi verið mótsagnakennd þar sem „öll gömlu húsin innan reitsins ættu að standa en eftir sem áður ætti að koma fyrir því nýbyggingamagni sem átti að koma í þeirra stað samkvæmt Kvosarskipulagi“. Hann segir enn fremur að farið hafi verið fram á meira byggingarmagn en hægt væri að koma fyrir án þess að „spilla viðkvæmu og söguríku umhverfi“. Þetta er rangt. Það var engin krafa gerð í forsögn samkeppninnar um að uppfylla þyrfti þær byggingarheimildir sem eru í samþykktu deiliskipulagi. Samkeppnislýsingin var vísvitandi höfð opin hvað varðar uppbyggingu til að gefa keppendum sem mest svigrúm til að leiða fram góðar lausnir. Grín Péturs um að galdra fíla inn í fólksvagn eða að elda úr skemmdum mat missir því marks. Í grein sinni fjallar Pétur skilmerkilega um þá afleitu stöðu sem sveitarfélög landsins standa frammi fyrir þegar byggingarheimildir í deiliskipulagi verða að eign lóðarhafa, sem er varin af eignarréttarákvæðum stjórnarskrár, og hafa ótakmarkaðan gildistíma. Þetta er rétt og það er ekki bara „skilningur lögfróðra“ heldur hafa fallið dómar í Hæstarétti Íslands sem staðfesta tilvist og gildi bótareglunnar. Stjórnendur Reykjavíkurborgar eru mjög meðvitaðir um þessa stöðu og við gerð nýrra skipulagslaga, sem voru samþykkt 2010, lagði borgin mikla áherslu á að endurskoðuð skipulagslög fælu það m.a. í sér að byggingarheimildir yrðu tímabundnar. Því miður tók Alþingi ekki tillit til þeirra óska og þar við situr. Alþingi setur landslög, ekki sveitarfélagið Reykjavík. Ákall Péturs til stjórnenda Reykjavíkurborgar um að þeir eigi að „endurskoða strax samningsskilmála um úthlutun byggingarréttar með það í huga að hann verði tímabundinn og með fyrirvara um rétt til endurskoðunar skipulags án fébóta“ er brýnt svo langt sem það nær. Gallinn er bara sá að það gefur til kynna að borgin hafi ekkert sinnt þessu mikilvæga máli. Það hefur borgin sannarlega gert. Það er hárrétt að endurskoðun á þessu lagaákvæði er afar mikilvæg þegar kemur að þéttingu byggðar í kjölfar endurskoðaðs Aðalskipulags Reykjavíkur. Það kæmi í veg fyrir að nýjar heimildir yrðu til inn í framtíðina, ótímabundið. Það er einnig rétt, sem fram kemur í greininni, að lög um eignarétt verða ekki afturvirk og því mun lagabreyting ekki hafa áhrif á vanda fortíðar. Í grein sinni tengir Pétur þessa nauðsynlegu breytingu á skipulagslögum við þá uppbyggingu á Landsímareit og við Vallarstræti sem verðlaunatillagan gerir ráð fyrir. Gildandi deiliskipulag á þessu svæði, svokallað Kvosarskipulag, er 26 ára gamalt. Endurskoðun á bótareglu skipulagslaga myndi ekki hafa nein áhrif á stöðu mála þar. Vonandi gengur breyting laganna sem fyrst í gegn en breytingin mun ekki verða afturvirk, eins og Pétur segir sjálfur í greininni. Þar fyrir utan voru keppendur, eins og áður sagði, ekki beðnir um að uppfylla það byggingarmagn sem gildandi deiliskipulag heimilar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Í grein í Fréttablaðinu síðastliðinn föstudag fjallar fræðimaðurinn og arkitektinn Pétur H. Ármannsson um forsendur fyrir nýafstaðinni samkeppni um Ingólfstorg-Kvos og lagalega stöðu skipulagsmála á landinu. Pétur beinir sjónum sínum einkum að afdrifaríkri grein um bótaskyldu í íslenskum skipulagslögum. Því ber að fagna en ég finn mig samt knúinn til að gera athugasemdir við nokkur atriði í grein Péturs. Pétur segir að forsenda samkeppninnar hafi verið mótsagnakennd þar sem „öll gömlu húsin innan reitsins ættu að standa en eftir sem áður ætti að koma fyrir því nýbyggingamagni sem átti að koma í þeirra stað samkvæmt Kvosarskipulagi“. Hann segir enn fremur að farið hafi verið fram á meira byggingarmagn en hægt væri að koma fyrir án þess að „spilla viðkvæmu og söguríku umhverfi“. Þetta er rangt. Það var engin krafa gerð í forsögn samkeppninnar um að uppfylla þyrfti þær byggingarheimildir sem eru í samþykktu deiliskipulagi. Samkeppnislýsingin var vísvitandi höfð opin hvað varðar uppbyggingu til að gefa keppendum sem mest svigrúm til að leiða fram góðar lausnir. Grín Péturs um að galdra fíla inn í fólksvagn eða að elda úr skemmdum mat missir því marks. Í grein sinni fjallar Pétur skilmerkilega um þá afleitu stöðu sem sveitarfélög landsins standa frammi fyrir þegar byggingarheimildir í deiliskipulagi verða að eign lóðarhafa, sem er varin af eignarréttarákvæðum stjórnarskrár, og hafa ótakmarkaðan gildistíma. Þetta er rétt og það er ekki bara „skilningur lögfróðra“ heldur hafa fallið dómar í Hæstarétti Íslands sem staðfesta tilvist og gildi bótareglunnar. Stjórnendur Reykjavíkurborgar eru mjög meðvitaðir um þessa stöðu og við gerð nýrra skipulagslaga, sem voru samþykkt 2010, lagði borgin mikla áherslu á að endurskoðuð skipulagslög fælu það m.a. í sér að byggingarheimildir yrðu tímabundnar. Því miður tók Alþingi ekki tillit til þeirra óska og þar við situr. Alþingi setur landslög, ekki sveitarfélagið Reykjavík. Ákall Péturs til stjórnenda Reykjavíkurborgar um að þeir eigi að „endurskoða strax samningsskilmála um úthlutun byggingarréttar með það í huga að hann verði tímabundinn og með fyrirvara um rétt til endurskoðunar skipulags án fébóta“ er brýnt svo langt sem það nær. Gallinn er bara sá að það gefur til kynna að borgin hafi ekkert sinnt þessu mikilvæga máli. Það hefur borgin sannarlega gert. Það er hárrétt að endurskoðun á þessu lagaákvæði er afar mikilvæg þegar kemur að þéttingu byggðar í kjölfar endurskoðaðs Aðalskipulags Reykjavíkur. Það kæmi í veg fyrir að nýjar heimildir yrðu til inn í framtíðina, ótímabundið. Það er einnig rétt, sem fram kemur í greininni, að lög um eignarétt verða ekki afturvirk og því mun lagabreyting ekki hafa áhrif á vanda fortíðar. Í grein sinni tengir Pétur þessa nauðsynlegu breytingu á skipulagslögum við þá uppbyggingu á Landsímareit og við Vallarstræti sem verðlaunatillagan gerir ráð fyrir. Gildandi deiliskipulag á þessu svæði, svokallað Kvosarskipulag, er 26 ára gamalt. Endurskoðun á bótareglu skipulagslaga myndi ekki hafa nein áhrif á stöðu mála þar. Vonandi gengur breyting laganna sem fyrst í gegn en breytingin mun ekki verða afturvirk, eins og Pétur segir sjálfur í greininni. Þar fyrir utan voru keppendur, eins og áður sagði, ekki beðnir um að uppfylla það byggingarmagn sem gildandi deiliskipulag heimilar.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar