Byggingarmagn og bótaskylda Páll Hjalti Hjaltason skrifar 25. júlí 2012 06:00 Í grein í Fréttablaðinu síðastliðinn föstudag fjallar fræðimaðurinn og arkitektinn Pétur H. Ármannsson um forsendur fyrir nýafstaðinni samkeppni um Ingólfstorg-Kvos og lagalega stöðu skipulagsmála á landinu. Pétur beinir sjónum sínum einkum að afdrifaríkri grein um bótaskyldu í íslenskum skipulagslögum. Því ber að fagna en ég finn mig samt knúinn til að gera athugasemdir við nokkur atriði í grein Péturs. Pétur segir að forsenda samkeppninnar hafi verið mótsagnakennd þar sem „öll gömlu húsin innan reitsins ættu að standa en eftir sem áður ætti að koma fyrir því nýbyggingamagni sem átti að koma í þeirra stað samkvæmt Kvosarskipulagi“. Hann segir enn fremur að farið hafi verið fram á meira byggingarmagn en hægt væri að koma fyrir án þess að „spilla viðkvæmu og söguríku umhverfi“. Þetta er rangt. Það var engin krafa gerð í forsögn samkeppninnar um að uppfylla þyrfti þær byggingarheimildir sem eru í samþykktu deiliskipulagi. Samkeppnislýsingin var vísvitandi höfð opin hvað varðar uppbyggingu til að gefa keppendum sem mest svigrúm til að leiða fram góðar lausnir. Grín Péturs um að galdra fíla inn í fólksvagn eða að elda úr skemmdum mat missir því marks. Í grein sinni fjallar Pétur skilmerkilega um þá afleitu stöðu sem sveitarfélög landsins standa frammi fyrir þegar byggingarheimildir í deiliskipulagi verða að eign lóðarhafa, sem er varin af eignarréttarákvæðum stjórnarskrár, og hafa ótakmarkaðan gildistíma. Þetta er rétt og það er ekki bara „skilningur lögfróðra“ heldur hafa fallið dómar í Hæstarétti Íslands sem staðfesta tilvist og gildi bótareglunnar. Stjórnendur Reykjavíkurborgar eru mjög meðvitaðir um þessa stöðu og við gerð nýrra skipulagslaga, sem voru samþykkt 2010, lagði borgin mikla áherslu á að endurskoðuð skipulagslög fælu það m.a. í sér að byggingarheimildir yrðu tímabundnar. Því miður tók Alþingi ekki tillit til þeirra óska og þar við situr. Alþingi setur landslög, ekki sveitarfélagið Reykjavík. Ákall Péturs til stjórnenda Reykjavíkurborgar um að þeir eigi að „endurskoða strax samningsskilmála um úthlutun byggingarréttar með það í huga að hann verði tímabundinn og með fyrirvara um rétt til endurskoðunar skipulags án fébóta“ er brýnt svo langt sem það nær. Gallinn er bara sá að það gefur til kynna að borgin hafi ekkert sinnt þessu mikilvæga máli. Það hefur borgin sannarlega gert. Það er hárrétt að endurskoðun á þessu lagaákvæði er afar mikilvæg þegar kemur að þéttingu byggðar í kjölfar endurskoðaðs Aðalskipulags Reykjavíkur. Það kæmi í veg fyrir að nýjar heimildir yrðu til inn í framtíðina, ótímabundið. Það er einnig rétt, sem fram kemur í greininni, að lög um eignarétt verða ekki afturvirk og því mun lagabreyting ekki hafa áhrif á vanda fortíðar. Í grein sinni tengir Pétur þessa nauðsynlegu breytingu á skipulagslögum við þá uppbyggingu á Landsímareit og við Vallarstræti sem verðlaunatillagan gerir ráð fyrir. Gildandi deiliskipulag á þessu svæði, svokallað Kvosarskipulag, er 26 ára gamalt. Endurskoðun á bótareglu skipulagslaga myndi ekki hafa nein áhrif á stöðu mála þar. Vonandi gengur breyting laganna sem fyrst í gegn en breytingin mun ekki verða afturvirk, eins og Pétur segir sjálfur í greininni. Þar fyrir utan voru keppendur, eins og áður sagði, ekki beðnir um að uppfylla það byggingarmagn sem gildandi deiliskipulag heimilar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Skoðun Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í grein í Fréttablaðinu síðastliðinn föstudag fjallar fræðimaðurinn og arkitektinn Pétur H. Ármannsson um forsendur fyrir nýafstaðinni samkeppni um Ingólfstorg-Kvos og lagalega stöðu skipulagsmála á landinu. Pétur beinir sjónum sínum einkum að afdrifaríkri grein um bótaskyldu í íslenskum skipulagslögum. Því ber að fagna en ég finn mig samt knúinn til að gera athugasemdir við nokkur atriði í grein Péturs. Pétur segir að forsenda samkeppninnar hafi verið mótsagnakennd þar sem „öll gömlu húsin innan reitsins ættu að standa en eftir sem áður ætti að koma fyrir því nýbyggingamagni sem átti að koma í þeirra stað samkvæmt Kvosarskipulagi“. Hann segir enn fremur að farið hafi verið fram á meira byggingarmagn en hægt væri að koma fyrir án þess að „spilla viðkvæmu og söguríku umhverfi“. Þetta er rangt. Það var engin krafa gerð í forsögn samkeppninnar um að uppfylla þyrfti þær byggingarheimildir sem eru í samþykktu deiliskipulagi. Samkeppnislýsingin var vísvitandi höfð opin hvað varðar uppbyggingu til að gefa keppendum sem mest svigrúm til að leiða fram góðar lausnir. Grín Péturs um að galdra fíla inn í fólksvagn eða að elda úr skemmdum mat missir því marks. Í grein sinni fjallar Pétur skilmerkilega um þá afleitu stöðu sem sveitarfélög landsins standa frammi fyrir þegar byggingarheimildir í deiliskipulagi verða að eign lóðarhafa, sem er varin af eignarréttarákvæðum stjórnarskrár, og hafa ótakmarkaðan gildistíma. Þetta er rétt og það er ekki bara „skilningur lögfróðra“ heldur hafa fallið dómar í Hæstarétti Íslands sem staðfesta tilvist og gildi bótareglunnar. Stjórnendur Reykjavíkurborgar eru mjög meðvitaðir um þessa stöðu og við gerð nýrra skipulagslaga, sem voru samþykkt 2010, lagði borgin mikla áherslu á að endurskoðuð skipulagslög fælu það m.a. í sér að byggingarheimildir yrðu tímabundnar. Því miður tók Alþingi ekki tillit til þeirra óska og þar við situr. Alþingi setur landslög, ekki sveitarfélagið Reykjavík. Ákall Péturs til stjórnenda Reykjavíkurborgar um að þeir eigi að „endurskoða strax samningsskilmála um úthlutun byggingarréttar með það í huga að hann verði tímabundinn og með fyrirvara um rétt til endurskoðunar skipulags án fébóta“ er brýnt svo langt sem það nær. Gallinn er bara sá að það gefur til kynna að borgin hafi ekkert sinnt þessu mikilvæga máli. Það hefur borgin sannarlega gert. Það er hárrétt að endurskoðun á þessu lagaákvæði er afar mikilvæg þegar kemur að þéttingu byggðar í kjölfar endurskoðaðs Aðalskipulags Reykjavíkur. Það kæmi í veg fyrir að nýjar heimildir yrðu til inn í framtíðina, ótímabundið. Það er einnig rétt, sem fram kemur í greininni, að lög um eignarétt verða ekki afturvirk og því mun lagabreyting ekki hafa áhrif á vanda fortíðar. Í grein sinni tengir Pétur þessa nauðsynlegu breytingu á skipulagslögum við þá uppbyggingu á Landsímareit og við Vallarstræti sem verðlaunatillagan gerir ráð fyrir. Gildandi deiliskipulag á þessu svæði, svokallað Kvosarskipulag, er 26 ára gamalt. Endurskoðun á bótareglu skipulagslaga myndi ekki hafa nein áhrif á stöðu mála þar. Vonandi gengur breyting laganna sem fyrst í gegn en breytingin mun ekki verða afturvirk, eins og Pétur segir sjálfur í greininni. Þar fyrir utan voru keppendur, eins og áður sagði, ekki beðnir um að uppfylla það byggingarmagn sem gildandi deiliskipulag heimilar.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun