Innlent

Buster var í spreng og fann kannabisrækt

Fíkniefnahundurinn Buster rambaði á kannabisræktun í nótt. Lögreglumenn voru þá á ferð um um uppsveitir Árnessýslu og var Buster með í för.

Þeir stöðvuðu bílinn til þess að leyfa hundinum að míga en um leið og hann stökk út tók hann stefnuna að nærliggjandi íbúðarhúsi og gaf sterka ábendingu að þar innandyra væru fíkniefni.

„Lögreglumenn bönkuðu upp á.  Húsráðandi kom til dyra og leyndi sér ekki kannabisilmurinn sem barst út úr húsinu,“ segir í tilkynningu. „Við leit í íbúðinni fundust tæplega 40 kannabisplöntur. Lögreglan lagði hald á ræktunina og búnað auk þess var húsráðandi handtekinn og yfirheyrður. Hann viðurkenndi brot sitt. “



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×