Viðskipti innlent

Burger King flytur til Kanada

Haraldur Guðmundsson skrifar
Burger King var stofnað á Miami árið 1954.
Burger King var stofnað á Miami árið 1954.
Bandaríski skyndibitarisinn Burger King hefur keypt kaffihúsakeðjuna Tim Hortons fyrir ellefu milljarða Bandaríkjadala, jafnvirði 1.285 milljarða króna.

Kaupin á Tim Hortons gera Burger King að þriðju stærstu skyndibitakeðju í heiminum með 18 þúsund veitingastaði í 100 löndum og ársveltu upp á 23 milljarða dala. 

Höfuðstöðvar sameinaðs fyrirtækis verða í Kanada. Landið verður eftir kaupin stærsti markaður Burger King og þar eru fyrirtækjaskattar einnig lægri en í Bandaríkjunum. Daglegur rekstur risanna tveggja verður þó aðskilinn þar sem Burger King mun áfram reka starfsemina frá Miami á Flórída en Tim Hortons í borginni Oakville í Ontario. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×