Búinn að fá tvisvar sinnum heilahristing og tímabilið líklega búið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. apríl 2015 07:45 Magnús hefur lent í miklum skakkaföllum í vetur en náði þó að verða bikarmeistari. vísir/stefán „Heilsan hefur oft verið betri,“ segir fyrirliði ÍBV, Magnús Stefánsson, en lukkan hefur ekki beint leikið við hann í vetur. Hann fékk heilahristing fyrr í vetur og svo lenti hann líka í árekstri í Vestmannaeyjum og hefur vart verið góður síðan. Óttast er að Magnús sé kviðslitinn en hann ætti að fá það staðfest í dag. Fari svo þá er tímabilið hjá honum fokið út um gluggann og hann missir af úrslitakeppninni. „Ég er talsvert kvalinn og á erfitt með gang. Þeir segja að einkenni bendi til þess að ég sé kviðslitinn,“ segir Magnús en hann yrði þá annar leikmaður ÍBV sem kviðslitnar í vetur. Sindri Haraldsson er einnig kviðslitinn. „Þetta var nokkuð harkalegt bílslys sem ég lenti í og einn læknir hefur tengt það við meiðslin mín í dag. Ég var farþegi í bíl og við fengum annan bíl inn í hliðina. Þetta var algert óhapp.“ Magnús var þá á leiðinni upp á flugvöll í Eyjum að fljúga með liðinu í leik. Hann fór með liðinu þrátt fyrir slysið en þegar hann byrjaði að hita upp fór hann að svima og þá var hann settur í hvíld. Engin áhætta tekin. „Ég hef verið frekar slæmur eftir slysið enda fékk ég talsvert höfuðhögg. Þetta er mjög svekkjandi en liðið má ekki við neinum skakkaföllum. Ég prófaði að spila einn leik en var með verki,“ segir Magnús, en talið er að hann hafi fengið heilahristing í slysinu. „Það er þá í annað sinn því ég fékk líka höfuðhögg og heilahristing fyrr í vetur. Það var fyrir pásuna í deildinni og ég fékk því tíma til að jafna mig.“ Magnús er ekkert allt of bjartsýnn á að spila meira í vetur. „Ég get ekki hreyft mig nokkurn skapaðan hlut núna. Ef ég er kviðslitinn þá er þetta líklega búið. Þetta er búið að vera erfitt tímabil með meiðslin en mér tókst þó samt að vinna bikarinn með ÍBV sem var ágætt. Við viljum samt meira þó svo það hafi verið á brattann að sækja í síðustu leikjum.“ Olís-deild karla Mest lesið „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Fleiri fréttir Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Sjá meira
„Heilsan hefur oft verið betri,“ segir fyrirliði ÍBV, Magnús Stefánsson, en lukkan hefur ekki beint leikið við hann í vetur. Hann fékk heilahristing fyrr í vetur og svo lenti hann líka í árekstri í Vestmannaeyjum og hefur vart verið góður síðan. Óttast er að Magnús sé kviðslitinn en hann ætti að fá það staðfest í dag. Fari svo þá er tímabilið hjá honum fokið út um gluggann og hann missir af úrslitakeppninni. „Ég er talsvert kvalinn og á erfitt með gang. Þeir segja að einkenni bendi til þess að ég sé kviðslitinn,“ segir Magnús en hann yrði þá annar leikmaður ÍBV sem kviðslitnar í vetur. Sindri Haraldsson er einnig kviðslitinn. „Þetta var nokkuð harkalegt bílslys sem ég lenti í og einn læknir hefur tengt það við meiðslin mín í dag. Ég var farþegi í bíl og við fengum annan bíl inn í hliðina. Þetta var algert óhapp.“ Magnús var þá á leiðinni upp á flugvöll í Eyjum að fljúga með liðinu í leik. Hann fór með liðinu þrátt fyrir slysið en þegar hann byrjaði að hita upp fór hann að svima og þá var hann settur í hvíld. Engin áhætta tekin. „Ég hef verið frekar slæmur eftir slysið enda fékk ég talsvert höfuðhögg. Þetta er mjög svekkjandi en liðið má ekki við neinum skakkaföllum. Ég prófaði að spila einn leik en var með verki,“ segir Magnús, en talið er að hann hafi fengið heilahristing í slysinu. „Það er þá í annað sinn því ég fékk líka höfuðhögg og heilahristing fyrr í vetur. Það var fyrir pásuna í deildinni og ég fékk því tíma til að jafna mig.“ Magnús er ekkert allt of bjartsýnn á að spila meira í vetur. „Ég get ekki hreyft mig nokkurn skapaðan hlut núna. Ef ég er kviðslitinn þá er þetta líklega búið. Þetta er búið að vera erfitt tímabil með meiðslin en mér tókst þó samt að vinna bikarinn með ÍBV sem var ágætt. Við viljum samt meira þó svo það hafi verið á brattann að sækja í síðustu leikjum.“
Olís-deild karla Mest lesið „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Fleiri fréttir Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita