Viðskipti erlent

Búið að fjármagna framkvæmdir á hæstu byggingu heims

Atli Ísleifsson skrifar
Sádi-arabíski prinsinn Alwaleed kemur að verkefninu. Áætlað er að framkvæmdum ljúki 2018.
Sádi-arabíski prinsinn Alwaleed kemur að verkefninu. Áætlað er að framkvæmdum ljúki 2018. Vísir/AFP
Félag í Sádi-Arabíu hefur tryggt fjármögnun fyrir framkvæmdum á hæstu byggingu í heimi sem rísa á í borginni Jeddah. Byggingin verður 170 hæða og rúmlega kílómetra há.

Í turninum – sem gengur undir nafninu Kingdom Tower – verður hótel, íbúðir og skrifstofur og er búist við að framkvæmdum ljúki árið 2018.

Burj Khalifa í Dubai er nú hæsta bygging heims, 829,8 metrar á hæð.

Í frétt Al Jazeera kemur fram að kostnaður sé áætlaður rúmir um tveir milljarðar Bandaríkjadala, eða um 300 milljarðar króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×