Innlent

Búið að fara yfir allar skemmdir á Siglufirði

Samúel Karl Ólason skrifar
MYND/ANDRI FREYR SVEINSSON
Matsmenn Viðlagatryggingar Íslands eru búnir að skoða öll hús á Siglufirði, sem urðu fyrir tjóni í flóðunum í þar síðustu viku. Nú tekur við pappírsvinna sem gengur út á að kanna verðmæti hluta og ýmislegt, svo hægt sé að reikna út tjónið.

Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar Íslands, segir að liðlega 30 fasteignir hafi skemmst í heild sé um liðlega 60 matsgerðir sem nauðsynlegt er að vinna.

„Við erum rosalega ánægð með að náðst hafi að fara í öll hús í síðustu viku. Fólk veit nú hverju má henda og getur farið að vinna úr þessu,“ segir Hulda.

Mat á tjóni sem varð á fráveitukerfi Siglufjarðar er enn í vinnslu.


Tengdar fréttir

Eitt stærsta aurflóð sem fólk man eftir

Gríðarmikil úrkoma sólarhringinn fyrir flóðin á Siglufirði olli því að þúsundir rúmmetra skriðu fram. Sjö skriður loka veginum milli Siglufjarðar og Fljóta og nokkra daga tekur að hreinsa fráveitukerfi bæjarins.

Tjón á vegum og ræsum fæst ekki bætt

Tjón sem orðið hefur á götum og vegræsum á Siglufirði vegna úrhellisins og vatnavaxta fæst ekki bætt hjá Viðlagatryggingu Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×