Innlent

Buðu hælisleitendur velkomna í meðmælagöngu

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
„Sandkornið sem fyllti mælinn“
„Sandkornið sem fyllti mælinn“ vísir/stefán
Meðmælagangan svokallaða, sem var til stuðnings albanskri fjölskyldu sem synjað hefur verið um hæli hér á landi, var farin í kvöld. Ungt fólk í Laugarneskirkju stóð fyrir viðburðinum en þau vilja með göngunni bjóða hælisleitendur velkomna til landsins.

Krakkarnir héldu á skiltum með slagorðum á borð við „Friður“ og „Jafnrétti“ og héldu að göngu lokinni í Laugarneskirkju þar sem þeir héldu stutta tónleika og fluttu erindi. Hin albanska Laura Telati var á meðal ræðumanna.

„Við viljum ekki sjá óþarfa brottvísanir“vísir/stefán
„Það er verið að synja tveimur skólafélögum þeirra um veru hér á landi, og er fólk hér í Laugarneskirkju sem verið er að vísa úr landi. Það voru sandkornin sem fylltu mælin og þá vildu krakkarnir láta í sér heyra, sýna hvernig samfélagi þau vilja búa í,“ sagði Hjalti Jón Sverrisson, einn aðstandanda göngunnar, í kvöldfréttum Stöðvar 2.  

Telati fjölskyldunni var í síðustu viku synjað um hæli hér á landi. Fjölskyldan komst í fréttirnar því börnin þrjú höfðu ekki fengið skólavist þrátt fyrir að hafa verið hér frá því í júní. Finna mátti mikinn samhug meðal landsmanna, því fjölmargir söfnuðu húsgögnum fyrir fjölskylduna og allt að tíu þúsund manns rituðu nafn sitt á lista þar sem þess var krafist að fjölskyldunni yrði veitt hæli hér á landi.

Breytendur á adrenalíni, mannréttindahreyfing ungs fólks, efndu til göngunnar sem farin var frá Frú Laugu í kvöld. Ungmennin segjast ekki vilja sjá að skólafélögum þeirra sé vísað burt. „Við viljum ekki sjá óþarfa brottvísanir, við viljum ekki sjá Dyflinnarregluna (eða dyflissu-regluna eins og við köllum hana). Við viljum segja: Verið velkomin,“ segja þau.

vísir/stefán

Tengdar fréttir

Nær útilokað að Telati- fjölskyldan fái hér hæli

Erfitt getur verið fyrir fólk frá Albaníu að fá dvalarleyfi vegna atvinnu hér á landi. Lögfræðingur með sérhæfingu í málefnum útlendinga telur dvalarleyfi af mannúðarástæðum bestu lausnina fyrir Telati-fjölskylduna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×