BSRB skoðar aðkomu að íbúðafélagi Sæunn Gísladóttir skrifar 14. mars 2016 12:58 Stjórn BSRB hefur nú til skoðunar hvort bandalagið mun koma að stofnun íbúðafélags ásamt Alþýðusambandi Íslands. Vísir/Andri Marinó Stjórn BSRB hefur nú til skoðunar hvort bandalagið mun koma að stofnun íbúðafélags ásamt Alþýðusambandi Íslands (ASÍ). Félagið mun verða leigufélag sem rekið verður án hagnaðarsjónarmiða. Skýrast mun á næstu vikum hvort, og þá hvernig, BSRB mun taka þátt í stofnun íbúðafélagsins, segir í tilkynningu. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, kynnti áform um stofnun íbúðafélagsins við hátíðarhöld vegna 100 ára afmælis ASÍ um helgina. Félagið mun hafa það hlutverk að byggja fjölda leiguíbúða og leigja lágtekjufólki á viðráðanlegu verði. Skrifað var undir samning við Reykjavíkurborg um helgina um að borgin sjái félaginu fyrir lóðum fyrir 1.000 íbúðir á næstu fjórum árum.Mikil þörf segir formaður BSRB„Þetta er mikilvægt mál sem stjórn BSRB hefur verið með til skoðunar. Við þurfum að fara vandlega yfir alla þætti málsins áður en við tökum ákvörðun um aðkomu bandalagsins að málinu, en þörfin fyrir húsnæði á viðráðanlegu verði fyrir tekjulægstu hópana ætti að vera öllum ljós,“ segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB. Íbúðafélagið verður sjálfseignarstofnun með takmarkaða ábyrgð, og verður það rekið án markmiða um hagnað. Áður en hægt verður að stofna íbúðafélagið þarf Alþingi að samþykkja frumvarp Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra. Vonir standa til þess að það verði gert fyrir lok vorþings.Tekjulágir fái öruggt leiguhúsnæðiFormannaráð BSRB hvetur ríkisstjórnina og Alþingi til að samþykkja aðgerðir í húsnæðismálum sem byggja a frumvörpum ráðherra. Ráðið ályktaði á fundi sínum nýlega að leysa verði mikinn vanda á húsnæðismarkaði með heildstæðum og markvissum hætti, eins og bandalagið hafi margoft bent á. „BSRB hefur margítrekað bent á að auka þarf framboð öruggs leiguhúsnæðis fyrir fjölskyldur auk þess sem brýn nauðsyn er á að draga verulega úr húsnæðiskostnaði launafólks,“ segir meðal annars í ályktun formannaráðsins. Ráðið telur mikilvægt að tekjulágum fjölskyldum verði veittur aðgangur að öruggu leiguhúsnæði með viðráðanlegri leigu.BSRB leggur áherslu á blandaða byggðElín Björg segir að ýmsu að huga áður en félagið verði stofnað. „BSRB mun leggja áherslu á að þessar nýju íbúðir verði í blandaðri byggð, þannig að ekki verði um það að ræða að byggðar verði upp blokkir þar sem eingöngu tekjulágir leigja. Það er mikilvægt að útfæra þetta nánar til að tryggja blöndun. Félagar okkar í ASÍ eru okkur algerlega sammála, en við þurfum í sameiningu að finna réttu leiðina til að byggðin verði sannarlega blönduð.“ Forseti ASÍ sagði í samtölum við fjölmiðla um helgina að ASÍ muni leggja íbúðafélaginu til 10 milljónir króna í stofnfé. Í tilefni af aldar afmæli ASÍ gaf BSRB hreyfingunni eina milljón króna í stofnfé íbúðafélagsins. Ákveði stjórn BSRB að taka þátt í stofnun íbúðafélagsins með ASÍ mun bandalagið leggja til ákveðið hlutfall af stofnfé íbúðafélagsins til viðbótar við þessa gjöf. Einnig er áformað að aðildarfélögin veiti íbúðafélaginu víkjandi lán upp á allt að 100 milljónir króna til að tryggja rekstrarfjármögnun félagsins fyrstu fimm árin, þar til reksturinn verður orðinn nægilega mikill að umfangi til að hann verði sjálfbær. Tengdar fréttir Byggja þúsund íbúðir fyrir tekjulága í Reykjavík Alþýðusambandið og Reykjavíkurborg ætla að byggja eitt þúsund íbúðir fyrir tekjulágt launafólk á næstu fjórum árum. 12. mars 2016 18:45 Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 miljarða Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 miljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira
Stjórn BSRB hefur nú til skoðunar hvort bandalagið mun koma að stofnun íbúðafélags ásamt Alþýðusambandi Íslands (ASÍ). Félagið mun verða leigufélag sem rekið verður án hagnaðarsjónarmiða. Skýrast mun á næstu vikum hvort, og þá hvernig, BSRB mun taka þátt í stofnun íbúðafélagsins, segir í tilkynningu. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, kynnti áform um stofnun íbúðafélagsins við hátíðarhöld vegna 100 ára afmælis ASÍ um helgina. Félagið mun hafa það hlutverk að byggja fjölda leiguíbúða og leigja lágtekjufólki á viðráðanlegu verði. Skrifað var undir samning við Reykjavíkurborg um helgina um að borgin sjái félaginu fyrir lóðum fyrir 1.000 íbúðir á næstu fjórum árum.Mikil þörf segir formaður BSRB„Þetta er mikilvægt mál sem stjórn BSRB hefur verið með til skoðunar. Við þurfum að fara vandlega yfir alla þætti málsins áður en við tökum ákvörðun um aðkomu bandalagsins að málinu, en þörfin fyrir húsnæði á viðráðanlegu verði fyrir tekjulægstu hópana ætti að vera öllum ljós,“ segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB. Íbúðafélagið verður sjálfseignarstofnun með takmarkaða ábyrgð, og verður það rekið án markmiða um hagnað. Áður en hægt verður að stofna íbúðafélagið þarf Alþingi að samþykkja frumvarp Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra. Vonir standa til þess að það verði gert fyrir lok vorþings.Tekjulágir fái öruggt leiguhúsnæðiFormannaráð BSRB hvetur ríkisstjórnina og Alþingi til að samþykkja aðgerðir í húsnæðismálum sem byggja a frumvörpum ráðherra. Ráðið ályktaði á fundi sínum nýlega að leysa verði mikinn vanda á húsnæðismarkaði með heildstæðum og markvissum hætti, eins og bandalagið hafi margoft bent á. „BSRB hefur margítrekað bent á að auka þarf framboð öruggs leiguhúsnæðis fyrir fjölskyldur auk þess sem brýn nauðsyn er á að draga verulega úr húsnæðiskostnaði launafólks,“ segir meðal annars í ályktun formannaráðsins. Ráðið telur mikilvægt að tekjulágum fjölskyldum verði veittur aðgangur að öruggu leiguhúsnæði með viðráðanlegri leigu.BSRB leggur áherslu á blandaða byggðElín Björg segir að ýmsu að huga áður en félagið verði stofnað. „BSRB mun leggja áherslu á að þessar nýju íbúðir verði í blandaðri byggð, þannig að ekki verði um það að ræða að byggðar verði upp blokkir þar sem eingöngu tekjulágir leigja. Það er mikilvægt að útfæra þetta nánar til að tryggja blöndun. Félagar okkar í ASÍ eru okkur algerlega sammála, en við þurfum í sameiningu að finna réttu leiðina til að byggðin verði sannarlega blönduð.“ Forseti ASÍ sagði í samtölum við fjölmiðla um helgina að ASÍ muni leggja íbúðafélaginu til 10 milljónir króna í stofnfé. Í tilefni af aldar afmæli ASÍ gaf BSRB hreyfingunni eina milljón króna í stofnfé íbúðafélagsins. Ákveði stjórn BSRB að taka þátt í stofnun íbúðafélagsins með ASÍ mun bandalagið leggja til ákveðið hlutfall af stofnfé íbúðafélagsins til viðbótar við þessa gjöf. Einnig er áformað að aðildarfélögin veiti íbúðafélaginu víkjandi lán upp á allt að 100 milljónir króna til að tryggja rekstrarfjármögnun félagsins fyrstu fimm árin, þar til reksturinn verður orðinn nægilega mikill að umfangi til að hann verði sjálfbær.
Tengdar fréttir Byggja þúsund íbúðir fyrir tekjulága í Reykjavík Alþýðusambandið og Reykjavíkurborg ætla að byggja eitt þúsund íbúðir fyrir tekjulágt launafólk á næstu fjórum árum. 12. mars 2016 18:45 Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 miljarða Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 miljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira
Byggja þúsund íbúðir fyrir tekjulága í Reykjavík Alþýðusambandið og Reykjavíkurborg ætla að byggja eitt þúsund íbúðir fyrir tekjulágt launafólk á næstu fjórum árum. 12. mars 2016 18:45