Brynjar um Eygló: „Með súkkulaði út á báðar kinnar allt kjörtímabilið“ Atli Ísleifsson skrifar 19. ágúst 2016 10:20 Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, og Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Vísir/Anton/Vilhelm „Sá sem fékk þó stærsta hluta kökunnar og hefur verið með súkkulaði út á báðar kinnar allt kjörtímabilið vildi meira og gat því ekki stutt málið. Í mínu ungdæmi var þetta kallað að vera stíflaður af frekju,“ segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í færslu á Facebook-síðu sinni. Vísar hann þar til ákvörðun Eyglóar Harðardóttur, félags-og húsnæðismálaráðherra, um að sitja hjá við atkvæðagreiðslu um fjármálastefnu og fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Segir hann að fullyrða megi að allir ráðherrar í ríkisstjórninni hefðu viljað fá í ríkisfjármálaáætlun meira fé í sína málaflokka. Eygló og Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sátu hjá við afgreiðslu stjórnarfrumvarpa í gær sem vörðuðu fjármálastefnu 2017 til 2021 og fjármálaáætlun sömu ára. Bæði málin voru þó samþykkt, hið fyrra með 29 atkvæðum gegn sautján en tveir sátu hjá og hið síðara með 29 atkvæðum gegn fjórtán þar sem sex sátu hjá. Brynjar er ekki fyrsti stjórnarþingmaðurinn til að gagnrýna Eygló en Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði ákvörðun Eyglóar um að sitja hjá ekki boðlega ráðherra í ríkisstjórn. Eygló gerði grein fyrir atkvæði sínu varðandi fjármálastefnuna: „Sú vinna sem ég hef verið að vinna hefur verið í samræmi við þann stjórnarsáttmála. Hér erum við hins vegar að tala um næsta kjörtímabil. Það liggur ekki fyrir neitt samkomulag um það með hvaða hætti á að standa að því samstarfi ef það verður og ég hef látið vita af þessum fyrirvara mínum í gegnum allt þetta mál að það sé ekki verið að huga nægilega vel að lífeyrisþegum, að barnafjölskyldum og mér þykir það leitt ég skuli ekki geta stutt þetta mál,“ sagði Eygló. Tengdar fréttir Eygló styður hvorki fjármálastefnu né fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar Eygló Harðardóttir félags-og húsnæðismálaráðherra og Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Framsóknarflokksins sátu hjá við atkvæðagreiðslu á Alþingi í dag er greidd voru atkvæði um annars vegar fjármálastefnu 2017-2021. 18. ágúst 2016 15:56 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
„Sá sem fékk þó stærsta hluta kökunnar og hefur verið með súkkulaði út á báðar kinnar allt kjörtímabilið vildi meira og gat því ekki stutt málið. Í mínu ungdæmi var þetta kallað að vera stíflaður af frekju,“ segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í færslu á Facebook-síðu sinni. Vísar hann þar til ákvörðun Eyglóar Harðardóttur, félags-og húsnæðismálaráðherra, um að sitja hjá við atkvæðagreiðslu um fjármálastefnu og fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Segir hann að fullyrða megi að allir ráðherrar í ríkisstjórninni hefðu viljað fá í ríkisfjármálaáætlun meira fé í sína málaflokka. Eygló og Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sátu hjá við afgreiðslu stjórnarfrumvarpa í gær sem vörðuðu fjármálastefnu 2017 til 2021 og fjármálaáætlun sömu ára. Bæði málin voru þó samþykkt, hið fyrra með 29 atkvæðum gegn sautján en tveir sátu hjá og hið síðara með 29 atkvæðum gegn fjórtán þar sem sex sátu hjá. Brynjar er ekki fyrsti stjórnarþingmaðurinn til að gagnrýna Eygló en Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði ákvörðun Eyglóar um að sitja hjá ekki boðlega ráðherra í ríkisstjórn. Eygló gerði grein fyrir atkvæði sínu varðandi fjármálastefnuna: „Sú vinna sem ég hef verið að vinna hefur verið í samræmi við þann stjórnarsáttmála. Hér erum við hins vegar að tala um næsta kjörtímabil. Það liggur ekki fyrir neitt samkomulag um það með hvaða hætti á að standa að því samstarfi ef það verður og ég hef látið vita af þessum fyrirvara mínum í gegnum allt þetta mál að það sé ekki verið að huga nægilega vel að lífeyrisþegum, að barnafjölskyldum og mér þykir það leitt ég skuli ekki geta stutt þetta mál,“ sagði Eygló.
Tengdar fréttir Eygló styður hvorki fjármálastefnu né fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar Eygló Harðardóttir félags-og húsnæðismálaráðherra og Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Framsóknarflokksins sátu hjá við atkvæðagreiðslu á Alþingi í dag er greidd voru atkvæði um annars vegar fjármálastefnu 2017-2021. 18. ágúst 2016 15:56 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Eygló styður hvorki fjármálastefnu né fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar Eygló Harðardóttir félags-og húsnæðismálaráðherra og Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Framsóknarflokksins sátu hjá við atkvæðagreiðslu á Alþingi í dag er greidd voru atkvæði um annars vegar fjármálastefnu 2017-2021. 18. ágúst 2016 15:56