Innlent

Bruninn í Keflavík: Konan látin laus úr haldi

Birgir Olgeirsson skrifar
Grunur leikur á að hugsanlega hafi verið íkveikju að ræða í stigagangi hússins.
Grunur leikur á að hugsanlega hafi verið íkveikju að ræða í stigagangi hússins. Vísir/Jói K
Lögreglan á Suðurnesjum hefur látið konu á fertugsaldri lausa úr haldi sem handtekin var í gær vegna gruns um að hafa kveikt eld í fjölbýlishúsi við Hafnargötu í Keflavík aðfaranótt fimmtudags. Konan liggur enn undir grun um að hafa staðið að íkveikjunni en ekki var talin þörf á að fara fram á gæsluvarðhald yfir henni. Rannsókn málsins er enn í gangi.

Hátt í þrjátíu manns búa í húsinu, meðal annars hælisleitendur á vegum Reykjanesbæjar, en átta voru fluttir á slysadeild Landspítalans vegna reykeitrunar.

Vísir fjallaði um málið í gær en þá sagði Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi á Suðurnesjum, að konan hefði átt í deilum við aðra manneskju. „Hér er um að ræða fyrrum sambýlinga sem skilja ekki sáttir,“ sagði Jón Halldór. Því hafði verið haldið fram að málið væri rannsakað sem hatursglæpur en Jón Halldór sagði svo ekki vera.

Eldurinn logaði annars vegar í þvottavél í sameiginlegu þvottahúsi á einni hæðinni, en hins vegar í fatahrúgu á öðrum stað.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×