Erlent

Bruni í sænskri námu: 165 mönnum bjargað

Atli Ísleifsson skrifar
Sínk, blý, silfur, kopar og gull er unnið úr námunum í Garpenberg.
Sínk, blý, silfur, kopar og gull er unnið úr námunum í Garpenberg. Mynd/Boliden.com
Búið er að bjarga öllum námuverkamönnunum sem fastir voru neðanjarðar eftir aðeldur kom upp í námu í sænska bænum Garpenberg.

Í frétt SVT segir að eldurinn hafi komið upp um 800 metrum undir yfirborði jarðar og myndaðist mikill reykur í kjölfarið. Hópur reykkafara hélt niður á leið til að slökkva eldinn.

Mats Jansson, sem fór fyrir björgunaraðgerðum, segir að kviknað hafi í gámi sem inniheldur mikið plast. Garbenberg er bær um 150 kílómetrum norðvestur af höfuðborginni Stokkhólmi.

Að sögn Jansson er sérstakt björgunarrými í námunni þangað sem námuverkamennirnir fóru eftir að eldurinn kom upp.

Sínk, blý, silfur, kopar og gull er unnið úr námunum í Garpenberg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×