Brúin getur orðið að veruleika á þarnæsta ári Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 25. ágúst 2012 20:14 Borgarstjóri telur mögulegt að ný hjóla- og göngubrú úr Vatnsmýrinni yfir í Kársnesið geti orðið að veruleika á þarnæsta ári. Endanleg ákvörðun um byggingu hennar hefur þó enn ekki verið tekin en kostnaður gæti verið allt að einn milljaður króna. Hugmyndir um að reisa 300 metra brú fyrir hjóla- og göngufólk yfir Fossvoginn frá Vatnsmýrinni yfir í Kársnesið í Kópavogi eru ekki nýjar af nálinni. Sumarið 2008 voru voru þær kynntar íbúum á fundi. Síðan þá hefur þó brúin þó verið lítið annað en hugmynd þar til nú að skriður virðist vera kominn á málið. Borgarstjóri- og bæjarstjórinn í Kópavogi hittust á fundi í gær þar sem ræddur var möguleikinn á því að reisa brúna. Báðir virðast þeir áhugasamir þó engin endanleg ákvörðun hafi enn verið tekin. Borgarstjóri er bjartsýnn á að brúin verði að veruleika á allra næstu árum. „Hún gæti nú orðið að veruleika kannski á þar næsta ári," segir Jón Gnarr. Þá telur hann að framkvæmdir gætu jafnvel hafist seint á næsta ári. Bæjarstjórinn í Kópavogi segir kostnað við verkefnið ekki liggja fyrir. „Það skiptir náttúrulega öllu máli hvernig hönnunin verður á brúnni. Þannig að maður hefur heyrt þetta 300 milljónir, 500 milljónir, milljarð, þannig það er ekki hægt að svara því núna. Þegar að hönnun liggur fyrir þá auðvitað er hægt að fara að reikna út kostnaðinn. Þetta eru auðvitað talsverðir peningar. En þegar þessi tvö stærstu sveitarfélög landsins taka saman, þetta er jú hjólreiða- og göngustígatenging, þá sé ég fyrir mér að ríkið og Vegagerðin komi inn í það líka þannig að þetta geti orðið svona eitt allsherjar samvinnuverkefni," sagði Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs. „Ég bind miklar vonir við að ef að við náum að framkvæma þetta að þetta muni auka möguleika fólks á að hjóla eða ganga og um leið draga úr umferðarþunga. Þannig að þetta skiptir gríðarlega miklu máli. Þetta er samgöngubót fyrir íbúa á höfuðborgarsvæðinu," segir Jón Gnarr. Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Borgarstjóri telur mögulegt að ný hjóla- og göngubrú úr Vatnsmýrinni yfir í Kársnesið geti orðið að veruleika á þarnæsta ári. Endanleg ákvörðun um byggingu hennar hefur þó enn ekki verið tekin en kostnaður gæti verið allt að einn milljaður króna. Hugmyndir um að reisa 300 metra brú fyrir hjóla- og göngufólk yfir Fossvoginn frá Vatnsmýrinni yfir í Kársnesið í Kópavogi eru ekki nýjar af nálinni. Sumarið 2008 voru voru þær kynntar íbúum á fundi. Síðan þá hefur þó brúin þó verið lítið annað en hugmynd þar til nú að skriður virðist vera kominn á málið. Borgarstjóri- og bæjarstjórinn í Kópavogi hittust á fundi í gær þar sem ræddur var möguleikinn á því að reisa brúna. Báðir virðast þeir áhugasamir þó engin endanleg ákvörðun hafi enn verið tekin. Borgarstjóri er bjartsýnn á að brúin verði að veruleika á allra næstu árum. „Hún gæti nú orðið að veruleika kannski á þar næsta ári," segir Jón Gnarr. Þá telur hann að framkvæmdir gætu jafnvel hafist seint á næsta ári. Bæjarstjórinn í Kópavogi segir kostnað við verkefnið ekki liggja fyrir. „Það skiptir náttúrulega öllu máli hvernig hönnunin verður á brúnni. Þannig að maður hefur heyrt þetta 300 milljónir, 500 milljónir, milljarð, þannig það er ekki hægt að svara því núna. Þegar að hönnun liggur fyrir þá auðvitað er hægt að fara að reikna út kostnaðinn. Þetta eru auðvitað talsverðir peningar. En þegar þessi tvö stærstu sveitarfélög landsins taka saman, þetta er jú hjólreiða- og göngustígatenging, þá sé ég fyrir mér að ríkið og Vegagerðin komi inn í það líka þannig að þetta geti orðið svona eitt allsherjar samvinnuverkefni," sagði Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs. „Ég bind miklar vonir við að ef að við náum að framkvæma þetta að þetta muni auka möguleika fólks á að hjóla eða ganga og um leið draga úr umferðarþunga. Þannig að þetta skiptir gríðarlega miklu máli. Þetta er samgöngubót fyrir íbúa á höfuðborgarsvæðinu," segir Jón Gnarr.
Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira