Bruggið hellist yfir landann 3. desember 2012 06:00 Helmingur íslenskra námsmanna verður meira var við heimabrugg og smygl eftir hrun. Þriðjungur 18 til 64 ára Íslendinga segir slíkt hafa aukist og hefur hlutfallið hækkað síðan í fyrra. Karlar verða frekar varir við aukið heimabrugg eða smygl heldur en konur, sérstaklega námsmenn. etta kemur fram í nýrri könnun sem gerð var á vegum MMR fyrir Félag atvinnurekenda (FA) um miðjan nóvember síðastliðinn. Samkvæmt könnuninni hafði 31% svarenda orðið vart við mikla eða nokkra aukningu á heimabruggi eða smygli á áfengi frá hruni. Hlutfallið var um 22% árið áður. Tæp 48% svarenda á aldrinum 18-29 ára sögðust hafa orðið vör við mikla eða nokkra aukningu. Amar Guðmundsson, framkvæmdastjóri FA, segir félagið lengi hafa kallað eftir heildstæðri áfengisstefnu frá stjórnvöldum í ljósi þess að áfengisgjöld hafi verið hækkuð mjög undanfarin ár. "Niðurstöður könnunar okkar ýta undir þá kenningu að neyslan hafi einfaldlega flust út fyrir markaðinn," segir Almar. Hann bendir á að hækkun áfengisgjalda sé stundum réttlætt sem lýðheilsumarkmið, en ef neyslan færist út fyrir markaðinn náist það markmið ekki. Minnkandi opinber sala geti þá líka gert það að verkum að tekjumarkmið gjaldahækkana nást ekki heldur. "Námsmenn og fólk í láglaunastörfum skorar hátt í könnuninni og það ætti að vera stjórnvöldum áhyggjuefni," segir hann. "Þegar gjöld hækka þá eru hóparnir sem eru verr settir fljótastir að finna sér aðra leið." Sala á sterku víni í ÁTVR hefur dregist saman um meira en 100 þúsund lítra á milli áranna 2008 og 2011, eða um tæp 40%. Þá hefur salan í ár dregist saman um tæp 6% sé miðað við sama tíma í fyrra. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri ÁTVR, vill ekki nefna neinar ástæður sem gætu legið að baki samdrættinum. "Við höfum engar forsendur til að meta hvort [heimabrugg og smygl] sé að aukast," segir hún. "En það hefur verið samdráttur í sölu á sterku víni og auðvitað veltir maður fyrir sér hvort það skýrist af neyslubreytingu." Í bandormi ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að áfengisgjald hækki enn frekar eða um 4,6%.- sv Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri Innlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Fleiri fréttir Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Sjá meira
Helmingur íslenskra námsmanna verður meira var við heimabrugg og smygl eftir hrun. Þriðjungur 18 til 64 ára Íslendinga segir slíkt hafa aukist og hefur hlutfallið hækkað síðan í fyrra. Karlar verða frekar varir við aukið heimabrugg eða smygl heldur en konur, sérstaklega námsmenn. etta kemur fram í nýrri könnun sem gerð var á vegum MMR fyrir Félag atvinnurekenda (FA) um miðjan nóvember síðastliðinn. Samkvæmt könnuninni hafði 31% svarenda orðið vart við mikla eða nokkra aukningu á heimabruggi eða smygli á áfengi frá hruni. Hlutfallið var um 22% árið áður. Tæp 48% svarenda á aldrinum 18-29 ára sögðust hafa orðið vör við mikla eða nokkra aukningu. Amar Guðmundsson, framkvæmdastjóri FA, segir félagið lengi hafa kallað eftir heildstæðri áfengisstefnu frá stjórnvöldum í ljósi þess að áfengisgjöld hafi verið hækkuð mjög undanfarin ár. "Niðurstöður könnunar okkar ýta undir þá kenningu að neyslan hafi einfaldlega flust út fyrir markaðinn," segir Almar. Hann bendir á að hækkun áfengisgjalda sé stundum réttlætt sem lýðheilsumarkmið, en ef neyslan færist út fyrir markaðinn náist það markmið ekki. Minnkandi opinber sala geti þá líka gert það að verkum að tekjumarkmið gjaldahækkana nást ekki heldur. "Námsmenn og fólk í láglaunastörfum skorar hátt í könnuninni og það ætti að vera stjórnvöldum áhyggjuefni," segir hann. "Þegar gjöld hækka þá eru hóparnir sem eru verr settir fljótastir að finna sér aðra leið." Sala á sterku víni í ÁTVR hefur dregist saman um meira en 100 þúsund lítra á milli áranna 2008 og 2011, eða um tæp 40%. Þá hefur salan í ár dregist saman um tæp 6% sé miðað við sama tíma í fyrra. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri ÁTVR, vill ekki nefna neinar ástæður sem gætu legið að baki samdrættinum. "Við höfum engar forsendur til að meta hvort [heimabrugg og smygl] sé að aukast," segir hún. "En það hefur verið samdráttur í sölu á sterku víni og auðvitað veltir maður fyrir sér hvort það skýrist af neyslubreytingu." Í bandormi ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að áfengisgjald hækki enn frekar eða um 4,6%.- sv
Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri Innlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Fleiri fréttir Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent