Brotið á réttindum fatlaðs fólks því eftirlitið brást! Aileen Soffía Svensdóttir og Snæbjörn Áki Friðriksson skrifar 3. desember 2016 07:00 Að vera einstaklingur með einhvers konar fötlun er eiginlega ávísun á það að geta ekki lifað eðlilegu lífi. Ekki vegna þess að fötlunin sé eitthvað hamlandi, nei, aðeins vegna þess að samfélagið hindrar. Stoltgangan var gengin í fyrsta sinn í byrjun september þessa árs. Hún var viðburður þar sem fatlað og ófatlað fólk sameinaðist og gekk saman til að sýna sig sjálft og láta raddir sínar heyrast. Ganga stolt, vera sýnileg og fagna fjölbreytileikanum. Eftir Stoltgönguna fékk stjórn Átaks, félags fólks með þroskahömlun, ábendingu um að einhverjir einstaklingar sem ætluðu í gönguna gætu það ekki vegna þess að ekki fékkst þjónusta. Sökum þess fékk fólk ekki þann stuðning sem þurfti til að geta mætt í gönguna og verið sýnilegt.Er þetta raunin? Fyrst töldum við að um væri að ræða lítinn hóp, en annað kom í ljós. Margir höfðu þessa sögu að segja. Meira að segja einn af okkar góðu félagsmönnum sem fær reglulega að standa með grátstafinn í kverkunum vegna þess að það er óvíst að hann geti komist á viðburði hjá Átaki. Já, þetta er raunin í íslensku samfélagi árið 2016. Því hljótum við, fatlaða fólkið, að spyrja hvort sparnaður ríkis og sveitarfélaga sé þess valdandi að fatlað fólk fái ekki næga þjónustu til að vera þátttakendur í samfélaginu. Okkur finnst þetta viðhorf vera hættulegt samfélaginu og gera það að verkum að fólk einangrast og hefur ekki jafn mikla möguleika og ófatlað fólk til þess að taka þátt í því. Ferðaþjónusta fatlaðs fólks er svo annað tilefni til óöryggis í lífi fatlaðs fólks, aðgangur að réttarkerfinu, heilbrigðiskerfinu, nauðung og fleira og fleira. Fatlað fólk verður sífellt fyrir mannréttindabrotum. Það á ekki að líðast. Við finnum til mikillar samstöðu með öðrum minnihlutahópum sem þurfa að þola mannréttindabrot. Dýravernd er líka mjög mikilvæg og ill meðferð á dýrum á alls ekki að líðast. En það veldur okkur miklum vonbrigðum að áhugi samfélagsins og fjölmiðla á því óréttlæti sem fatlað fólk þarf að þola alla daga skuli ekki vera meiri en hann er. Er það eðlilegt að fatlaður einstaklingur komist ekki á viðburði, komist ekki á klósettið, fái ekki að búa heima hjá sér og fái í raun ekki aðgang að samfélaginu vegna þess að sveitarfélagið vill ekki búa til fordæmi þannig að aðrir geti kannski óskað eftir sömu þjónustu? Hvar er eftirlitið sem á að fylgja þessu eftir? Hvar er fólkið sem vill vekja athygli á þessum mannréttindabrotum sem eiga sér stað í íslensku samfélagi á hverjum degi? Því viljum við á alþjóðadegi fatlaðs fólks, 3. desember, hvetja allt samfélagið til þess að eiga samtal við fatlað fólk og hagsmunasamtök þess um hvernig lífi okkar er háttað. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Að vera einstaklingur með einhvers konar fötlun er eiginlega ávísun á það að geta ekki lifað eðlilegu lífi. Ekki vegna þess að fötlunin sé eitthvað hamlandi, nei, aðeins vegna þess að samfélagið hindrar. Stoltgangan var gengin í fyrsta sinn í byrjun september þessa árs. Hún var viðburður þar sem fatlað og ófatlað fólk sameinaðist og gekk saman til að sýna sig sjálft og láta raddir sínar heyrast. Ganga stolt, vera sýnileg og fagna fjölbreytileikanum. Eftir Stoltgönguna fékk stjórn Átaks, félags fólks með þroskahömlun, ábendingu um að einhverjir einstaklingar sem ætluðu í gönguna gætu það ekki vegna þess að ekki fékkst þjónusta. Sökum þess fékk fólk ekki þann stuðning sem þurfti til að geta mætt í gönguna og verið sýnilegt.Er þetta raunin? Fyrst töldum við að um væri að ræða lítinn hóp, en annað kom í ljós. Margir höfðu þessa sögu að segja. Meira að segja einn af okkar góðu félagsmönnum sem fær reglulega að standa með grátstafinn í kverkunum vegna þess að það er óvíst að hann geti komist á viðburði hjá Átaki. Já, þetta er raunin í íslensku samfélagi árið 2016. Því hljótum við, fatlaða fólkið, að spyrja hvort sparnaður ríkis og sveitarfélaga sé þess valdandi að fatlað fólk fái ekki næga þjónustu til að vera þátttakendur í samfélaginu. Okkur finnst þetta viðhorf vera hættulegt samfélaginu og gera það að verkum að fólk einangrast og hefur ekki jafn mikla möguleika og ófatlað fólk til þess að taka þátt í því. Ferðaþjónusta fatlaðs fólks er svo annað tilefni til óöryggis í lífi fatlaðs fólks, aðgangur að réttarkerfinu, heilbrigðiskerfinu, nauðung og fleira og fleira. Fatlað fólk verður sífellt fyrir mannréttindabrotum. Það á ekki að líðast. Við finnum til mikillar samstöðu með öðrum minnihlutahópum sem þurfa að þola mannréttindabrot. Dýravernd er líka mjög mikilvæg og ill meðferð á dýrum á alls ekki að líðast. En það veldur okkur miklum vonbrigðum að áhugi samfélagsins og fjölmiðla á því óréttlæti sem fatlað fólk þarf að þola alla daga skuli ekki vera meiri en hann er. Er það eðlilegt að fatlaður einstaklingur komist ekki á viðburði, komist ekki á klósettið, fái ekki að búa heima hjá sér og fái í raun ekki aðgang að samfélaginu vegna þess að sveitarfélagið vill ekki búa til fordæmi þannig að aðrir geti kannski óskað eftir sömu þjónustu? Hvar er eftirlitið sem á að fylgja þessu eftir? Hvar er fólkið sem vill vekja athygli á þessum mannréttindabrotum sem eiga sér stað í íslensku samfélagi á hverjum degi? Því viljum við á alþjóðadegi fatlaðs fólks, 3. desember, hvetja allt samfélagið til þess að eiga samtal við fatlað fólk og hagsmunasamtök þess um hvernig lífi okkar er háttað. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar