Erlent

Brjóstaskoran bönnuð í skákkeppnum

Stoisavljevic segir að reglurnar séu ekki ætlaðar til þess að koma í veg fyrir að frjálslegur klæðaburður trufli karlmenn.
Stoisavljevic segir að reglurnar séu ekki ætlaðar til þess að koma í veg fyrir að frjálslegur klæðaburður trufli karlmenn. mynd/AFP
Evrópska skáksambandið hefur innleitt nýjar reglur varðandi klæðaburð þátttakenda í skákkeppnum. Brjóstaskorur er ekki leyfðar og pils mega ekki vera of stutt.

Í reglum sambandsins kemur fram að næsta efsta tala á skyrtu eða blússu má ekki vera opin. Þá verða pils að ná niður á hné.

„Við fengum hugmyndina þegar við sáum nokkra keppendur sem ekki voru sómasamlega klæddir," sagði Sava Stoisavljevic, aðalritari Evrópska skáksambandsins. „Það eru reglur um klæðaburð í mörgum íþróttum."

Stoisavljevic sagði að reglurnar tækju tillit til mismunandi menningarsvæða. „Auðvitað berum við virðingu fyrir hefðum. Í mörgum löndum verða konur að hylja hár sitt. Eðlilega er þetta ekki stórt vandamál í Evrópu. Ég hef þó talsverðar áhyggjur af því þegar sumra tekur," sagði Stoisavljevic.

Höfuðföt eru ekki leyfð samkvæmt reglunum. Stoisavljevic sagði að nokkrir keppendur hefðu orðið uppvísir að svindli með því að lauma minnismiðum eða skilaboðum í hatta og annað.

Stoisavljevic segir að reglurnar séu ekki ætlaðar til þess að koma í veg fyrir að frjálslegur klæðaburður trufli karlmenn. „Í sannleika sagt hugsuðum við ekki út í það."

Áhugasamir geta kynnt sér reglur Evrópska skáksambandsins hér.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×