Breytum hugarfarinu – og kynjakerfinu Kristín Ástgeirsdóttir skrifar 8. mars 2017 07:00 Árið 1910 var ákveðið á þingi sósíalískra kvenna í Kaupmannahöfn að gera 8. mars að alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Löngu síðar tóku Sameinuðu þjóðirnar daginn upp á sína arma og nú er hann notaður til ýmiss konar baráttu fyrir mannréttindum kvenna um allan heim. Undanfarin átta ár hefur Íslands verið í efsta sæti jafnréttislista World Economic Forum. Það sem er mælt er kynjabilið á sviði menntunar, heilbrigðis, pólitískra valda og stöðu á vinnumarkaði. Við getum hælt okkur af því að hafa stigið stór skref hvað varðar pólitíska þátttöku kvenna á undanförnum 35 árum eða svo, en konur eru nú 44% sveitarstjórnarmanna og tæp 48% þingmanna. Menntun kvenna hefur aukist gríðarlega, svo mikið að það er fremur áhyggjuefni hve fáir karlar ljúka háskólanámi. Staðan er þannig nú að 48% kvenna á aldrinum 25-64 ára eru með háskólamenntun en aðeins 33% karla. Aðgangur að heilbrigðisþjónustu er nokkuð jafn milli kvenna og karla þótt við mættum ræða meira um þann mun sem er á lífsstíl og sjúkdómum kvenna og karla og greina hann. Á fjórða sviðinu sem WEF skoðar, vinnumarkaðnum og hagkerfinu, eru margir pottar brotnir og þar hallar verulega á konur.Skoðum allt kerfið Á ráðstefnu sem haldin var í Ósló í febrúar síðastliðnum kom fram að litlar breytingar hafa orðið á jafnrétti kynjanna á norrænum vinnumarkaði um árabil. Vinnumarkaðurinn er enn jafn kynskiptur og hann var fyrir áratugum, karlar stýra og stjórna miklum meirihluta fyrirtækja og hafa mikil völd. Ísland og Noregur skera sig þó úr hvað varðar þau fyrirtæki sem falla undir lögin um kvóta í stjórnum fyrirtækja. Launamunur kynjanna haggast lítið (hvað sem hver segir) en hann felst ekki aðeins í því að fólki sem vinnur jafn verðmæt störf sé mismunað eftir kyni heldur einnig í því hvernig störf eru metin. Þau störf sem fluttust út af heimilunum endur fyrir löngu eru enn metin til færri fiska en þau sem t.d. tengjast vélum að ekki sé nú talað um peninga. Verðmætamat samfélagsins elur á launamisrétti. Einn fyrirlesara á ráðstefnunni í Ósló, Lynn Roseberry, sagði að tækin sem við værum að nota, t.d. kynjasamþætting, starfs- og launaviðtöl dygðu skammt vegna þess hve rótgróið kynjakerfið er í hugum okkar. Bara nafn, kvenkyns eða karlkyns, skapar strax ákveðin hugrenningatengsl. Það þarf að horfa á myndina í heild, sagði Roseberry, breyta hugsunarhættinum með því að skoða allt kerfið. Byrja á uppeldi barna, endurmennta kennara, skoða námsefni í skólum, efla jafnréttisráðgjöf, stunda rannsóknir og endurskoða hvernig fólk er ráðið í störf. Svo væri það félagslega hliðin sem skipti miklu máli. Fæðingarorlof, lífeyrisréttindi, skattar, leik- og grunnskólar, allt er þetta mikilvægt við að jafna stöðu kynjanna. Hún sagði að það væri eftir miklu að slægjast fyrir vinnumarkaðinn. Meiri fjölbreytni, meiri nýsköpun og betri nýting á mannauðnum þýðir öflugra atvinnulíf. Þetta þurfum við að hafa í huga við lögleiðingu jafnlaunastaðalsins, fólk þarf að skilja hvers vegna er nauðsynlegt að grípa til aðgerða til að útrýma kynjamisrétti.Félagslega kerfið er mikilvægt Það er vert að taka sérstaklega undir þau orð Roseberry hve mikilvægt félagslega kerfið er. Góðir og vel mannaðir leik- og grunnskólar, samfelldur skóladagur, fæðingarorlof sem bæði feður og mæður geta nýtt sér og jöfn skipting heimilisstarfa. Allt er þetta mikilvægt. Við þurfum líka að ganga á hólm við (kynjaða) aldursfordóma, bæði til að gefa þeim sem vilja vinna lengur tækifæri til þess og til að nýta mannauðinn betur. Það þarf að jafna lífeyrisréttindi kvenna og karla en úti í Evrópu er mikil umræða um þau mál og bent á sívaxandi hóp fátækra kvenna sem hefur lélegan lífeyri í ellinni. Átta ár á toppnum, en það er svo sannarlega af nógu að taka við að breyta kynjakerfinu, jafna kjörin og tryggja öllum mannréttindi og viðunandi lífsgæði. Takið þátt í viðburðum dagsins og eflum baráttuandann. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Sjá meira
Árið 1910 var ákveðið á þingi sósíalískra kvenna í Kaupmannahöfn að gera 8. mars að alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Löngu síðar tóku Sameinuðu þjóðirnar daginn upp á sína arma og nú er hann notaður til ýmiss konar baráttu fyrir mannréttindum kvenna um allan heim. Undanfarin átta ár hefur Íslands verið í efsta sæti jafnréttislista World Economic Forum. Það sem er mælt er kynjabilið á sviði menntunar, heilbrigðis, pólitískra valda og stöðu á vinnumarkaði. Við getum hælt okkur af því að hafa stigið stór skref hvað varðar pólitíska þátttöku kvenna á undanförnum 35 árum eða svo, en konur eru nú 44% sveitarstjórnarmanna og tæp 48% þingmanna. Menntun kvenna hefur aukist gríðarlega, svo mikið að það er fremur áhyggjuefni hve fáir karlar ljúka háskólanámi. Staðan er þannig nú að 48% kvenna á aldrinum 25-64 ára eru með háskólamenntun en aðeins 33% karla. Aðgangur að heilbrigðisþjónustu er nokkuð jafn milli kvenna og karla þótt við mættum ræða meira um þann mun sem er á lífsstíl og sjúkdómum kvenna og karla og greina hann. Á fjórða sviðinu sem WEF skoðar, vinnumarkaðnum og hagkerfinu, eru margir pottar brotnir og þar hallar verulega á konur.Skoðum allt kerfið Á ráðstefnu sem haldin var í Ósló í febrúar síðastliðnum kom fram að litlar breytingar hafa orðið á jafnrétti kynjanna á norrænum vinnumarkaði um árabil. Vinnumarkaðurinn er enn jafn kynskiptur og hann var fyrir áratugum, karlar stýra og stjórna miklum meirihluta fyrirtækja og hafa mikil völd. Ísland og Noregur skera sig þó úr hvað varðar þau fyrirtæki sem falla undir lögin um kvóta í stjórnum fyrirtækja. Launamunur kynjanna haggast lítið (hvað sem hver segir) en hann felst ekki aðeins í því að fólki sem vinnur jafn verðmæt störf sé mismunað eftir kyni heldur einnig í því hvernig störf eru metin. Þau störf sem fluttust út af heimilunum endur fyrir löngu eru enn metin til færri fiska en þau sem t.d. tengjast vélum að ekki sé nú talað um peninga. Verðmætamat samfélagsins elur á launamisrétti. Einn fyrirlesara á ráðstefnunni í Ósló, Lynn Roseberry, sagði að tækin sem við værum að nota, t.d. kynjasamþætting, starfs- og launaviðtöl dygðu skammt vegna þess hve rótgróið kynjakerfið er í hugum okkar. Bara nafn, kvenkyns eða karlkyns, skapar strax ákveðin hugrenningatengsl. Það þarf að horfa á myndina í heild, sagði Roseberry, breyta hugsunarhættinum með því að skoða allt kerfið. Byrja á uppeldi barna, endurmennta kennara, skoða námsefni í skólum, efla jafnréttisráðgjöf, stunda rannsóknir og endurskoða hvernig fólk er ráðið í störf. Svo væri það félagslega hliðin sem skipti miklu máli. Fæðingarorlof, lífeyrisréttindi, skattar, leik- og grunnskólar, allt er þetta mikilvægt við að jafna stöðu kynjanna. Hún sagði að það væri eftir miklu að slægjast fyrir vinnumarkaðinn. Meiri fjölbreytni, meiri nýsköpun og betri nýting á mannauðnum þýðir öflugra atvinnulíf. Þetta þurfum við að hafa í huga við lögleiðingu jafnlaunastaðalsins, fólk þarf að skilja hvers vegna er nauðsynlegt að grípa til aðgerða til að útrýma kynjamisrétti.Félagslega kerfið er mikilvægt Það er vert að taka sérstaklega undir þau orð Roseberry hve mikilvægt félagslega kerfið er. Góðir og vel mannaðir leik- og grunnskólar, samfelldur skóladagur, fæðingarorlof sem bæði feður og mæður geta nýtt sér og jöfn skipting heimilisstarfa. Allt er þetta mikilvægt. Við þurfum líka að ganga á hólm við (kynjaða) aldursfordóma, bæði til að gefa þeim sem vilja vinna lengur tækifæri til þess og til að nýta mannauðinn betur. Það þarf að jafna lífeyrisréttindi kvenna og karla en úti í Evrópu er mikil umræða um þau mál og bent á sívaxandi hóp fátækra kvenna sem hefur lélegan lífeyri í ellinni. Átta ár á toppnum, en það er svo sannarlega af nógu að taka við að breyta kynjakerfinu, jafna kjörin og tryggja öllum mannréttindi og viðunandi lífsgæði. Takið þátt í viðburðum dagsins og eflum baráttuandann. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun